Helgar tilgangurinn meðalið? Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson og Kristín Edwald skrifa 20. febrúar 2016 07:00 Talsvert hefur verið rætt og ritað um meðferð embættis sérstaks saksóknara á heimildum til símhlustana við rannsókn svonefndra hrunmála. Fram hefur komið opinberlega að á árunum 2009-2012 lagði embættið fram 116 beiðnir um símhlustanir og voru þær allar samþykktar af dómstólum. Gagnrýnt hefur verið að aðhald dómstóla hafi ekki verið sem skyldi og bent á að þessi framkvæmd samrýmist illa ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Líklegt er að um eins konar Evrópumet sé að ræða en Moldavía komst þó nærri þessu vafasama meti þar sem 99,24% allra beiðna um hlustun símtækja á árinu 2007 voru samþykktar af þarlendum dómstólum. Í dómi mannréttindadómstólsins frá árinu 2009 var framkvæmdin í Moldavíu talin í andstöðu við 8. gr. sáttmálans um friðhelgi einkalífs. Var þar meðal annars vísað til þessa óvenju háa hlutfalls, skorts á reglum um hlustun, varðveislu og eyðingu gagna og um vernd trúnaðarsambands lögmanns og skjólstæðings. Við meðferð nokkurra sakamála á hendur fyrrum stjórnendum fjármálafyrirtækja síðustu misseri hefur ákæruvaldið notast talsvert við upptökur af samtölum sem aflað var með hlustunum. Valdir kaflar slíkra samtala hafa verið endurritaðir og lagðir fram sem gögn í sakamálunum, auk þess sem saksóknarar hafa séð ástæðu til að spila umræddar hljóðupptökur í réttarsal. Í mörgum tilvikum, líklega flestum, er um að ræða samtöl sem umræddir einstaklingar áttu við fyrrum samstarfsfélaga, vini eða ættingja stuttu eftir að þeir höfðu verið leiddir til skýrslugjafar hjá embætti sérstaks saksóknara með réttarstöðu sakbornings. Við þá skýrslugjöf var þessum einstaklingum óskylt lögum samkvæmt að svara spurningum um ætlaða refsiverða hegðun.Grundvallarréttindi virt að vettugi Tilviljun hefur augljóslega ekki ráðið tímasetningu hlustana í þessum málum. Það fylgir því óvissa og mikið hugarangur að vera sakaður um refsiverða háttsemi. Markmiðið með hlustunum við þessar kringumstæður, mörgum árum eftir atvik málsins, var að hirða afrakstur af þeim áhyggjum sem yfirheyrsla hjá lögreglu veldur. Með öðrum orðum var þess freistað að kanna hvort umræddir einstaklingar myndu í samtölum við sína nánustu og ráðgjafa varpa sök á sig sjálfa eða aðra. Með þessari framkvæmd voru grundvallarréttindi þessara einstaklinga virt að vettugi. Málsvarnir sem reistar hafa verið á ætluðum réttarbrotum embættis sérstaks saksóknara hafa takmarkaðan hljómgrunn fengið hjá dómstólum fram til þessa. Í dómi Hæstaréttar frá 4. febrúar sl. bar þó svo við að sú framkvæmd embættis sérstaks saksóknara sem hér hefur verið lýst var talin brjóta gegn 2. mgr. 64. gr. sakamálalaga, 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Um afleiðingar þessara réttarbrota segir í forsendum dómsins: „Því verður horft framhjá upptökunum við úrlausn málsins“. Um þá framkvæmd embættis sérstaks saksóknara að hlusta á samtöl ákærðu við verjendur á meðan á rannsókn málsins stóð var að sama skapi vísað til þess að þær upptökur hefðu ekki verið lagðar fram í málinu, enda væri lagt bann við því í sakamálalögum. Þessi niðurstaða Hæstaréttar hlýtur að vera mikið umhugsunarefni. Með þessum dómi hefur verið staðfest að brotið var gegn rétti umræddra einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Þessi réttindi eru talin það mikilvæg að þau eru tryggð í sakamálalögum, lögum um mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Þagnarréttur sakaðra manna stafar af því að í réttarríkjum heimsins hafa menn komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að sekt manns þurfi að sanna með öðrum hætti en þeim að sakborningurinn sjálfur verði krafinn sagna. Reglan er eitt af svörum réttarríkisins við því hvernig tryggja megi að saklausir menn verði ekki sakfelldir. Af dómi Hæstaréttar virðist mega draga þá ályktun að tilgangurinn helgi meðalið við rannsókn þessara mála. Ákæruvaldið rauf trúnað sem samfélag réttarríkja hefur sammælst um að sé undir öllum kringumstæðum heilagur. Enginn getur sagt með vissu hvaða áhrif þetta hafði á rannsókn málsins og ákvörðun um útgáfu ákæru. Freistingin fyrir lögreglu hlýtur að vera mikil hér eftir sem hingað til að komast í þessar trúnaðarupplýsingar við rannsókn mála. Þess eins verður að gæta að leggja ekki fram afrakstur slíkra réttarbrota sem sönnunargagn í sakamáli.vísir/stefán Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt og ritað um meðferð embættis sérstaks saksóknara á heimildum til símhlustana við rannsókn svonefndra hrunmála. Fram hefur komið opinberlega að á árunum 2009-2012 lagði embættið fram 116 beiðnir um símhlustanir og voru þær allar samþykktar af dómstólum. Gagnrýnt hefur verið að aðhald dómstóla hafi ekki verið sem skyldi og bent á að þessi framkvæmd samrýmist illa ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Líklegt er að um eins konar Evrópumet sé að ræða en Moldavía komst þó nærri þessu vafasama meti þar sem 99,24% allra beiðna um hlustun símtækja á árinu 2007 voru samþykktar af þarlendum dómstólum. Í dómi mannréttindadómstólsins frá árinu 2009 var framkvæmdin í Moldavíu talin í andstöðu við 8. gr. sáttmálans um friðhelgi einkalífs. Var þar meðal annars vísað til þessa óvenju háa hlutfalls, skorts á reglum um hlustun, varðveislu og eyðingu gagna og um vernd trúnaðarsambands lögmanns og skjólstæðings. Við meðferð nokkurra sakamála á hendur fyrrum stjórnendum fjármálafyrirtækja síðustu misseri hefur ákæruvaldið notast talsvert við upptökur af samtölum sem aflað var með hlustunum. Valdir kaflar slíkra samtala hafa verið endurritaðir og lagðir fram sem gögn í sakamálunum, auk þess sem saksóknarar hafa séð ástæðu til að spila umræddar hljóðupptökur í réttarsal. Í mörgum tilvikum, líklega flestum, er um að ræða samtöl sem umræddir einstaklingar áttu við fyrrum samstarfsfélaga, vini eða ættingja stuttu eftir að þeir höfðu verið leiddir til skýrslugjafar hjá embætti sérstaks saksóknara með réttarstöðu sakbornings. Við þá skýrslugjöf var þessum einstaklingum óskylt lögum samkvæmt að svara spurningum um ætlaða refsiverða hegðun.Grundvallarréttindi virt að vettugi Tilviljun hefur augljóslega ekki ráðið tímasetningu hlustana í þessum málum. Það fylgir því óvissa og mikið hugarangur að vera sakaður um refsiverða háttsemi. Markmiðið með hlustunum við þessar kringumstæður, mörgum árum eftir atvik málsins, var að hirða afrakstur af þeim áhyggjum sem yfirheyrsla hjá lögreglu veldur. Með öðrum orðum var þess freistað að kanna hvort umræddir einstaklingar myndu í samtölum við sína nánustu og ráðgjafa varpa sök á sig sjálfa eða aðra. Með þessari framkvæmd voru grundvallarréttindi þessara einstaklinga virt að vettugi. Málsvarnir sem reistar hafa verið á ætluðum réttarbrotum embættis sérstaks saksóknara hafa takmarkaðan hljómgrunn fengið hjá dómstólum fram til þessa. Í dómi Hæstaréttar frá 4. febrúar sl. bar þó svo við að sú framkvæmd embættis sérstaks saksóknara sem hér hefur verið lýst var talin brjóta gegn 2. mgr. 64. gr. sakamálalaga, 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Um afleiðingar þessara réttarbrota segir í forsendum dómsins: „Því verður horft framhjá upptökunum við úrlausn málsins“. Um þá framkvæmd embættis sérstaks saksóknara að hlusta á samtöl ákærðu við verjendur á meðan á rannsókn málsins stóð var að sama skapi vísað til þess að þær upptökur hefðu ekki verið lagðar fram í málinu, enda væri lagt bann við því í sakamálalögum. Þessi niðurstaða Hæstaréttar hlýtur að vera mikið umhugsunarefni. Með þessum dómi hefur verið staðfest að brotið var gegn rétti umræddra einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Þessi réttindi eru talin það mikilvæg að þau eru tryggð í sakamálalögum, lögum um mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá. Þagnarréttur sakaðra manna stafar af því að í réttarríkjum heimsins hafa menn komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að sekt manns þurfi að sanna með öðrum hætti en þeim að sakborningurinn sjálfur verði krafinn sagna. Reglan er eitt af svörum réttarríkisins við því hvernig tryggja megi að saklausir menn verði ekki sakfelldir. Af dómi Hæstaréttar virðist mega draga þá ályktun að tilgangurinn helgi meðalið við rannsókn þessara mála. Ákæruvaldið rauf trúnað sem samfélag réttarríkja hefur sammælst um að sé undir öllum kringumstæðum heilagur. Enginn getur sagt með vissu hvaða áhrif þetta hafði á rannsókn málsins og ákvörðun um útgáfu ákæru. Freistingin fyrir lögreglu hlýtur að vera mikil hér eftir sem hingað til að komast í þessar trúnaðarupplýsingar við rannsókn mála. Þess eins verður að gæta að leggja ekki fram afrakstur slíkra réttarbrota sem sönnunargagn í sakamáli.vísir/stefán
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun