MS – Og hvað svo? 11. júlí 2016 07:00 Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að það eru engir sjóðir í félaginu sem hægt er að ganga í þannig að svona sektir, hvort sem það eru 100 milljónir, 1000 milljónir eða 2000 milljónir koma bara frá einum stað. Úr vösum neytenda.“ – Ari Edwald, forstjóri MS í fréttum RÚV. Mjólka ætlaði að keppa við risann, en var gleypt. Aðferðin varð Samkeppniseftirlitinu tilefni til að leggja mörg hundruð milljóna króna sekt á fyrirtækið. Forstjórinn strengir þess heit að þú kæri lesandi munir borga sektina. Enginn vill sitja aðgerðarlaus undir slíku. En hvað á að gera? Mjólk eða léttmjólk, smjör, ostur, skyr og jafnvel rjómi kallast nauðsynjar á flestum heimilum. Er málið að sniðganga MS? Sýna óánægju í verki með því að versla við þá keppinauta sem enn eru til? Hversdagslegar mjólkurhillur í matvörubúðinni virka eins og þær hafi verið hannaðar til að kæla niður eldmóðinn. Það virðast fáir kostir í boði aðrir en að borga sektina. Í grunninn snýst málið um framferði stjórnenda fyrirtækis sem spila á regluverk sem hyglar því sérstaklega. Það býr við forréttindi sem voru veitt með lögum. Lögin þarf að endurskoða eða afturkalla. Þetta er verkefnið framundan. Fákeppni er orð sem oft heyrist í fréttunum. Hér finnst varla sá bransi að nota þurfi alla fimm fingur annarrar handar til að telja upp keppinautana. Olía, apótek, bankar, matvara, heimsendar pizzur. Engum finnst fákeppni góð. Hvað segjum við um einokun? Ranglæti er líklega það orð sem kemst ansi nálægt því að lýsa stöðunni. Í forréttindum handa einum er fólgið óréttlæti allra hinna. Almenningur byrjar að tapa þegar samkeppnislögin eru sniðgengin. Beinn og óbeinn skaði bitnar á okkur. Við höldum svo áfram að tapa þegar við komumst ekki hjá því að greiða sektina sem sá brotlegi leggur á okkur með verðhækkun. Enn tapar almenningur þegar matarkörfur og mötuneyti berast til Hagstofunnar. Samkeppnissektin er orðin að verðbólgu. Rökin fyrir lögvernduðum forréttindum eins liggja ekki í augum uppi. Ekki snýst þetta um fæðuöryggi eða sérstöðu landbúnaðar norður í hafi. Hvorki garðyrkja né kjötframleiðsla fá svoleiðis, ekki frekar en annar fyrirtækjarekstur. Við sem ekki sættum okkur við framferði og aðstöðu MS getum sýnt hug okkar í verki og látið til okkar taka í kælinum. En það þarf meira til. Löggjöf veitti einum réttindi umfram aðra. Þetta verður kosningamál í haust, en hvað svo? Þingmenn verða að skoða málið frá grunni. Alþingi verður að taka málið föstum tökum og leiða til niðurstöðu. Þar þurfa hagsmunir almennings að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar