Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 30-27 | Haukar komnir í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ásvöllum skrifar 7. febrúar 2016 00:01 Adam Haukur Baumruk. Vísir/Vilhelm Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“ Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Haukar eru komnir í átta liða úrslit Coca Cola bikarsins í handbolta eftir 30-27 sigur á Aftureldingu á heimavelli í dag. Haukar voru 18-14 yfir í hálfleik. Haukar mættu mun ákveðnari til leiks í dag og tóku frumkvæðið í leiknum með að skora fjögur fyrstu mörkin. Liðin mættust í deildinni á fimmtudaginn og þá áttu Haukar í nokkrum vandræðum með 5-1 vörn Aftureldingar þar sem fremsti maður varist langt úti á velli. Haukar höfðu fundið lausnir á þessari vörn því liðið gat skorað að vild fékk gott færi í hverri sókn. Það var ekki fyrr en langt var liðið á fyrri hálfleikinn að Afturelding náði einhverjum tökum á varnarleiknum. Liðið hafði reynt 6-0 vörn áður en liðið fór í hefðbundna 5-1 vörn með Gunnar Þórsson sem fremsta mann. Haukar héldu fjögurra marka forystunni allan fyrri hálfleikinn og geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik því liðið lék frábær vörn lengi vel sem Afturelding réð lítið við en Haukar köstuðu boltanum ítrekað frá sér í hröðum upphlaupum og náðu því ekki að refsa líkt og liðið er svo frægt fyrir. Krafturinn sem Afturelding fann undir lok fyrri hálfleiks fylgdi liðinu út í seinni hálfleikinn og náði liðið að minnka muninn í eitt mark. Gríðarlegur hraði var í leiknum en eftir að Gunnar Magnússon þjálfari Hauka tók leikhlé náðu Haukar að róa leikinn og stjórna hraðnum í leiknum betur. Haukar léku langar sóknir og náðu aftur fjögurra marka forystu sem Afturelding náði ekki að vinna upp á ný þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar eru komnir í úrslitahelgina í bikarnum en herslumuninn vantaði hjá gestunum til að ógna Íslandsmeisturunum enn betur undir lokin. Gunnar: Þarf að skila bikarnum heim á ÁsvelliGunnar Magnússon þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með að vera kominn með lið sitt í Laugardalshöllina en var ekki ánægður með að lið sitt færi ekki með meira en fjögurra marka forystu inn í hálfleik. „Þar áttum við að fara með miklu stærra forskot. Við stjórnuðum leiknum í fyrri hálfleik en hraðaupphlaupin fóru illa. Sjö eða átta hraðaupphlaup,“ sagði Gunnar. „Menn voru kannski svolítið yfirspenntir enda mikið undir en við vorum klaufar að fara ekki með stærra forskot inn í seinni hálfleik. Við vissum að þetta yrði alltaf erfitt í seinni hálfleik.“ Einn helsti styrkur Hauka er að refsa andstæðingnum með hröðum upphlaupum og tók Gunnar undir að þetta væri ólíkt liðinu. „Þetta eru einfaldar sendingar fram sem klikkuðu. Það gerði þetta erfiðara.“ Afturelding lék 5-1 vörn þegar liðin mættust á fimmtudaginn og áttu Haukar þá í nokkrum vandærðum með hana. Það var ekki í dag. „Við vorum búnir að spá því að þeir myndu skipta í 6-0 vörn og mér fannst við leysa allar þessar varnir mjög vel. „Mér fannst sterk liðsheild var lykilinn á bak við sigurinn. Það voru margir að leggja í púkkið og allir að skila sínu, sagði Gunnar. Afturelding náði að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleik en þá tók Gunnar leikhlé og Haukar náðu aftur betri stjórn á leiknum. „Við missum hausinn í smá tíma og tökum of mikla áhættu í sókninni sem þeir voru fljótir að refsa fyrir. Þá tók ég leikhlé og náði að stilla strengina og koma okkur í okkar leikskipulag. „Að sama skapi þá vorum við mikið einum færri og það gerði þetta erfitt. Þá komu fleiri áhlaup en við stóðumst þetta allt saman og það er mikill styrkur.“ Gunnar gerði ÍBV að bikarmeisturum á síðustu leiktíð eftir sigur á Haukum í úrslitaleik. Hann þekkir því úrslitahelgi Coca Cola bikarsins vel. „Ég var þarna í fyrra sem var stórkostlega gaman. Haukar náðu Íslandsmeistaratitlinum heim í fyrra og nú þarf ég að skila bikarnum heim á Ásvelli. Ég skal glaður gera það.“ Einar Andri: Þeir fóru betur með sín færi„Við vorum seinir í gang en náum að koma þessu niður í eitt mark í seinni hálfleik þannig að við jöfnuðum okkur á því en við náðum ekki að fylgja því eftir,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Ég veit ekki hvort það fór of mikil orka í að vinna upp forskotið en byrjunin á leiknum var ekki að hjálpa okkur.“ Eftir að Afturelding minnkaði muninn í eitt mark náðu Haukar að róa leikinn en Afturelding hafði náð að keyra hraðan vel upp í byrjun seinni hálfleiks. „Þeir náðu að skora erfið mörk. Mér fannst við vera með þá varnarlega en þeir náðu að setja langskot þegar við vorum að klikka úr svipuðum stöðum. „Þetta var jafn leikur í lokin, þeir fóru bara betur með sín færi. Við fórum fram úr okkur í lokin og hefðum getað farið betur með stöðurnar,“ sagði Einar. Afturelding átti í miklum vandræðum varnarlega lengi framan af leiknum en fann lausnir á því undir lok fyrri hálfleik. „Það klikkaði flest en við fórum í passíva 3-2-1 vörn og náðum að loka vel á þá. Þeir fengu að hanga lengi á boltanum og spila lengi þar til við misstum einbeitinguna. Vörnin stóð vel í seinni hálfleik. „Við fórum illa með margar stöður síðustu 15 mínúturnar og færi. Það skildi á milli. Þetta datt þeirra megin í dag.“
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira