Norræn gildi skapa verðmæti Dagfinn Høybråten skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nú þegar skammdegi sígur að og kólna tekur í veðri gerum við Norðurlandabúar nokkuð sem okkur lætur vel: við höfum það notalegt. Við setjumst að rjúkandi drykkjum og heitum máltíðum með fjölskyldu og vinum. Við kveikjum á kertum og sköpum notalegt andrúmsloft sem er svo sérstakt að fjallað er um það í erlendum fjölmiðlum og það notað sem þema í auglýsingum frá stóru, norrænu fyrirtæki þar sem skammdegið er boðið velkomið, því þá er kominn tími til að hafa það notalegt. Margar af þeim samræðum sem nú fara fram við matarborð norrænna heimila hljóta að fjalla um þá þróun sem á sér stað í heiminum. Í ljósi ástandsins í stjórnmálum nær og fjær velta margir fyrir sér hvers konar heimur þetta sé sem við – og ekki síst afkomendur okkar – eigum að byggja í framtíðinni. Hvert stefnum við, íbúar þessarar jarðarkringlu? Hvað merkir þróunin í heiminum fyrir okkur á Norðurlöndum? Hvað hið norræna samstarf snertir, þá deilum við Norðurlandabúar ekki aðeins sögu og landfræðilegri legu heldur einnig ýmsum sameiginlegum grundvallargildum. Við stöndum vörð um lýðræðið í samfélögum okkar, sem einkennast af trausti – bæði í samfélaginu almennt og í garð stjórnmálaleiðtoga. Velferðarkerfi okkar veita jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegu öryggisneti. Þau tryggja jöfnuð á heimsmælikvarða í samfélögum þar sem stefnt er að því að „fáir eigi of mikið og enn færri of lítið“, eins og Grundtvig orðaði það. Við stefnum að því að tryggja sjálfbær samfélög þar sem hagsmunir komandi kynslóða eru hafðir til hliðsjónar við stjórnun náttúruauðlinda. Við virðum líka fjölbreytileika mannlífsins og viðurkennum jafnt manngildi allra, en þess sér meðal annars stað í markvissum aðgerðum til að tryggja jafnrétti kynjanna. Í ljósi nýjustu þróunar á grannsvæðum okkar og annars staðar í heiminum getur virst tilefni til að velta því fyrir sér hvort unnt verði að viðhalda þessum gildum – trausti, víðsýni, jafnrétti, jöfnuði og sjálfbærni – eða hvort eitthvað beinskeyttara þurfi að koma í þeirra stað. Geta Norðurlöndin spjarað sig í hinum stóra heimi með lífssýn, byggða á gildum, sem stundum kunna að virðast dálítið barnaleg?Opin samfélög heillandi Frá mínu m bæjardyrum séð er svarið tvímælalaust JÁ. Norrænu löndin skipa iðulega efstu sæti í alþjóðlegum samanburði – þykja til að mynda bestu löndin til að eiga viðskipti í[1], lönd þar sem samkeppnisstaða[2] og nýsköpun[3] eru á heimsmælikvarða, og þykja jafnvel hamingjuríkustu lönd í heimi[4], en allt kemur þetta til af því að gildi okkar skapa verðmæti. Það að traust skuli ríkja – einnig í garð stjórnmálamanna – er líka áhrifaríkt í þeim skilningi að viðhafa þarf minni eftirlitsráðstafanir í samfélaginu en ella. Traustið eykur samheldni innan samfélagsins. Það leggur grunninn að hagvexti og efnahagslegri framleiðni. Opin samfélög, þar sem traust ríkir og lítið er um spillingu, eru heillandi fjárfestingamarkaðir fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Um leið mynda vinnumarkaðslíkön okkar og hið félagslega öryggisnet góðan grundvöll fyrir hugvit og nýsköpun. Á Norðurlöndum er unnt að taka áhættu – skipta um starfsvettvang eða stofna fyrirtæki – án þess að leggja allt í sölurnar. Og hinn efnahagslegi jöfnuður, sem á undir högg að sækja nú um stundir en einkennir þó lönd okkar enn sem fyrr, á þátt í því að skapa öruggara samfélag auk þess að stuðla að því góða heilsufari og miklu lífslíkum sem tíðkast á Norðurlöndum. Áherslu okkar á sjálfbærni fylgja auk þess miklir viðskiptamöguleikar fyrir norræn fyrirtæki, sem hafa gripið tækifærin til að selja grænar lausnir. Það er engin tilviljun að sex af tuttugu sjálfbærustu fyrirtækjum heims eru staðsett á Norðurlöndum.[5] Eins og forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, hefur margsinnis sagt: Við eigum að beita okkur fyrir aukinni sjálfbærni og gegn fátækt, vegna þess að það er siðferðislega rétt og efnahagslega skynsamlegt. Í heimi sem virðist æ ótryggari eigum við því að halda fast í norrænu gildin – traust, víðsýni, jafnrétti, jöfnuð og sjálfbærni. Þannig tryggjum við að sú jákvæða þróun, sem norrænir borgarar hafa notið góðs af árum saman, haldi áfram. Og þannig verðum við áfram fremst í flokki á alþjóðavettvangi og eigum þátt í að tryggja jákvæða þróun hér eftir sem hingað til, bæði á grannsvæðum okkar og á heimsvísu. Eins og Gandhi komst að orði: ef við viljum sjá breytingar í heiminum verðum við að byrja á okkur sjálfum. Þetta finnst mér við eiga að leggja áherslu á í spjalli okkar við matarborðið nú í skammdeginu. Heimildir: [1] World Bank “Ease of Doing Business”-index 2016 [2] World Economic Forum Global Competitiveness Index 2015-16 [3] Global Innovation Index 2016 [4] World Happiness Report 2016 [5] Global 100 index 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Nú þegar skammdegi sígur að og kólna tekur í veðri gerum við Norðurlandabúar nokkuð sem okkur lætur vel: við höfum það notalegt. Við setjumst að rjúkandi drykkjum og heitum máltíðum með fjölskyldu og vinum. Við kveikjum á kertum og sköpum notalegt andrúmsloft sem er svo sérstakt að fjallað er um það í erlendum fjölmiðlum og það notað sem þema í auglýsingum frá stóru, norrænu fyrirtæki þar sem skammdegið er boðið velkomið, því þá er kominn tími til að hafa það notalegt. Margar af þeim samræðum sem nú fara fram við matarborð norrænna heimila hljóta að fjalla um þá þróun sem á sér stað í heiminum. Í ljósi ástandsins í stjórnmálum nær og fjær velta margir fyrir sér hvers konar heimur þetta sé sem við – og ekki síst afkomendur okkar – eigum að byggja í framtíðinni. Hvert stefnum við, íbúar þessarar jarðarkringlu? Hvað merkir þróunin í heiminum fyrir okkur á Norðurlöndum? Hvað hið norræna samstarf snertir, þá deilum við Norðurlandabúar ekki aðeins sögu og landfræðilegri legu heldur einnig ýmsum sameiginlegum grundvallargildum. Við stöndum vörð um lýðræðið í samfélögum okkar, sem einkennast af trausti – bæði í samfélaginu almennt og í garð stjórnmálaleiðtoga. Velferðarkerfi okkar veita jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og félagslegu öryggisneti. Þau tryggja jöfnuð á heimsmælikvarða í samfélögum þar sem stefnt er að því að „fáir eigi of mikið og enn færri of lítið“, eins og Grundtvig orðaði það. Við stefnum að því að tryggja sjálfbær samfélög þar sem hagsmunir komandi kynslóða eru hafðir til hliðsjónar við stjórnun náttúruauðlinda. Við virðum líka fjölbreytileika mannlífsins og viðurkennum jafnt manngildi allra, en þess sér meðal annars stað í markvissum aðgerðum til að tryggja jafnrétti kynjanna. Í ljósi nýjustu þróunar á grannsvæðum okkar og annars staðar í heiminum getur virst tilefni til að velta því fyrir sér hvort unnt verði að viðhalda þessum gildum – trausti, víðsýni, jafnrétti, jöfnuði og sjálfbærni – eða hvort eitthvað beinskeyttara þurfi að koma í þeirra stað. Geta Norðurlöndin spjarað sig í hinum stóra heimi með lífssýn, byggða á gildum, sem stundum kunna að virðast dálítið barnaleg?Opin samfélög heillandi Frá mínu m bæjardyrum séð er svarið tvímælalaust JÁ. Norrænu löndin skipa iðulega efstu sæti í alþjóðlegum samanburði – þykja til að mynda bestu löndin til að eiga viðskipti í[1], lönd þar sem samkeppnisstaða[2] og nýsköpun[3] eru á heimsmælikvarða, og þykja jafnvel hamingjuríkustu lönd í heimi[4], en allt kemur þetta til af því að gildi okkar skapa verðmæti. Það að traust skuli ríkja – einnig í garð stjórnmálamanna – er líka áhrifaríkt í þeim skilningi að viðhafa þarf minni eftirlitsráðstafanir í samfélaginu en ella. Traustið eykur samheldni innan samfélagsins. Það leggur grunninn að hagvexti og efnahagslegri framleiðni. Opin samfélög, þar sem traust ríkir og lítið er um spillingu, eru heillandi fjárfestingamarkaðir fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Um leið mynda vinnumarkaðslíkön okkar og hið félagslega öryggisnet góðan grundvöll fyrir hugvit og nýsköpun. Á Norðurlöndum er unnt að taka áhættu – skipta um starfsvettvang eða stofna fyrirtæki – án þess að leggja allt í sölurnar. Og hinn efnahagslegi jöfnuður, sem á undir högg að sækja nú um stundir en einkennir þó lönd okkar enn sem fyrr, á þátt í því að skapa öruggara samfélag auk þess að stuðla að því góða heilsufari og miklu lífslíkum sem tíðkast á Norðurlöndum. Áherslu okkar á sjálfbærni fylgja auk þess miklir viðskiptamöguleikar fyrir norræn fyrirtæki, sem hafa gripið tækifærin til að selja grænar lausnir. Það er engin tilviljun að sex af tuttugu sjálfbærustu fyrirtækjum heims eru staðsett á Norðurlöndum.[5] Eins og forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, hefur margsinnis sagt: Við eigum að beita okkur fyrir aukinni sjálfbærni og gegn fátækt, vegna þess að það er siðferðislega rétt og efnahagslega skynsamlegt. Í heimi sem virðist æ ótryggari eigum við því að halda fast í norrænu gildin – traust, víðsýni, jafnrétti, jöfnuð og sjálfbærni. Þannig tryggjum við að sú jákvæða þróun, sem norrænir borgarar hafa notið góðs af árum saman, haldi áfram. Og þannig verðum við áfram fremst í flokki á alþjóðavettvangi og eigum þátt í að tryggja jákvæða þróun hér eftir sem hingað til, bæði á grannsvæðum okkar og á heimsvísu. Eins og Gandhi komst að orði: ef við viljum sjá breytingar í heiminum verðum við að byrja á okkur sjálfum. Þetta finnst mér við eiga að leggja áherslu á í spjalli okkar við matarborðið nú í skammdeginu. Heimildir: [1] World Bank “Ease of Doing Business”-index 2016 [2] World Economic Forum Global Competitiveness Index 2015-16 [3] Global Innovation Index 2016 [4] World Happiness Report 2016 [5] Global 100 index 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar