Blóðskimun til bjargar Sigurður Yngvi Kristinsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Við erum afar þakklát fyrir viðtökur landsmanna, sem hafa verið ótrúlega góðar. Mergæxli er krabbamein í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 120 þúsund manns á heimsvísu. Til er forstig sjúkdómsins sem einfalt að greina. Aðeins þarf eina blóðprufu til. Forstig mergæxlis er ekki krabbamein. Um 1% einstaklinga með forstig mergæxlis fær mergæxli árlega en á hverjum tíma eru u.þ.b. 4-5% Íslendinga yfir 50 ára aldri með forstig mergæxlis. Lífslíkur sjúklinga með mergæxli hafa gjörbreyst undanfarin ár og hafa komið fram fleiri lyfjameðferðir sem lofa góðu en við nokkru öðru krabbameini. Framfarir í læknisfræði byggjast á samstarfi vísindamanna og almennings. Ástæða þess að nú er skimað fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini er sú að stórar rannsóknir hafa sýnt fram á að ávinningur sé af því að greina þessi mein snemma. Blóðskimun til bjargar gengur út á að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess. Því fæst ekki svarað nema vel takist til og að þátttaka sé góð. Í dag liggja ekki fyrir neinar rannsóknir um hvernig ber að greina eða fylgja eftir einstaklingum með forstig mergæxlis. Markmið okkar er að ákvarða besta mögulega greiningarferlið og eftirfylgni. Þannig fæst loksins niðurstaða um hvernig best er að greina og fylgja eftir þessum einstaklingum. Þetta kallast gagnreynd læknisfærði (evidence based medicine) og er grundvöllur hágæða heilbrigðisþjónustu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum skimunar á lífsgæði og kvíða. Við leggjum því mikla áherslu á að rannsaka þessa mikilvægu þætti. Þannig benda flestar rannsóknir til þess að áhrif vitneskju um forstig krabbameina séu að mestu leyti jákvæð. Við höfum sérstaklega rannsakað þetta hjá rúmlega 14,000 sjúklingum sem greindir voru með forstig mergæxlis í Svíþjóð og borið saman við næstum 60,000 einstaklinga án forstigs. Þar kom í ljós engin aukin hætta á kvíða, þunglyndi og öðrum áhættusjúkdómum eftir greiningu, sem bendir til þess að neikvæð áhrif séu lítil sem engin. Aftur á móti voru jákvæð áhrif greinileg, meðal annars jukust lífslíkur og hætta á fylgikvillum minnkaði. Rannsóknin er kostuð af Black Swan Research Inititative, sem eru samtök sem eru rekin án allra hagnaðarsjónarmiða og styrkja eingöngu rannsóknir sem þau telja að geti verið liður í því að finna lækningu við mergæxlum. Sumir telja að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstig lengi líf. Rannsóknir okkar benda til hins gagnstæða. Leyfisveiting og styrkur frá virtustu mergæxlissamtökum heims ber þess vott. Þetta er mikilvægt að rannsaka og munum við í þessari rannsókn meta sérstaklega sálfræðileg áhrif þess á einstaklinga að hafa vitneskju um forstig mergæxlis. Rannsakendur munu fylgja þeim eftir sem greinast munu með forstig mergæxlis og því munu biðlistar spítalanna ekki lengjast eða nokkur neikvæð áhrif verða á rannsóknir sem þátttakendur þurfa að fara í. Rannsóknaráætlun verkefnisins er öllum opin og hægt er að nálgast hana á heimasíðu verkefnisins, blodskimun.is. Rannsókn okkar uppfyllir öll skilyrði sem gerð eru til rannsókna af þessu tagi og liggur meðal annars fyrir samþykki Vísindasiðanefndar, Persónuverndar, Landlæknisembættisins, Krabbameinsskrár og framkvæmdastjóra Landspítala. Rannsóknin uppfyllir vitanlega Helsinkiyfirlýsingu um vísindarannsóknir. Þess má einnig geta að rannsóknin hefur hlotið ítarlega yfirferð sérfræðingaráðs Evrópska rannsóknarráðsins og fengið samþykkt. Ávinningur rannsóknarinnar er ótvíræður. Mikilvæg vitneskja um forstig mergæxlis og eftirfylgni þess sem og að geta greint mergæxli fyrr en ella mun verða til þess að sjúklingar framtíðarinnar fái nákvæmari greiningu en nú er. Og að sjúklingar með mergæxli fái bestu mögulegu meðferð við sjúkdómi sínum. Við fögnum allri umræðu um Blóðskimun til bjargar því það er með nákvæmum og opinni upplýsingagjöf sem árangur næst. Ítarlegar upplýsingar má finna á heimasíðu okkar blodskimun.is og ef frekari spurningar vakna hvetjum við alla til að hafa samband (í tölvupósti: upplysingar@blodskimun.is, hringja í síma 896-0022, eða senda okkur skilaboð á Facebook) Við hvetjum alla til að kynna sér rannsóknina. Ykkar framlag gæti hjálpað mergæxlissjúklingum um allan heim í náinni framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú er Blóðskimun til bjargar, þjóðarátak gegn mergæxlum hafið. Við erum afar þakklát fyrir viðtökur landsmanna, sem hafa verið ótrúlega góðar. Mergæxli er krabbamein í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Árlega greinast um 25 manns með sjúkdóminn hér á landi og alls um 120 þúsund manns á heimsvísu. Til er forstig sjúkdómsins sem einfalt að greina. Aðeins þarf eina blóðprufu til. Forstig mergæxlis er ekki krabbamein. Um 1% einstaklinga með forstig mergæxlis fær mergæxli árlega en á hverjum tíma eru u.þ.b. 4-5% Íslendinga yfir 50 ára aldri með forstig mergæxlis. Lífslíkur sjúklinga með mergæxli hafa gjörbreyst undanfarin ár og hafa komið fram fleiri lyfjameðferðir sem lofa góðu en við nokkru öðru krabbameini. Framfarir í læknisfræði byggjast á samstarfi vísindamanna og almennings. Ástæða þess að nú er skimað fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini er sú að stórar rannsóknir hafa sýnt fram á að ávinningur sé af því að greina þessi mein snemma. Blóðskimun til bjargar gengur út á að rannsaka hvort ávinningur sé af því að skima fyrir mergæxli og forstigi þess. Því fæst ekki svarað nema vel takist til og að þátttaka sé góð. Í dag liggja ekki fyrir neinar rannsóknir um hvernig ber að greina eða fylgja eftir einstaklingum með forstig mergæxlis. Markmið okkar er að ákvarða besta mögulega greiningarferlið og eftirfylgni. Þannig fæst loksins niðurstaða um hvernig best er að greina og fylgja eftir þessum einstaklingum. Þetta kallast gagnreynd læknisfærði (evidence based medicine) og er grundvöllur hágæða heilbrigðisþjónustu. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum skimunar á lífsgæði og kvíða. Við leggjum því mikla áherslu á að rannsaka þessa mikilvægu þætti. Þannig benda flestar rannsóknir til þess að áhrif vitneskju um forstig krabbameina séu að mestu leyti jákvæð. Við höfum sérstaklega rannsakað þetta hjá rúmlega 14,000 sjúklingum sem greindir voru með forstig mergæxlis í Svíþjóð og borið saman við næstum 60,000 einstaklinga án forstigs. Þar kom í ljós engin aukin hætta á kvíða, þunglyndi og öðrum áhættusjúkdómum eftir greiningu, sem bendir til þess að neikvæð áhrif séu lítil sem engin. Aftur á móti voru jákvæð áhrif greinileg, meðal annars jukust lífslíkur og hætta á fylgikvillum minnkaði. Rannsóknin er kostuð af Black Swan Research Inititative, sem eru samtök sem eru rekin án allra hagnaðarsjónarmiða og styrkja eingöngu rannsóknir sem þau telja að geti verið liður í því að finna lækningu við mergæxlum. Sumir telja að litlar líkur séu á því að upplýsingar um forstig lengi líf. Rannsóknir okkar benda til hins gagnstæða. Leyfisveiting og styrkur frá virtustu mergæxlissamtökum heims ber þess vott. Þetta er mikilvægt að rannsaka og munum við í þessari rannsókn meta sérstaklega sálfræðileg áhrif þess á einstaklinga að hafa vitneskju um forstig mergæxlis. Rannsakendur munu fylgja þeim eftir sem greinast munu með forstig mergæxlis og því munu biðlistar spítalanna ekki lengjast eða nokkur neikvæð áhrif verða á rannsóknir sem þátttakendur þurfa að fara í. Rannsóknaráætlun verkefnisins er öllum opin og hægt er að nálgast hana á heimasíðu verkefnisins, blodskimun.is. Rannsókn okkar uppfyllir öll skilyrði sem gerð eru til rannsókna af þessu tagi og liggur meðal annars fyrir samþykki Vísindasiðanefndar, Persónuverndar, Landlæknisembættisins, Krabbameinsskrár og framkvæmdastjóra Landspítala. Rannsóknin uppfyllir vitanlega Helsinkiyfirlýsingu um vísindarannsóknir. Þess má einnig geta að rannsóknin hefur hlotið ítarlega yfirferð sérfræðingaráðs Evrópska rannsóknarráðsins og fengið samþykkt. Ávinningur rannsóknarinnar er ótvíræður. Mikilvæg vitneskja um forstig mergæxlis og eftirfylgni þess sem og að geta greint mergæxli fyrr en ella mun verða til þess að sjúklingar framtíðarinnar fái nákvæmari greiningu en nú er. Og að sjúklingar með mergæxli fái bestu mögulegu meðferð við sjúkdómi sínum. Við fögnum allri umræðu um Blóðskimun til bjargar því það er með nákvæmum og opinni upplýsingagjöf sem árangur næst. Ítarlegar upplýsingar má finna á heimasíðu okkar blodskimun.is og ef frekari spurningar vakna hvetjum við alla til að hafa samband (í tölvupósti: upplysingar@blodskimun.is, hringja í síma 896-0022, eða senda okkur skilaboð á Facebook) Við hvetjum alla til að kynna sér rannsóknina. Ykkar framlag gæti hjálpað mergæxlissjúklingum um allan heim í náinni framtíð.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun