Áminning til stjórnmálamanna – fjármagn til heilbrigðismála Jakob S. Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fyrir nokkru sá læknirinn minn að ég þyrfti að fara í einfalda aðgerð sem framkvæmd er í Hjartagáttinni á Landspítalanum. Þegar verið var að búa mig undir aðgerðina uppgötvaðist að vantaði blóð í kappann og nauðsynlegt að bregðast við því, sem starfsfólk Hjartagáttar og gerði, en sem kallaði á flóknara ferli. Sjúklingurinn skyldi magaspeglaður til þess að reyna að komast fyrir um ástæður blóðlekans og síðan blóði bætt á kerfið; tók sú aðgerð um það bil sólarhring allt með öllu. Svo var hin upphaflega aðgerð framkvæmd samkvæmt áætlun og alls stóð heimsókn mín á Hjartagáttina í tæpa tvo sólarhringa. Komandi eftirlit mun leiða í ljós hvort þessi saga fái ekki hamingjusamlegan endi. Ef það veltur á starfsfólki Landspítalans, þá er lítið að óttast. Þar er að finna atvinnumann í hverju rúmi, hvort sem litið er til starfsfólks í býtibúri, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna. Um það bil tuttugu til þrjátíu starfsmenn komu að mér þá tvo sólarhringa sem ég lá inni og hver einasti þeirra mætti mér af alúð og metnaði til að gera vel. Ég fékk þá bestu þjónustu sem hugsast gat, en starfsfólkið var að niðurlotum komið vegna álags. Það var á hlaupum, að flýta sér frá einum sjúklingi til annars, frá einu verkefni til hins næsta. Og reyndi hvað það gat að láta ekki á asanum bera. Þetta var álag sem hefði ekki talist boðlegt á neinum vinnustað, hvað þá þar sem þiggjendur þjónustu eru háðir því að starfsfólki líði vel og finnist það hafa tíma og aðbúnað til að sinna starfinu eins og sæmir metnaði þess og fagmennsku.Blygðunarlaus árás Það þarf greinilega að minna á hve mikilvæga þjónustu starfsfólk Landspítalans innir af hendi. Þarna komum við, sjúklingar, með eymsli okkar og áhyggjur – svo ekki sé talað um ótta við að vera í lífshættu! – og starfsfólkið mætir okkur af fagmennsku, umhyggjusemi og lipurð. Það gefur sér tíma til að hlusta, það mætir hverjum sjúklingi á hans eigin forsendum, því er umhugað um að skapa öryggi og frið í sál sjúklingsins og búa hann þannig undir að takast á við að ná heilsu. Starfsumhverfi fagfólks Landspítalans hefur nánast verið rústað með stöðugum niðurskurði í fjárveitingum hins opinbera – í fjárhagsáætlun ríkisins eru framlög til heilbrigðismála enn skorin niður, sem er ekkert nema blygðunarlaus árás á þetta frábæra fagfólk! Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn sjái til þess að heilbrigðiskerfið fái það fjármagn sem þarf til að það geti staðið undir væntingum starfsmanna og þörfum sjúklinga? Hvað þarf til að stjórnmálamenn sýni af sér sömu fagmennsku og starfsfólkið okkar í heilbrigðiskerfinu? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru sá læknirinn minn að ég þyrfti að fara í einfalda aðgerð sem framkvæmd er í Hjartagáttinni á Landspítalanum. Þegar verið var að búa mig undir aðgerðina uppgötvaðist að vantaði blóð í kappann og nauðsynlegt að bregðast við því, sem starfsfólk Hjartagáttar og gerði, en sem kallaði á flóknara ferli. Sjúklingurinn skyldi magaspeglaður til þess að reyna að komast fyrir um ástæður blóðlekans og síðan blóði bætt á kerfið; tók sú aðgerð um það bil sólarhring allt með öllu. Svo var hin upphaflega aðgerð framkvæmd samkvæmt áætlun og alls stóð heimsókn mín á Hjartagáttina í tæpa tvo sólarhringa. Komandi eftirlit mun leiða í ljós hvort þessi saga fái ekki hamingjusamlegan endi. Ef það veltur á starfsfólki Landspítalans, þá er lítið að óttast. Þar er að finna atvinnumann í hverju rúmi, hvort sem litið er til starfsfólks í býtibúri, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna. Um það bil tuttugu til þrjátíu starfsmenn komu að mér þá tvo sólarhringa sem ég lá inni og hver einasti þeirra mætti mér af alúð og metnaði til að gera vel. Ég fékk þá bestu þjónustu sem hugsast gat, en starfsfólkið var að niðurlotum komið vegna álags. Það var á hlaupum, að flýta sér frá einum sjúklingi til annars, frá einu verkefni til hins næsta. Og reyndi hvað það gat að láta ekki á asanum bera. Þetta var álag sem hefði ekki talist boðlegt á neinum vinnustað, hvað þá þar sem þiggjendur þjónustu eru háðir því að starfsfólki líði vel og finnist það hafa tíma og aðbúnað til að sinna starfinu eins og sæmir metnaði þess og fagmennsku.Blygðunarlaus árás Það þarf greinilega að minna á hve mikilvæga þjónustu starfsfólk Landspítalans innir af hendi. Þarna komum við, sjúklingar, með eymsli okkar og áhyggjur – svo ekki sé talað um ótta við að vera í lífshættu! – og starfsfólkið mætir okkur af fagmennsku, umhyggjusemi og lipurð. Það gefur sér tíma til að hlusta, það mætir hverjum sjúklingi á hans eigin forsendum, því er umhugað um að skapa öryggi og frið í sál sjúklingsins og búa hann þannig undir að takast á við að ná heilsu. Starfsumhverfi fagfólks Landspítalans hefur nánast verið rústað með stöðugum niðurskurði í fjárveitingum hins opinbera – í fjárhagsáætlun ríkisins eru framlög til heilbrigðismála enn skorin niður, sem er ekkert nema blygðunarlaus árás á þetta frábæra fagfólk! Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn sjái til þess að heilbrigðiskerfið fái það fjármagn sem þarf til að það geti staðið undir væntingum starfsmanna og þörfum sjúklinga? Hvað þarf til að stjórnmálamenn sýni af sér sömu fagmennsku og starfsfólkið okkar í heilbrigðiskerfinu? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar