Skömm morgundagsins Ingibjörg Kristjánsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 13:45 Fyrir rúmu ári síðan fékk ég nokkra vini til að klífa með mér Kirkjufellið á Snæfellsnesi. Þá var ég búin að virða þetta fjall fyrir mér í ca 5 mánuði er ég fór að venja komur mínar í fangelsið að Kvíabryggju, til að heimsækja Ólaf mann minn. Kvíabryggjufangelsið lúrir rétt vestan við fjallið, undirgefið að sjá og lætur frekar lítið fyrir sér fara. Rétt eins og þeir sem þar búa, flestir niðurbrotnir menn og einstaka kona. Frá upphafi fannst mér sem fjallið talaði til mín, glaðhlakkanlega og jafnvel ögrandi: „Já reyndu bara ef þú þorir.” Ég var frekar vanmáttug þar sem ég stóð og horfði á þetta hnarreista fjall og velti fyrir mér hvað það vildi mér. Þá var vetur og fjallið sveipað hvítri slæðu, ísilagt og stórhættulegt að sjá. Ég sagði sjálfri mér að ég hefði tíma, eitthvað sem nóg er af á svona stöðum… og ákvað með sjálfri mér að takast á við þessar vangaveltur þegar sumarið gengi í garð og sólin hefði brætt hvítan kjólinn. Þó ég sé fædd á Snæfellsnesinu þá hafði ég ekki komið á þetta svæði síðan ég var ung stúlka og áhuginn beindist að mannlegri fegurð frekar en náttúrulegri. Það kom mér því á óvart hvað Kvíabryggja er magnaður staður. Það er einhver kynngikraftur í fjöllunum sem nánast umkringja staðinn á þrjá vegu og útsýnið út „gluggann“ til norðurs yfir Breiðafjörðinn er stórbrotið. Í raun fannst mér frekar súrrealískt að öll þessi dramatíska fegurð væri samankomin á þessum stað... stað sem valinn var til að hýsa einstaklinga sem einhverra hluta vegna höfðu afvegaleiðst í lífinu. Voru embættismenn svona framsýnir í þá daga að átta sig á þeim gríðarlegu jákvæðu áhrifum sem náttúrufegurð getur haft á mannshugann? Eða var um tilviljun að ræða?Kirkjufellið og égSmátt og smátt varð Kirkjufellið og þessi stórbrotna náttúra í kringum Kvíabryggju að áleitinni áskorun. Í hvert skipti sem ég heimsótti fangelsið fór ég í gegnum ógrynni tilfinninga og Kirkjufellið var í senn allt umlykjandi, heillandi og óþolandi ágengt. Það blasti við mér úr fjarlægð er ég nálgaðist svæðið, í göngum út með ströndinni fann ég fyrir því í hnakkanum, inn með voginum klessti það sér upp að vinstri vanganum. Í raun þurfti ég ekki að vera á staðnum til að Kirkjufellið tæki pláss í huga mér…ég fór að reka augun í myndir af fjallinu allt í kring um mig; í fjölmiðlum, á netinu, í bókum, á auglýsingaskiltum og á listsýningum. Ég tók til við að mynda fjallið í gríð og erg í hvert skipti sem ég var í námunda við það. Kirkjufellið varð að einhverskonar táknrænu fyrirbæri sem ég vissi að ég yrði að takast á við og toppa, …ég varð að klífa þetta fjall. Að sigrast á fjallinu var partur af því að takast á við sársaukann sem fylgir því að horfa á ástvin fara í gegnum þetta langa grimmilega ferli … nornaveiðar samtímans,… en geta ekkert að gert. Frelsun hugans, stærð og styrkurÞegar ég hafði tekið ákvörðun um að klífa Kirkjufellið um sumarið, þá slakaði ég svolítið á og samskipti okkar, fjallsins og mín, urðu rólegri og yfirvegaðri. Ég hafði þó alltaf varann á og það var ekki fyrr en einn fallegan dag í lok júlí, er ég kleif fjallið í góðra vina hópi, að við handsöluðum friðinn, fjallið og ég. Síðan höfum við Kirkjufellið verið miklir mátar og aðdáun mín á fjallinu er einlæg. Ég stóð ekki sigri hrósandi á toppnum eins og einhverjir gætu ímyndað sér. Ég var einfaldlega glöð og hamingjusöm þar sem ég steig varlega til jarðar á toppi Kirkjufells og horfði yfir þessa undurfallegu sveit, Breiðafjörðinn og fjöllin í fjarska. Ég var þakklát skaparanum fyrir náttúrufegurðina sem umlykur þennan stað og fyllir mann vissu um að lífið geti verið eins fallegt og friðsælt og maður vill að það sé. Mér fannst ég frjáls undan þessu oki sem hafði legið á mér í langan tíma eins og mara…fíllinn sem ég hafði burðast með á bakinu læddist skömmustulegur í burtu þarna uppi á toppnum….sigraður! En það var einnig annað sem skipti mig máli, …ég var staðráðin í að skilja ekki við þennan stað, sem er í raun alsaklaus af mistökum mannanna, með neikvæðar tilfinningar í farteskinu. Ég vil vera sátt við staðinn, finna góðar tilfinningar þegar ég á leið um í framtíðinni. Þessi ganga snerist því ekki aðeins um frelsun hugans, heldur var hún fyrir mér einnig mæling á stærð hans og styrk. Nornaveiðar samtímansSíðastliðinn sunnudag, nákvæmlega ári frá því að við gengum á fjallið fyrst, endurtókum við frelsisgönguna, reyndar án þess að átta okkur á því fyrr en á leiðinni upp, að gangan bar uppá sama dag og árið áður. Í þetta skiptið var Ólafur maðurinn minn í för með okkur. Dagurinn var jafn fallegur og árið áður og gangan vakti með okkur hughrif sem erfitt er að lýsa. Þar sem við stóðum á toppi Kirkjufellsins varð mér litið niður á álútar byggingarnar að Kvíabryggju þar sem þær kúrðu undir fjallinu og hugsaði um ófrjálsu mennina þar inni. Sumir hafa drýgt hrottalega glæpi, aðrir hafa einfaldlega orðið undir í lífinu, og …enn aðrir eru þarna af því að samfélagið þurfti útrás fyrir reiði sína. Tilhugsunin um að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi er ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri. Svo til allt sem á að vera heilagt í nútíma þjóðfélagi, sem setur mannréttindi ofar öllu, hefur verið vanvirt eða hent fyrir róða í þessu ferli. Hugtök eins og „saklaus uns sekt er sönnuð“ hafa ekkert gildi, „vanhæfi dómara“ skiptir engu máli, „borgaraleg réttindi sakborninga“ eru fótum troðin. Okkur er sagt að hlutverk dómkerfisins sé m.a. að vernda borgarana fyrir hvers kyns valdníðslu af hálfu ríkisvaldsins. Dómurum er gefið gífurlegt vald,…valdið til að svipta manneskju frelsinu. Það segir sig sjálft að dómarar þurfa að vera hafnir yfir allan vafa, heilindi þeirra þurfa að vera ótvíræð. Svo er því miður ekki. Þar sem ég stend á toppi Kirkjufellsins leiði ég hugann að mökum þeirra sem þarna afplána nú dóma sína, börnum, foreldrum, systkinum og finn innilega til með þeim, ….ég þakka fyrir að Ólafur maður minn er kominn á næsta stig í sinni afplánun, að hann stendur við hlið mér, svo til frjáls yfir hábjartan daginn. Ég bíð þess með óþreyju að hann fái ökklabandið, sem er síðast stigið í þessu útópíska ferli. Verkefni morgundagsins hjá mér er að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Ég finn að ég er á góðri leið með það. Ég mun hins vegar eiga erfiðara með að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem vernda sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem hafa ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki. Verkefni samfélagsins verður óneitanlega að horfast í augu við hve hrapalega okkur hefur mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan fékk ég nokkra vini til að klífa með mér Kirkjufellið á Snæfellsnesi. Þá var ég búin að virða þetta fjall fyrir mér í ca 5 mánuði er ég fór að venja komur mínar í fangelsið að Kvíabryggju, til að heimsækja Ólaf mann minn. Kvíabryggjufangelsið lúrir rétt vestan við fjallið, undirgefið að sjá og lætur frekar lítið fyrir sér fara. Rétt eins og þeir sem þar búa, flestir niðurbrotnir menn og einstaka kona. Frá upphafi fannst mér sem fjallið talaði til mín, glaðhlakkanlega og jafnvel ögrandi: „Já reyndu bara ef þú þorir.” Ég var frekar vanmáttug þar sem ég stóð og horfði á þetta hnarreista fjall og velti fyrir mér hvað það vildi mér. Þá var vetur og fjallið sveipað hvítri slæðu, ísilagt og stórhættulegt að sjá. Ég sagði sjálfri mér að ég hefði tíma, eitthvað sem nóg er af á svona stöðum… og ákvað með sjálfri mér að takast á við þessar vangaveltur þegar sumarið gengi í garð og sólin hefði brætt hvítan kjólinn. Þó ég sé fædd á Snæfellsnesinu þá hafði ég ekki komið á þetta svæði síðan ég var ung stúlka og áhuginn beindist að mannlegri fegurð frekar en náttúrulegri. Það kom mér því á óvart hvað Kvíabryggja er magnaður staður. Það er einhver kynngikraftur í fjöllunum sem nánast umkringja staðinn á þrjá vegu og útsýnið út „gluggann“ til norðurs yfir Breiðafjörðinn er stórbrotið. Í raun fannst mér frekar súrrealískt að öll þessi dramatíska fegurð væri samankomin á þessum stað... stað sem valinn var til að hýsa einstaklinga sem einhverra hluta vegna höfðu afvegaleiðst í lífinu. Voru embættismenn svona framsýnir í þá daga að átta sig á þeim gríðarlegu jákvæðu áhrifum sem náttúrufegurð getur haft á mannshugann? Eða var um tilviljun að ræða?Kirkjufellið og égSmátt og smátt varð Kirkjufellið og þessi stórbrotna náttúra í kringum Kvíabryggju að áleitinni áskorun. Í hvert skipti sem ég heimsótti fangelsið fór ég í gegnum ógrynni tilfinninga og Kirkjufellið var í senn allt umlykjandi, heillandi og óþolandi ágengt. Það blasti við mér úr fjarlægð er ég nálgaðist svæðið, í göngum út með ströndinni fann ég fyrir því í hnakkanum, inn með voginum klessti það sér upp að vinstri vanganum. Í raun þurfti ég ekki að vera á staðnum til að Kirkjufellið tæki pláss í huga mér…ég fór að reka augun í myndir af fjallinu allt í kring um mig; í fjölmiðlum, á netinu, í bókum, á auglýsingaskiltum og á listsýningum. Ég tók til við að mynda fjallið í gríð og erg í hvert skipti sem ég var í námunda við það. Kirkjufellið varð að einhverskonar táknrænu fyrirbæri sem ég vissi að ég yrði að takast á við og toppa, …ég varð að klífa þetta fjall. Að sigrast á fjallinu var partur af því að takast á við sársaukann sem fylgir því að horfa á ástvin fara í gegnum þetta langa grimmilega ferli … nornaveiðar samtímans,… en geta ekkert að gert. Frelsun hugans, stærð og styrkurÞegar ég hafði tekið ákvörðun um að klífa Kirkjufellið um sumarið, þá slakaði ég svolítið á og samskipti okkar, fjallsins og mín, urðu rólegri og yfirvegaðri. Ég hafði þó alltaf varann á og það var ekki fyrr en einn fallegan dag í lok júlí, er ég kleif fjallið í góðra vina hópi, að við handsöluðum friðinn, fjallið og ég. Síðan höfum við Kirkjufellið verið miklir mátar og aðdáun mín á fjallinu er einlæg. Ég stóð ekki sigri hrósandi á toppnum eins og einhverjir gætu ímyndað sér. Ég var einfaldlega glöð og hamingjusöm þar sem ég steig varlega til jarðar á toppi Kirkjufells og horfði yfir þessa undurfallegu sveit, Breiðafjörðinn og fjöllin í fjarska. Ég var þakklát skaparanum fyrir náttúrufegurðina sem umlykur þennan stað og fyllir mann vissu um að lífið geti verið eins fallegt og friðsælt og maður vill að það sé. Mér fannst ég frjáls undan þessu oki sem hafði legið á mér í langan tíma eins og mara…fíllinn sem ég hafði burðast með á bakinu læddist skömmustulegur í burtu þarna uppi á toppnum….sigraður! En það var einnig annað sem skipti mig máli, …ég var staðráðin í að skilja ekki við þennan stað, sem er í raun alsaklaus af mistökum mannanna, með neikvæðar tilfinningar í farteskinu. Ég vil vera sátt við staðinn, finna góðar tilfinningar þegar ég á leið um í framtíðinni. Þessi ganga snerist því ekki aðeins um frelsun hugans, heldur var hún fyrir mér einnig mæling á stærð hans og styrk. Nornaveiðar samtímansSíðastliðinn sunnudag, nákvæmlega ári frá því að við gengum á fjallið fyrst, endurtókum við frelsisgönguna, reyndar án þess að átta okkur á því fyrr en á leiðinni upp, að gangan bar uppá sama dag og árið áður. Í þetta skiptið var Ólafur maðurinn minn í för með okkur. Dagurinn var jafn fallegur og árið áður og gangan vakti með okkur hughrif sem erfitt er að lýsa. Þar sem við stóðum á toppi Kirkjufellsins varð mér litið niður á álútar byggingarnar að Kvíabryggju þar sem þær kúrðu undir fjallinu og hugsaði um ófrjálsu mennina þar inni. Sumir hafa drýgt hrottalega glæpi, aðrir hafa einfaldlega orðið undir í lífinu, og …enn aðrir eru þarna af því að samfélagið þurfti útrás fyrir reiði sína. Tilhugsunin um að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi er ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri. Svo til allt sem á að vera heilagt í nútíma þjóðfélagi, sem setur mannréttindi ofar öllu, hefur verið vanvirt eða hent fyrir róða í þessu ferli. Hugtök eins og „saklaus uns sekt er sönnuð“ hafa ekkert gildi, „vanhæfi dómara“ skiptir engu máli, „borgaraleg réttindi sakborninga“ eru fótum troðin. Okkur er sagt að hlutverk dómkerfisins sé m.a. að vernda borgarana fyrir hvers kyns valdníðslu af hálfu ríkisvaldsins. Dómurum er gefið gífurlegt vald,…valdið til að svipta manneskju frelsinu. Það segir sig sjálft að dómarar þurfa að vera hafnir yfir allan vafa, heilindi þeirra þurfa að vera ótvíræð. Svo er því miður ekki. Þar sem ég stend á toppi Kirkjufellsins leiði ég hugann að mökum þeirra sem þarna afplána nú dóma sína, börnum, foreldrum, systkinum og finn innilega til með þeim, ….ég þakka fyrir að Ólafur maður minn er kominn á næsta stig í sinni afplánun, að hann stendur við hlið mér, svo til frjáls yfir hábjartan daginn. Ég bíð þess með óþreyju að hann fái ökklabandið, sem er síðast stigið í þessu útópíska ferli. Verkefni morgundagsins hjá mér er að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Ég finn að ég er á góðri leið með það. Ég mun hins vegar eiga erfiðara með að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem vernda sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem hafa ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki. Verkefni samfélagsins verður óneitanlega að horfast í augu við hve hrapalega okkur hefur mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun