Lygilegur jöfnuður? Karl Garðarsson skrifar 15. mars 2016 07:00 Ísland á Evrópumet í jafnri dreifingu launa. Raunar dreifðust tekjur jafnar milli fólks hér á landi árið 2014 en nokkru sinni hefur sést síðan mælingar hófust árið 2004. Þetta kemur fram, bæði í félagsvísum 2015 og lífskjararannsókn Hagstofunnar 2015. Samkvæmt alþjóðlegum samanburði OECD er Ísland einnig skilgreint sem hálaunaland. Samkvæmt gögnum OECD eru meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndunum og því er nær sanni að segja að Ísland sé hálaunaland, þegar litið er til kaupmáttar. Sífellt fækkar í hópi þeirra landsmanna sem hafa tekjur undir lágtekjumörkum og atvinnuþátttaka eykst. Þetta er í raun lygileg staða og ótrúlegur árangur. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að sjá aukinn jöfnuð í samfélaginu, en það er ekki þar með sagt að við viljum að allir séu á sömu launum, fyrir ólík störf. Það er grundvallaratriði að við metum menntun og ábyrgð til launa. Að öðrum kosti væri hvatinn fyrir menntun minni og erfitt gæti reynst að fá starfsmenn til að taka á sig aukna ábyrgð, með tilheyrandi álagi og auknu vinnuframlagi. Þrátt fyrir góða stöðu Íslands og íbúa landsins eigum við að geta gert enn betur. Hlutfall Íslendinga sem er undir lágtekjumörkum hefur vissulega dregist saman á milli ára en 8% er enn of hátt. Ísland er ríkt af auðlindum og tækifærum til að bæta hag þeirra sem minna hafa. Við þurfum að hlúa að þeim tækifærum og vera duglegri að nýta þau. Það er hins vegar áhyggjuefni að þrátt fyrir að tekjujöfnuður sé að aukast og kaupmáttur orðinn meiri, þá upplifir þjóðin það ekki svo að á Íslandi ríki jöfnuður. Sú upplifun er raunveruleg en snýr mun fremur að skiptingu auðs og arðs, fremur en launaumslaginu. Þegar fréttir á borð við himinháar arðgreiðslur úr tryggingarfélögum til hluthafa og gríðarlegar launahækkanir forstjóra berast dag eftir dag, er það ekkert skrítið. Þar þarf ríkið að sinna sínu hlutverki betur, að sinna hagsmunum neytenda. Það má gera betur í mörgum málum. En það má líka gleðjast yfir því sem gott er. Stundum er líka nauðsynlegt að við minnum okkur á hversu gott við raunverulega höfum það, þó með þann metnað að leiðarljósi að ávallt er hægt að sækja lengra fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ísland á Evrópumet í jafnri dreifingu launa. Raunar dreifðust tekjur jafnar milli fólks hér á landi árið 2014 en nokkru sinni hefur sést síðan mælingar hófust árið 2004. Þetta kemur fram, bæði í félagsvísum 2015 og lífskjararannsókn Hagstofunnar 2015. Samkvæmt alþjóðlegum samanburði OECD er Ísland einnig skilgreint sem hálaunaland. Samkvæmt gögnum OECD eru meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndunum og því er nær sanni að segja að Ísland sé hálaunaland, þegar litið er til kaupmáttar. Sífellt fækkar í hópi þeirra landsmanna sem hafa tekjur undir lágtekjumörkum og atvinnuþátttaka eykst. Þetta er í raun lygileg staða og ótrúlegur árangur. Það er að sjálfsögðu ánægjulegt að sjá aukinn jöfnuð í samfélaginu, en það er ekki þar með sagt að við viljum að allir séu á sömu launum, fyrir ólík störf. Það er grundvallaratriði að við metum menntun og ábyrgð til launa. Að öðrum kosti væri hvatinn fyrir menntun minni og erfitt gæti reynst að fá starfsmenn til að taka á sig aukna ábyrgð, með tilheyrandi álagi og auknu vinnuframlagi. Þrátt fyrir góða stöðu Íslands og íbúa landsins eigum við að geta gert enn betur. Hlutfall Íslendinga sem er undir lágtekjumörkum hefur vissulega dregist saman á milli ára en 8% er enn of hátt. Ísland er ríkt af auðlindum og tækifærum til að bæta hag þeirra sem minna hafa. Við þurfum að hlúa að þeim tækifærum og vera duglegri að nýta þau. Það er hins vegar áhyggjuefni að þrátt fyrir að tekjujöfnuður sé að aukast og kaupmáttur orðinn meiri, þá upplifir þjóðin það ekki svo að á Íslandi ríki jöfnuður. Sú upplifun er raunveruleg en snýr mun fremur að skiptingu auðs og arðs, fremur en launaumslaginu. Þegar fréttir á borð við himinháar arðgreiðslur úr tryggingarfélögum til hluthafa og gríðarlegar launahækkanir forstjóra berast dag eftir dag, er það ekkert skrítið. Þar þarf ríkið að sinna sínu hlutverki betur, að sinna hagsmunum neytenda. Það má gera betur í mörgum málum. En það má líka gleðjast yfir því sem gott er. Stundum er líka nauðsynlegt að við minnum okkur á hversu gott við raunverulega höfum það, þó með þann metnað að leiðarljósi að ávallt er hægt að sækja lengra fram.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar