Leikstjórnandi Njarðvíkinga dúxinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 11:15 Björk Gunnarsdóttir lét ekki þetta högg stoppa sig. Vísir/Eyþór Björk Gunnarsdóttir er lykilmaður hjá nýliðum Njarðvíkur sem hafa komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Það vissu samt örugglega færri að auk þess að vera leikstjórnandi Njarðvíkurliðsins og ein af stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar þá er Björk afburðarnámsmaður. Víkurfréttir segja frá afrekum bakvarðarins í námi sínu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Björk lauk stúdentsnáminu á aðeins tveimur og hálfu ári og varð dúx FS með meðaleinkunn upp á 9,5. Björk Gunnarsdóttir varð átján ára gömul í haust en hún lék líka stórt hlutverk með átján ára landsliðinu síðasta sumar og verður með 20 ára landsliðinu næsta sumar. Björk er með 7,2 stig, 4,1 stoðsendingu og 4,1 frákast að meðaltali í þrettán leikjum með Njarðvík í Domino´s deild kvenna í körfubolta í vetur. Það eru bara tveir leikmenn í deildinni sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í vetur en hún er í 5. sæti yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í leik. Björk hefur mjög gaman af stærðfræði og stefnir á að fara í verkfræði í háskóla. „Ég gæti hugsað mér að fara í heilbrigðisverkfræði. Ég ætlaði mér upphaflega að verða læknir og svo sló ég það út af borðinu vegna þess að það er ekki mjög mikil stærðfræði í því,“ segir Björk í viðtalinu í Víkurfréttum. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tíma afgangs fyrir félagslífið segir hún að hún mætti kannski vera örlítið duglegri þar en eigi þó góðan vinahóp sem henni þyki mjög vænt um. „Þegar maður hefur sett sér markmið að standa sig vel bæði í skólanum og íþróttum þá situr eitthvað á hakanum. En ég á mjög góða vini og fjölskyldu sem styðja þétt við bakið á mér í öllu sem ég geri,“ segir Björk meðal annars í viðtalinu í Víkurfréttum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira
Björk Gunnarsdóttir er lykilmaður hjá nýliðum Njarðvíkur sem hafa komið mörgum á óvart með flottri frammistöðu í Domino´s deild kvenna í körfubolta. Það vissu samt örugglega færri að auk þess að vera leikstjórnandi Njarðvíkurliðsins og ein af stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar þá er Björk afburðarnámsmaður. Víkurfréttir segja frá afrekum bakvarðarins í námi sínu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Björk lauk stúdentsnáminu á aðeins tveimur og hálfu ári og varð dúx FS með meðaleinkunn upp á 9,5. Björk Gunnarsdóttir varð átján ára gömul í haust en hún lék líka stórt hlutverk með átján ára landsliðinu síðasta sumar og verður með 20 ára landsliðinu næsta sumar. Björk er með 7,2 stig, 4,1 stoðsendingu og 4,1 frákast að meðaltali í þrettán leikjum með Njarðvík í Domino´s deild kvenna í körfubolta í vetur. Það eru bara tveir leikmenn í deildinni sem hafa gefið fleiri stoðsendingar í vetur en hún er í 5. sæti yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í leik. Björk hefur mjög gaman af stærðfræði og stefnir á að fara í verkfræði í háskóla. „Ég gæti hugsað mér að fara í heilbrigðisverkfræði. Ég ætlaði mér upphaflega að verða læknir og svo sló ég það út af borðinu vegna þess að það er ekki mjög mikil stærðfræði í því,“ segir Björk í viðtalinu í Víkurfréttum. Aðspurð hvort hún hafi einhvern tíma afgangs fyrir félagslífið segir hún að hún mætti kannski vera örlítið duglegri þar en eigi þó góðan vinahóp sem henni þyki mjög vænt um. „Þegar maður hefur sett sér markmið að standa sig vel bæði í skólanum og íþróttum þá situr eitthvað á hakanum. En ég á mjög góða vini og fjölskyldu sem styðja þétt við bakið á mér í öllu sem ég geri,“ segir Björk meðal annars í viðtalinu í Víkurfréttum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Sjá meira