Laun gjaldkera og stjórnenda hækkað mest í bönkunum Ingvar Haraldsson skrifar 21. mars 2016 07:00 Laun starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa hækkað um 18 prósent að meðaltali milli kannana. Gjaldkerar, millistjórnendur og stjórnendur eru þeir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem framkvæmd var í febrúar síðastliðnum. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnuninni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 prósent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannanna.Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kanna. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrirtækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þúsund króna í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín jókst um 4,9 prósentustig milli kannanna og nam 79,6 prósent í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamningum. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svarenda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósent í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
Gjaldkerar, millistjórnendur og stjórnendur eru þeir starfsmenn fjármálafyrirtækja sem mest hafa hækkað í launum síðustu þrjú ár. Þetta kemur fram í nýrri kjarakönnun Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem framkvæmd var í febrúar síðastliðnum. Meðalheildarlaun þeirra sem tóku þátt í könnuninni nema 692 þúsund krónum samkvæmt könnuninni og hafa hækkað um 18 prósent frá síðustu könnun samtakanna sem gerð var í febrúar árið 2013. Gjaldkerar hafa hækkað um 27 prósent í launum á þremur árum og eru heildarlaun þeirra að meðaltali 434 þúsund krónur á mánuði en voru 342 þúsund krónur í febrúar 2013. Þá hafa laun millistjórnenda í bankakerfinu hækkað um 26 prósent og eru nú 801 þúsund krónur að meðaltali. Laun stjórnenda bankanna nema að meðaltali 1.226 þúsund krónum á mánuði og hafa hækkað um 21 prósent milli kannanna.Meðallaun sérfræðinga eru 720 þúsund krónur á mánuði og hafa hækkað um 13 prósent á milli kanna. Talsverður launamunur er þó meðal sérfræðinga fjármálafyrirtækja. Þannig eru sérfræðingar sem starfa í eignastýringu með 852 þúsund króna í laun að meðaltali en sérfræðingar í einstaklingsráðgjöf með að meðaltali 524 þúsund krónur í laun á mánuði. Hlutfall starfsmanna fyrirtækjanna sem segjast mjög eða frekar ánægðir með laun sín jókst um 4,9 prósentustig milli kannanna og nam 79,6 prósent í könnuninni. Þá telur SSF áhyggjuefni hve margir starfsmenn séu á fastlaunasamningum. Starfsmenn hafi kvartað undan auknu vinnuálagi í kjölfarið og fjölgun ógreiddra yfirvinnustunda. Í könnuninni töldu 15,5 prósent sig vinna fleiri stundir en þau fá greitt fyrir, en árið 2010 töldu 11,6% svarenda það sama. Alls fá 34,7 prósent svarenda ekki greitt fyrir yfirvinnu miðað við 25,6 prósent árið 2010. Meðalheildarlaun karla voru 822 þúsund krónur á mánuði en kvenna 609 þúsund krónur á mánuði. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær jókst launamunur kynjanna milli kannana þegar búið var að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar. Launamunurinn nam 12,9 prósent í könnuninni en var 12,1 prósent í könnuninni árið 2013 og 11,9 prósent árið 2010. Alls svöruðu 2.893 félagsmenn SSF könnunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira