Kína úti í mýri Trúður nú við stýri Búið er ævintýri Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar 2. desember 2016 00:00 Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Utanríkisnefnd Bandaríkjanna sagði árið 2007 að samband þjóðarinnar við Kína yrði það mikilvægasta á 21. öldinni. Eftir 35 ár af endurbættum tengslum voru þessar tvær þjóðir búnar að byggja upp samband sem hafði verið óhugsanlegt aðeins nokkrum áratugum áður. Sá sögulegi fundur sem þáverandi forseti Bandaríkjanna, Richard Nixon, átti við formann kínverska alþýðuveldisins, Maó Tsetung, árið 1973 bar ákveðna kaldhæðni í för með sér. Á þeim tíma lét Maó það út úr sér að honum líkaði vel við það að sjá hægrimenn rísa til valda. Sú kaldhæðni hefur núna náð hámarki þar sem báðum þjóðum verður brátt stjórnað af tveimur íhaldssömum einstaklingum. Á kínversku hliðinni er það Xi Jinping, sem stjórnað hefur Kína síðan 2012. Þrátt fyrir að hafa verið talinn umbótasinni á sínum tíma, þá hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa mannréttindi og ýta undir þjóðernishyggju mun meira en forverar hans. Á hinn bóginn er það næstverðandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sem mun taka við embættinu 20. janúar á næsta ári. Ef samband þessara tveggja þjóða er í raun það mikilvægasta í heiminum í dag, þá þarf vandlega að skoða þær afleiðingar sem leiðtogar þeirra gætu leitt af sér.Viðhorf Kínverja Eftir að hafa horft upp á Donald Trump móðga Kínverja og ásaka þá um að “nauðga” bandaríska hagkerfinu, væri erfitt að hugsa til þess að honum yrði vel tekið í alþýðuveldinu. Það virðist hins vegar svo að milljarðamæringurinn njóti óvenju mikilla vinsælda í Kína. Í Henan-héraði til dæmis er fyrirtæki sem ber nafnið Trump Consulting. Fyrirtækið sem sérhæfir sig í eignaumsjón hefur engin tengsl við Donald Trump, en segist hins vegar hafa fengið innblástur frá honum. Í borginni Shenzhen er einnig fyrirtæki sem framleiðir klósettsetur og baðherbergisinnréttingar og ber það fyrirtæki nafnið Shenzhen Trump Industries. Dóttir milljarðamæringsins, Ivanka, er með yfir 14.000 fylgjendur á blogg-síðu sinni Sina Weibo (kínverska útgáfan af Twitter). Það er að vísu önnur ljós ástæða fyrir því að Kínverjar kunna betur við Trump en búast mætti við. Donald Trump virðist gefa ríkisstjórninni í Peking tilvalið tækifæri til að gagnrýna vestræna lýðræðiskerfið. Í áratugi hefur kínverska ríkisstjórnin reynt að benda á að það lýðræði sem vestræn ríki hafa hrósað og reynt að kynna fyrir Kínverjum er alls ekki fullkomið. Eftir sigur Trumps birti íhaldssama ríkisrekna dagblaðið Global Times grein sem sagði að þetta væri “sönnunargagn þess að bandarískir kjósendur höfðu fengið nóg af stjórnmálum í Washington”. Sama blaðið birti á þessu ári skoðanakönnun sem sýndi það að 54% af Kínverjum myndu kjósa Donald Trump, hefðu þeir kost á því.Hvar liggur ógnin? Þó svo að margir Kínverjar hafa áhyggjur af því að Trump gæti verið herskár eða hvatvís, þá virðist sem vanþekking hans á utanríkismálum gæti gagnast þeim. Á undanförnum árum hefur Obama verið harður í garð Kínverja og þá sérstaklega þegar kemur að landhelgisdeilum þeirra við önnur ríki í Suður-Kínahafi. Hefði Hillary Clinton unnið töldu margir Kínverjar það líklegt að hún myndi viðhalda þeirri stefnu til að halda kínversku ríkisstjórninni í skefjum. Trump hefur hins vegar sagst fyrirlíta utanríkisstefnu þeirra beggja og lofaði að endursmíða utanríkisstefnu Bandaríkjanna með mikilmennskubrag, eins óljós og sú stefna virðist vera. Kínverjar virtust hreinlega ekki kunna vel við Hillary. Sem utanríkisráðherra hafði hún ekki aðeins gagnrýnt mannréttindi og ritskoðun í landinu, heldur líka ásakað Kínverja um að stela leyniskjölum og mikilvægum viðskiptaupplýsingum. Og þó svo að stjórnvöld í Kína séu kannski ekki fagnandi yfir sigri Donalds Trump, þá hefur vanhæfni fjölmiðla til að spá fyrir um sigur hans verið himnasending til þeirra í von um að sýna fram á að vestrænum fjölmiðlum sé stjórnað af hlutdrægni og spillingu. Spjót Donalds Trump virðast hafa að mestu leyti beinst gegn kínverskum efnahagsdeilum. Hann hefur ásakað Kínverja um að stela bandarískum störfum og fylgi hann þeirri stefnu eftir að formlega ásaka Kínverja fyrir að ráðskast með bandarísku myntina eða að setja 45% viðskiptatoll á þjóðina mun það hafa verulegar afleiðingar fyrir efnahagskerfið um heim allan. Kínverjar hafa einnig hótað að hætta verslun með Boeing-þotur, Iphone-síma og bandarískt maískorn ef Trump ákveður að leggja í efnahagsstríð. Einnig hefur næstverðandi forseti varið seinustu árum í það að tala um hvað Bandaríkin hafi orðið veikburða undir stjórn Obama og þurfi að endurvekja styrkleika sinn í heiminum. Fyrir frekar stríðsglaða þjóð þá getur svona orðræða vakið upp ákveðna áhættuklemmu. Þess ber að minnast að ríkisstjórn Bandaríkjanna ber skylda til að verja Tævan og önnur nágrannaríki ef Kína skyldi bregðast hernaðarlega við. Ógnin er sú, að ef Donald Trump kýs að bregðast við aðgerðum Kínverja á næstu árum með sömu hvatvísi og hann hefur brugðist við stórstjörnum á Twitter klukkan þrjú að morgni, þá verður samband þessarra tveggja þjóða óumdeilanlega það mikilvægasta á 21. öldinni, en engan veginn eins og friðsælt og allir hefðu vonast eftir.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun