Alþingi bæti kjör aldraðra og öryrkja! Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2016 06:00 Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á Alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu. Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatrygginga, hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á Alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að Alþingi mundi taka rögg á sig, gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt. Með því hefði álit á Alþingi stóraukist. Því hefði ekki verið vanþörf á.Ekkert gerðist Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt. Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja. Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra að aðhafast ekkert. Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt. Ég skrifaði líka forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að Alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Forseti Alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól. Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.Alþingi brást í fyrra Alþingi brást öldruðum og öryrkjum í fyrra. Til þess að kóróna ósómann felldi Alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.Ný áskorun á Alþingi Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á Alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á Alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu. Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á Alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Um þetta leyti í fyrra skoraði ég á Alþingi að bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið, að þau dygðu til sómasamlegrar framfærslu. Ég gerði þetta í grein í Fréttablaðinu. Ég benti á, að þeir aldraðir og öryrkjar, sem aðeins hefðu lífeyri almannatrygginga, hefðu ekki fyrir öllum útgjöldum og gætu ekki leyst út lyfin sín eða yrðu að sleppa því að fara til læknis þó nauðsynlegt væri. Ég skoraði á Alþingi að leysa málið strax. Ég var svo grænn, að ég hélt að Alþingi mundi taka rögg á sig, gera þverpólitíska sátt og afgreiða kjarabætur til aldraðra og öryrkja í allsherjar sátt. Með því hefði álit á Alþingi stóraukist. Því hefði ekki verið vanþörf á.Ekkert gerðist Ekkert gerðist. Alþingi gerði ekki neitt. Alþingi hafði engan áhuga á að leysa vanda aldraðra og öryrkja. Alþingi hefur greinilega fundist þægilegra að aðhafast ekkert. Það hefði verið talsverð vinna að koma á þverpólitískri sátt. Ég skrifaði líka forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni; bað um að hann hefði forgöngu fyrir því, að Alþingi samþykkti kjarabætur fyrir aldraða og öryrkja. Forseti Alþingis brást líka. Hann stakk bréfinu undir stól. Hann hafði sama hátt á og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá öldruðum og öryrkjum. Þeir stinga bréfunum ofan í skúffu.Alþingi brást í fyrra Alþingi brást öldruðum og öryrkjum í fyrra. Til þess að kóróna ósómann felldi Alþingi við afgreiðslu fjárlaga að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur eins og öðrum í þjóðfélaginu. Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, ofbauð þetta. Hann gagnrýndi það í sjónvarpinu við umræður um forsetaembættið, að aldraðir og öryrkjar skyldu ekki fá afturvirkar kjarabætur í fyrra eins og aðrir.Ný áskorun á Alþingi Ástandið er enn þannig í kjaramálum þeirra aldraðra og öryrkja, sem eingöngu verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum, að þeir eiga ekki fyrir öllum útgjöldum. Þeir hafa ekki nóg til framfærslu. Ég vil því enn á ný skora á Alþingi að leysa mál þessa fólks. Ég skora á Alþingi að hækka lífeyri þessa hóps þannig, að dugi til framfærslu. Ég tel, að hækka þurfi lífeyrinn um 50 þúsund krónur á mánuði að lágmarki til þess að lífeyrir dugi til sómasamlegrar framfærslu. Hækka á verst stadda hópinn um þessa fjárhæð og aðrir aldraðir og öryrkjar hækki hlutfallslega. Ég skora á Alþingi að gera þverpólitíska sátt til þess að leysa framfærsluvanda aldraðra og öryrkja.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun