Farvel VÍS Þorsteinn Sæmundsson skrifar 11. mars 2016 07:00 Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskiptasamband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði fortíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einnig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgisveginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkissjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með viðskipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Samband mitt við VÍS og forvera þess spannar rúmlega fjörutíu ár. Á þeim árum hefur ýmislegt gengið á í starfi félagsins. Það hefur breyst úr því að vera gagnkvæmt tryggingafélag sem í raun er undir stjórn tryggingataka og í það að vera hlutafélag í eigu fárra. Hlutafélagið hefur ítrekað orðið fyrir því að óvandaðir menn hafa farið þar um og afgreitt sig sjálfir. Nú á enn einu sinni að ryksuga fé út úr félaginu í þágu fárra, meira að segja á tíma þegar samtök alþýðu í landinu eiga ráðandi hlut í félaginu. Allan þann tíma sem viðskiptasamband mitt og VÍS hefur staðið hefur undirritaður sýnt félaginu tryggð, líka á þeim tímum þegar brotsjóir spillingar riðu yfir, mest vegna þess að félagið ræður yfir afar færu og lipru starfsfólki sem hefur komið til liðs í þau fáu skipti sem óhöpp hafa ratað á fjörur mínar. Nú þegar við blasir að ný kynslóð græðgismanna er mætt á sviðið og ætlar að endurtaka vonda siði fortíðarinnar, ætlar að skammta sér stórfé á kostnað tryggingartaka og eftir að hafa hækkað iðgjöld þeirra er mælirinn fullur. Í ljós hefur einnig komið að útgreiðsla væntanlegs arðs verður fjármögnuð með skuldabréfaútgáfu með drjúgri ávöxtun. Viðskiptavinir munu að óbreyttu greiða herkostnaðinn af þessu. Það er vandi að finna sér nýtt tryggingarfélag. Hin tvö stóru félögin hafa ratað sama græðgisveginn, meira að segja félag sem endurreist var fyrir skattfé og selt fjárfestum með drjúgu tapi ríkissjóðs. Almannahagur virðist ekki skipta þetta fólk neinu máli. Það er miður. Ég ætla hins vegar ekki að láta menn komast upp með þessa framkomu einu sinni enn og mun því leita á ný mið með viðskipti mín. Ég sé eftir þjónustulund starfsmanna VÍS og óska þeim alls hins besta. Ég vona að uppskera eigendanna verði í samræmi við sáninguna. Farvel VÍS.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar