Þar til dauðinn aðskilur Lára V. Júlíusdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun