Ofurtollar hækkaðir, auknar álögur á barnafjölskyldur og tekjulitla Þórólfur Matthíasson skrifar 11. mars 2016 07:00 Í 13. gr. nýgerðs samnings landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo, orðrétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir breytingu á tollalögum til að breyta magntollum á mjólkur- og undarrennudufti (sic) og ostum til sama raunverðs og gilti í júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru þegar farnir að undirbúa framkvæmd þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoðað tvær mögulegar útfærslur á ákvæðinu. Annars vegar með því að miða við breytingar á verði gjaldmiðla (m.v. gengi SDR) og hins vegar með því að miða við vísitölu neysluverðs. Sé miðað við gengisbreytingar ættu magntollar samkvæmt umræddri grein að hækka um 81,5%. Sé miðað við vísitölu neysluverðs ættu magntollar samkvæmt 13. grein að hækka um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telja 81,5% vera of litla hækkun og leggja til að umræddir magntollar hækki um 148,9% að verðgildi! Nú er það svo að miklar hækkanir einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að skipta miklu máli sé vægi viðkomandi kostnaðarliðar í heildarkostnaði lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar endanlegs útsöluverðs er því breytilegt eftir því hversu dýrir ostarnir eru hjá erlendum birgjum. Að minni ósk reiknaði forstjóri Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun magntollanna um 148,9% hefði á kostnaðarverð erlendra osta sem eru til sölu í kæliborðum fyrirtækisins. Niðurstaðan kemur fram í meðfylgjandi töflu. Til skoðunar eru fjórir ostar, Mozzarella-ostur og smurostur (Buko) sem eru í ódýrari kantinum. Tveir dýrir ostar eru einnig til skoðunar, Parmesan annars vegar og Camembert hinsvegar.Af töflunni má auðveldlega ráða að ódýrari ostarnir (Mozzarella og Buko) hækka hlutfallslega mun meira en hinir dýrari (Camembert og Parmesan). Nú skiptir kannski ekki öllu máli þó samkeppnisstaða Mozzarella osta á Íslandi sé skekkt samanborið við Parmesan. Það sem er alvarlegt og alþingismenn og kjósendur ættu að athuga vel er sú staðreynd að tollabreytingin mun því veita ódýrustu íslenskt framleiddu ostunum meira skjól en þeim íslenskum ostum sem dýrastir eru. Það má reikna með því að í kjölfar tollahækkunarinnar muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru til daglegs brúks, brauðostar og skólaostar, hækka umfram aðra osta og aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar verða fyrir mestum búsifjum af völdum þessara hækkana. Vonandi tekst Alþingi að koma í veg fyrir að umræddur samningur öðlist gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Í 13. gr. nýgerðs samnings landbúnaðarráðherra, fjármálaráðherra og bændasamtaka um starfsskilyrði nautgriparæktar segir svo, orðrétt: „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun beita sér fyrir breytingu á tollalögum til að breyta magntollum á mjólkur- og undarrennudufti (sic) og ostum til sama raunverðs og gilti í júní 1995“. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins eru þegar farnir að undirbúa framkvæmd þessa ákvæðis. Þeir munu hafa skoðað tvær mögulegar útfærslur á ákvæðinu. Annars vegar með því að miða við breytingar á verði gjaldmiðla (m.v. gengi SDR) og hins vegar með því að miða við vísitölu neysluverðs. Sé miðað við gengisbreytingar ættu magntollar samkvæmt umræddri grein að hækka um 81,5%. Sé miðað við vísitölu neysluverðs ættu magntollar samkvæmt 13. grein að hækka um 148,9%. Starfsmenn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins telja 81,5% vera of litla hækkun og leggja til að umræddir magntollar hækki um 148,9% að verðgildi! Nú er það svo að miklar hækkanir einstakra kostnaðarliða þurfa ekki að skipta miklu máli sé vægi viðkomandi kostnaðarliðar í heildarkostnaði lítið. Áhrif magntollsins til hækkunar endanlegs útsöluverðs er því breytilegt eftir því hversu dýrir ostarnir eru hjá erlendum birgjum. Að minni ósk reiknaði forstjóri Haga út hvaða áhrif lofuð hækkun magntollanna um 148,9% hefði á kostnaðarverð erlendra osta sem eru til sölu í kæliborðum fyrirtækisins. Niðurstaðan kemur fram í meðfylgjandi töflu. Til skoðunar eru fjórir ostar, Mozzarella-ostur og smurostur (Buko) sem eru í ódýrari kantinum. Tveir dýrir ostar eru einnig til skoðunar, Parmesan annars vegar og Camembert hinsvegar.Af töflunni má auðveldlega ráða að ódýrari ostarnir (Mozzarella og Buko) hækka hlutfallslega mun meira en hinir dýrari (Camembert og Parmesan). Nú skiptir kannski ekki öllu máli þó samkeppnisstaða Mozzarella osta á Íslandi sé skekkt samanborið við Parmesan. Það sem er alvarlegt og alþingismenn og kjósendur ættu að athuga vel er sú staðreynd að tollabreytingin mun því veita ódýrustu íslenskt framleiddu ostunum meira skjól en þeim íslenskum ostum sem dýrastir eru. Það má reikna með því að í kjölfar tollahækkunarinnar muni íslenskir ostar sem ætlaðir eru til daglegs brúks, brauðostar og skólaostar, hækka umfram aðra osta og aðrar mjólkurvöru. Ég læt lesendum eftir að meta hvaða þjóðfélagshópar verða fyrir mestum búsifjum af völdum þessara hækkana. Vonandi tekst Alþingi að koma í veg fyrir að umræddur samningur öðlist gildi.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun