Heimsins hraðasti trjádrumbur Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2016 10:18 Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað. Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent
Það eru ekki margir trjádrumbar sem eru á fjórum hjólum en bóndi einn í Kanada smíðaði bíl úr trjádrumbi og setti í hann rafmótora og tvær vindtúrbínur. Bíllinn er nú skráður hjá heimsmetabók Guinness sem hraðasti trjádrumbur heims en til þess þurfti eigandi hans að aka langa vegalengd í báðar áttir og náði að halda 80 km hraða, en eigandinn heldur að hægt sé að aka honum á allt að 200 til 250 km hraða. Eigandinn vildi fara vel með “bílinn” því hann verður seldur í góðgerðarmál til að safna fyrir hermenn sem hættir eru þjónustu. Meiningin í upphafi var að setja fjögur hjól undir bílinn og gera hann eins einfaldan og hægt væri með um 60 tíma vinnu, en það endaði í hundruðum klukkutíma. Sá sem prófaði bílinn í þessu myndskeiði segir að bara lyktin af bílnum sé sú allra besta sem hann hafi fundið í nýjum bíl. Furðulegri bíl hefur hann líklega aldrei prófað.
Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent