Bændur græða landið í 25 ár Þórarinn Pétursson skrifar 14. janúar 2016 07:00 Árið 1990 hófst samvinnuverkefni bænda og Landgræðslunnar undir yfirskriftinni Bændur græða landið. Um sex hundruð bændur taka árlega þátt í verkefninu og nánast allir halda þeir sauðfé. Verkefnið hefur gengið afskaplega vel og ætla má að bændur hafi grætt upp um tugi þúsunda hektara lands á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er. Samvinnan felst í grófum dráttum í því að Landgræðslan veitir ráðgjöf, leggur til fræ og styrkir bændur til áburðarkaupa. Bændur leggja á móti til hluta áburðarverðsins, gamalt hey, vélar og tæki. Mikilvægasta framlag bænda er þó líklega falið í þekkingu þeirra á landinu og óeigingjörnu vinnuframlagi.Framlag bænda hleypur á hundruðum milljóna Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslunni má ætla að hátt í 30.000 tonn af áburði og nærri 300 tonn af fræi hafi verið notuð í þetta verkefni. Að auki hefur óhemju mikið af moði, húsdýraáburði og heyrudda verið notað. Um allt land sá bændur í börð, bera á flagmóa, græða upp mela og sitthvað fleira. Vinnustundirnar að baki áburðar- og frædreifingunni teljast í tugum þúsunda. Þá er ótalin vinna við dreifingu á moði, heyi og húsdýraáburði eða olía og notkun á tækjum og tólum, sem auðvitað kostar líka peninga. Sé allt reiknað, má fullyrða að framlag bænda nemi hundruðum milljóna króna. En sauðfjárbændur sjá hvorki eftir tíma né peningum í uppgræðslu og landbætur. Síður en svo.Nánast öll framleiðslan undir gæðastýringu Sjálfbær landnýting er sauðfjárbændum afskaplega mikilvæg og við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að sýna ást okkar á landinu í verki. Samvinnan við Landgræðsluna hefur lengi verið mikil og góð. Bændur græða landið er dæmi um farsælt samvinnuverkefni, en auk þess taka bændur þátt í fjölda annarra verkefna sem snúa að uppgræðslu, landnýtingu og beitarstýringu. Víða um land eru líka starfandi landgræðslufélög sem hafa lagt mikið af mörkum. Bændur bera hitann og þungann af starfinu í mörgum þeirra. Í rúman áratug hafa sauðfjárbændur líka unnið ötullega að því að bæta búskap sinn og tryggja markaðnum hágæða vöru með sérstöku gæðastýringarkerfi. Sjálfbærni er hér lykilhugtak. Nánast öll lambakjötsframleiðsla á Íslandi, eða 93%, er nú undir merkjum gæðastýringar. Ef fer sem horfir, verður þetta brátt algilt kerfi.Samvinna um að bæta kerfið Gæðastýring í sauðfjárrækt er valkvætt kerfi þar sem bændur taka af fúsum og frjálsum vilja á sig skuldbindingar af ýmsu tagi, m.a. um landnýtingu og landbætur. Gengið var frá samningi við ríkið fyrir sextán árum og síðan hafa bændur átt í náinni samvinnu við ýmsar stofnanir þess. Gæðastýringin tekur m.a. til skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fóðuröflunar. Auðvitað koma upp hnökrar hér og hvar í kerfinu, en reynt er að bæta úr þeim jafn óðum. Það var gert síðast með breytingu á reglugerð um landbótahluta gæðastýringar í fyrra. Sauðfjárbændur komu að undirbúningi þeirrar breytingar ásamt Bændasamtökunum, Matvælastofnun, atvinnuvegaráðuneytinu og Landgræðslunni.Íslenskur landbúnaður til fyrirmyndar Íslenskir bændur eru svo sannarlega gæslumenn landsins, enda fáir sem lifa og starfa í jafn nánum tengslum við náttúruna. Bændur hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að ekki er hægt að beita á land sem ekki ber það. Því hafa menn um árabil tamið sér að taka út afrétti í samvinnu við Landgræðsluna áður en fé er hleypt á þá. Þetta er gert á hverju einasta vori og verður aftur gert á vori komanda. Ábyrgir sauðfjárbændur hleypa ekki fé á fjall fyrr en gefið hefur verið grænt ljós. Af því að gróður var seinna á ferðinni en venjulega síðasta vor – fór féð seinna á fjall. Víða um heim horfa bændur til Íslands sem fyrirmyndar um heilbrigðan og sjálfbæran búskap sem rekinn er í sátt við land og náttúru. Sauðfjárbændur eru stoltir af því og ekki tilbúnir að gefa neinn afslátt af sjálfbærum og gæðastýrðum búskaparháttum.Sjálfbær sauðfjárrækt Eiturefnanotkun er hverfandi í íslenskum landbúnaði og hvergi er notað minna af lyfjum eða áburði. Hormónagjöf er bönnuð og reglur um dýravelferð eru líka þær ströngustu sem fyrirfinnast og svo mætti áfram telja. Til marks um heilbrigði sjálfbærrar, íslenskrar sauðfjárræktar má meðal annars hafa þá staðreynd að bandaríska Whole Foods verslanakeðjan hefur selt íslenskt lambakjöt um árabil og slegið var met í þeim útflutn- ingi síðasta haust. Allt bendir til þess að þessi viðskipti geti enn aukist. Þá gengur ágætlega að koma lambinu á matseðla á veitingastöðum þar ytra. Neytendur vestra eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir þjóðarrétt Íslendinga – hreint hágæða kjöt af íslensku sauðfé. Gæðastýring, sem innifelur m.a. skipulegar landbætur, er hluti af sjálfbærri sauðfjárframleiðslu á Íslandi. Hið sama gildir um nána samvinnu við Landgræðsluna í aldarfjórðung undir merkjum verkefnisins Bændur græða landið. Megi sú samvinna haldast náin og heiðarleg í önnur 25 ár – og miklu lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Árið 1990 hófst samvinnuverkefni bænda og Landgræðslunnar undir yfirskriftinni Bændur græða landið. Um sex hundruð bændur taka árlega þátt í verkefninu og nánast allir halda þeir sauðfé. Verkefnið hefur gengið afskaplega vel og ætla má að bændur hafi grætt upp um tugi þúsunda hektara lands á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er. Samvinnan felst í grófum dráttum í því að Landgræðslan veitir ráðgjöf, leggur til fræ og styrkir bændur til áburðarkaupa. Bændur leggja á móti til hluta áburðarverðsins, gamalt hey, vélar og tæki. Mikilvægasta framlag bænda er þó líklega falið í þekkingu þeirra á landinu og óeigingjörnu vinnuframlagi.Framlag bænda hleypur á hundruðum milljóna Samkvæmt upplýsingum frá Landgræðslunni má ætla að hátt í 30.000 tonn af áburði og nærri 300 tonn af fræi hafi verið notuð í þetta verkefni. Að auki hefur óhemju mikið af moði, húsdýraáburði og heyrudda verið notað. Um allt land sá bændur í börð, bera á flagmóa, græða upp mela og sitthvað fleira. Vinnustundirnar að baki áburðar- og frædreifingunni teljast í tugum þúsunda. Þá er ótalin vinna við dreifingu á moði, heyi og húsdýraáburði eða olía og notkun á tækjum og tólum, sem auðvitað kostar líka peninga. Sé allt reiknað, má fullyrða að framlag bænda nemi hundruðum milljóna króna. En sauðfjárbændur sjá hvorki eftir tíma né peningum í uppgræðslu og landbætur. Síður en svo.Nánast öll framleiðslan undir gæðastýringu Sjálfbær landnýting er sauðfjárbændum afskaplega mikilvæg og við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að sýna ást okkar á landinu í verki. Samvinnan við Landgræðsluna hefur lengi verið mikil og góð. Bændur græða landið er dæmi um farsælt samvinnuverkefni, en auk þess taka bændur þátt í fjölda annarra verkefna sem snúa að uppgræðslu, landnýtingu og beitarstýringu. Víða um land eru líka starfandi landgræðslufélög sem hafa lagt mikið af mörkum. Bændur bera hitann og þungann af starfinu í mörgum þeirra. Í rúman áratug hafa sauðfjárbændur líka unnið ötullega að því að bæta búskap sinn og tryggja markaðnum hágæða vöru með sérstöku gæðastýringarkerfi. Sjálfbærni er hér lykilhugtak. Nánast öll lambakjötsframleiðsla á Íslandi, eða 93%, er nú undir merkjum gæðastýringar. Ef fer sem horfir, verður þetta brátt algilt kerfi.Samvinna um að bæta kerfið Gæðastýring í sauðfjárrækt er valkvætt kerfi þar sem bændur taka af fúsum og frjálsum vilja á sig skuldbindingar af ýmsu tagi, m.a. um landnýtingu og landbætur. Gengið var frá samningi við ríkið fyrir sextán árum og síðan hafa bændur átt í náinni samvinnu við ýmsar stofnanir þess. Gæðastýringin tekur m.a. til skýrsluhalds, hirðingar, aðbúnaðar, lyfjanotkunar og fóðuröflunar. Auðvitað koma upp hnökrar hér og hvar í kerfinu, en reynt er að bæta úr þeim jafn óðum. Það var gert síðast með breytingu á reglugerð um landbótahluta gæðastýringar í fyrra. Sauðfjárbændur komu að undirbúningi þeirrar breytingar ásamt Bændasamtökunum, Matvælastofnun, atvinnuvegaráðuneytinu og Landgræðslunni.Íslenskur landbúnaður til fyrirmyndar Íslenskir bændur eru svo sannarlega gæslumenn landsins, enda fáir sem lifa og starfa í jafn nánum tengslum við náttúruna. Bændur hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að ekki er hægt að beita á land sem ekki ber það. Því hafa menn um árabil tamið sér að taka út afrétti í samvinnu við Landgræðsluna áður en fé er hleypt á þá. Þetta er gert á hverju einasta vori og verður aftur gert á vori komanda. Ábyrgir sauðfjárbændur hleypa ekki fé á fjall fyrr en gefið hefur verið grænt ljós. Af því að gróður var seinna á ferðinni en venjulega síðasta vor – fór féð seinna á fjall. Víða um heim horfa bændur til Íslands sem fyrirmyndar um heilbrigðan og sjálfbæran búskap sem rekinn er í sátt við land og náttúru. Sauðfjárbændur eru stoltir af því og ekki tilbúnir að gefa neinn afslátt af sjálfbærum og gæðastýrðum búskaparháttum.Sjálfbær sauðfjárrækt Eiturefnanotkun er hverfandi í íslenskum landbúnaði og hvergi er notað minna af lyfjum eða áburði. Hormónagjöf er bönnuð og reglur um dýravelferð eru líka þær ströngustu sem fyrirfinnast og svo mætti áfram telja. Til marks um heilbrigði sjálfbærrar, íslenskrar sauðfjárræktar má meðal annars hafa þá staðreynd að bandaríska Whole Foods verslanakeðjan hefur selt íslenskt lambakjöt um árabil og slegið var met í þeim útflutn- ingi síðasta haust. Allt bendir til þess að þessi viðskipti geti enn aukist. Þá gengur ágætlega að koma lambinu á matseðla á veitingastöðum þar ytra. Neytendur vestra eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir þjóðarrétt Íslendinga – hreint hágæða kjöt af íslensku sauðfé. Gæðastýring, sem innifelur m.a. skipulegar landbætur, er hluti af sjálfbærri sauðfjárframleiðslu á Íslandi. Hið sama gildir um nána samvinnu við Landgræðsluna í aldarfjórðung undir merkjum verkefnisins Bændur græða landið. Megi sú samvinna haldast náin og heiðarleg í önnur 25 ár – og miklu lengur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun