Er skömmin mín? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 8. apríl 2016 09:48 Mér líður illa. Síðan ég horfði á Kastljósþáttinn umtalaða hef ég upplifað margar vondar tilfinningar. Ég er að upplifa mikla sorg, reiði, svekkelsi, vonleysi og depurð yfir því hvernig er komið fyrir landinu mínu og þjóð....og ég ber ábyrgð á því. Eins og margir aðrir í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 ákvað ég að kjósa Framsókn og þá sér í lagi SDG sem mér fannst með framgöngu sinni í InDefence hópnum, andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, fyrirheit um aðgerðir til að rétta við heimilin í landinu, og þá sér í lagi að afnema verðtryggingu lána, og láta ekki undan kröfuhöfum föllnu bankana vegna skulda sem hefðu að öllu óbreyttu komið þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð vegna fjárglæfrastarfssemi fárra vera stefna sem ég gæti stutt. Ég hélt í einfeldni minni að framsóknarflokkurinn hefði tekið rækilega til í sínum ranni og nú væri komið fólk til valda innan hans sem vildi leiðrétta það sem hefði verið látið viðgangast á árunum fyrir hrun. Með SDG í fararbroddi leit þetta nokkuð vel út, virtist vera alþýðlegur maður og líklegur til að leiða flokkinn inn á nýjar brautir og losa hann við þann ljóta spillingarstimpil sem hann hafði fengið á sig. Og til þess að fylgja sannfæringu minni rækilega eftir skráði ég mig í flokkinn... Ég átti að vita betur, ég átti að kynna mér betur manninn og hvað stæði að baki honum áður en ég kaus hann. Skömmin er mín. Enda fóru að renna á mig tvær grímur fljótlega eftir kosningar eða á þeirri mínútu sem hann með umboð til að mynda ríkisstjórn fór beint til formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði með honum ríkisstjórn. Ég skildi þetta ekki alveg, hvernig stóð á því að hann myndaði ríkisstjórn með flokknum sem í hugum margra bar beinlínis ábyrgð á hruninu verandi samfellt í ríkisstjórn í mörg ár í aðdraganda þess og kom á spiltu lagalegu og fjármálalegu umhverfi sem orsakaði hrunið. Flokkinn sem hafði nánast gert út af við Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfi á árunum fyrir hrun. Þetta var flokkurinn sem hann sneri sér fyrst til ! Ég skil þetta núna, ég skil núna að ég var hafður að fífli svo ég hef því eftir vendingar síðustu daga sagt mig úr flokknum. Ég skil núna að „fyrir heimilin í landinu“ var bara leikrit sem sett var á svið svo það væri hægt að halda áfram að maka krókinn fyrir sig og sína bak við tjöldin, svo hægt væri að útbýta bitlingum til vina og vandamanna, halda áfram að soga út auð íslensku þjóðarinnar og rétta fáum útvöldum. Svo neitaði hann að segja af sér. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann væri að valda íslensku samfélagi. Það er eins og hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Það var verið að útvarpa og sjónvarpa því útum allan heim að Forsætisráðherra Íslands væri tengdur félagi í skattaskjóli eins og ótíndur glæpamaður. Hann leyndi því að hann ætti eða hefði átt í þessu félagi, hann reyndi að ljúga sig frá því vitandi upp á sig skömmina og hann skammast sín ekki. En ég skammast mín, ég sit uppi með skömmina að hafa kosið hann og treyst honum fyrir því að lagfæra það sem miður hafði farið. Að laga Ísland svo ég gæti verið stoltur Íslendingur á ný. Ekki efast ég um það að það verði hlegið að mér fyrir að hafa verið svona vitlaus....en ég þoli það alveg, ég get alveg viðkennt það þegar ég hef rangt fyrir mér. En ég þoli ekki að láta hafa mig að fífli og það mun ég ekki líða. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja Íslandi vel, vilja byggja upp íslenskt samfélag á grunni velferðar, jafnréttis og jafnræðis að rísa upp. Láta til sín taka og stofna stjórnmálaafl sem hefur enga tengingu við hagsmunahópa og/eða persónulega hagsmuni að verja. Venjulegt fólk eins og mig og þig, fólk sem vill raunverulegar breytingar Íslendingum öllum til heilla. Afl þar sem hagsmunir heildarinnar eru ávalt hafðir að leiðarljósi án þess að draga úr eða hefta frelsi einstaklingsins til framkvæmda og nýsköpunar. Afl þar sem við endurreisum heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Afl sem styður þá sem minna mega sín. Afl sem stendur fyrir efnahagslegum úrbótum. Afl sem samanstendur af fólki úr öllum stéttum, alls staðar af landinu, fólk sem veit hvernig það er að skulda, basla og reyna að sjá fyrir sér og sínum eftir leikreglum sem virðast hafa það eina markmið að hygla ákveðnum hópum á kostnað heildarinnar. Afl sem samanstendur af Íslendingum sem vilja Ísland aftur úr höndum spilltra og gráðugra sérhagsmunahópa. Afl sem vill endurreisa Ísland og gera að fyrirmyndarþjóðfélagi sem við getum verið stolt af en ekki skammast okkur fyrir eins og staðan er í dag. Afl sem vill byggja upp samfélag sem börnin okkar geta tekið við af stolti þegar fram líða stundir. Nú þurfum við að standa saman Íslendingar og sýna heiminum hvernig fólk við erum í raun og veru. Endurheimtum stolt okkar sem þjóð svo við getum hætt að skammast okkar því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mér líður illa. Síðan ég horfði á Kastljósþáttinn umtalaða hef ég upplifað margar vondar tilfinningar. Ég er að upplifa mikla sorg, reiði, svekkelsi, vonleysi og depurð yfir því hvernig er komið fyrir landinu mínu og þjóð....og ég ber ábyrgð á því. Eins og margir aðrir í aðdraganda alþingiskosninganna 2013 ákvað ég að kjósa Framsókn og þá sér í lagi SDG sem mér fannst með framgöngu sinni í InDefence hópnum, andstöðu við inngöngu Íslands í Evrópusambandið, fyrirheit um aðgerðir til að rétta við heimilin í landinu, og þá sér í lagi að afnema verðtryggingu lána, og láta ekki undan kröfuhöfum föllnu bankana vegna skulda sem hefðu að öllu óbreyttu komið þjóðinni í skuldafangelsi um ókomna framtíð vegna fjárglæfrastarfssemi fárra vera stefna sem ég gæti stutt. Ég hélt í einfeldni minni að framsóknarflokkurinn hefði tekið rækilega til í sínum ranni og nú væri komið fólk til valda innan hans sem vildi leiðrétta það sem hefði verið látið viðgangast á árunum fyrir hrun. Með SDG í fararbroddi leit þetta nokkuð vel út, virtist vera alþýðlegur maður og líklegur til að leiða flokkinn inn á nýjar brautir og losa hann við þann ljóta spillingarstimpil sem hann hafði fengið á sig. Og til þess að fylgja sannfæringu minni rækilega eftir skráði ég mig í flokkinn... Ég átti að vita betur, ég átti að kynna mér betur manninn og hvað stæði að baki honum áður en ég kaus hann. Skömmin er mín. Enda fóru að renna á mig tvær grímur fljótlega eftir kosningar eða á þeirri mínútu sem hann með umboð til að mynda ríkisstjórn fór beint til formanns Sjálfstæðisflokksins og myndaði með honum ríkisstjórn. Ég skildi þetta ekki alveg, hvernig stóð á því að hann myndaði ríkisstjórn með flokknum sem í hugum margra bar beinlínis ábyrgð á hruninu verandi samfellt í ríkisstjórn í mörg ár í aðdraganda þess og kom á spiltu lagalegu og fjármálalegu umhverfi sem orsakaði hrunið. Flokkinn sem hafði nánast gert út af við Framsóknarflokkinn í stjórnarsamstarfi á árunum fyrir hrun. Þetta var flokkurinn sem hann sneri sér fyrst til ! Ég skil þetta núna, ég skil núna að ég var hafður að fífli svo ég hef því eftir vendingar síðustu daga sagt mig úr flokknum. Ég skil núna að „fyrir heimilin í landinu“ var bara leikrit sem sett var á svið svo það væri hægt að halda áfram að maka krókinn fyrir sig og sína bak við tjöldin, svo hægt væri að útbýta bitlingum til vina og vandamanna, halda áfram að soga út auð íslensku þjóðarinnar og rétta fáum útvöldum. Svo neitaði hann að segja af sér. Það var eins og hann gerði sér ekki grein fyrir skaðanum sem hann væri að valda íslensku samfélagi. Það er eins og hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Það var verið að útvarpa og sjónvarpa því útum allan heim að Forsætisráðherra Íslands væri tengdur félagi í skattaskjóli eins og ótíndur glæpamaður. Hann leyndi því að hann ætti eða hefði átt í þessu félagi, hann reyndi að ljúga sig frá því vitandi upp á sig skömmina og hann skammast sín ekki. En ég skammast mín, ég sit uppi með skömmina að hafa kosið hann og treyst honum fyrir því að lagfæra það sem miður hafði farið. Að laga Ísland svo ég gæti verið stoltur Íslendingur á ný. Ekki efast ég um það að það verði hlegið að mér fyrir að hafa verið svona vitlaus....en ég þoli það alveg, ég get alveg viðkennt það þegar ég hef rangt fyrir mér. En ég þoli ekki að láta hafa mig að fífli og það mun ég ekki líða. Þess vegna skora ég á alla þá sem vilja Íslandi vel, vilja byggja upp íslenskt samfélag á grunni velferðar, jafnréttis og jafnræðis að rísa upp. Láta til sín taka og stofna stjórnmálaafl sem hefur enga tengingu við hagsmunahópa og/eða persónulega hagsmuni að verja. Venjulegt fólk eins og mig og þig, fólk sem vill raunverulegar breytingar Íslendingum öllum til heilla. Afl þar sem hagsmunir heildarinnar eru ávalt hafðir að leiðarljósi án þess að draga úr eða hefta frelsi einstaklingsins til framkvæmda og nýsköpunar. Afl þar sem við endurreisum heilbrigðiskerfið og menntakerfið. Afl sem styður þá sem minna mega sín. Afl sem stendur fyrir efnahagslegum úrbótum. Afl sem samanstendur af fólki úr öllum stéttum, alls staðar af landinu, fólk sem veit hvernig það er að skulda, basla og reyna að sjá fyrir sér og sínum eftir leikreglum sem virðast hafa það eina markmið að hygla ákveðnum hópum á kostnað heildarinnar. Afl sem samanstendur af Íslendingum sem vilja Ísland aftur úr höndum spilltra og gráðugra sérhagsmunahópa. Afl sem vill endurreisa Ísland og gera að fyrirmyndarþjóðfélagi sem við getum verið stolt af en ekki skammast okkur fyrir eins og staðan er í dag. Afl sem vill byggja upp samfélag sem börnin okkar geta tekið við af stolti þegar fram líða stundir. Nú þurfum við að standa saman Íslendingar og sýna heiminum hvernig fólk við erum í raun og veru. Endurheimtum stolt okkar sem þjóð svo við getum hætt að skammast okkar því ég er viss um að ég er ekki sá eini sem skammast sín.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun