Bókstafir eða tölur? Stutt athugasemd við leiðara Gylfi Jón Gylfason skrifar 27. janúar 2016 07:00 Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Misskilnings gætir í leiðara Fréttablaðsins þann 25. janúar sl. þar sem fram kemur að grunn- og framhaldsskólum sé gert að umreikna einkunnir nemenda sinna úr bókstöfum yfir í tölustafi. Svo er ekki. Það er engin skylda og í raun ekki ætlast til þess nema að skólarnir kjósi það sjálfir. Samkvæmt upplýsingum frá skólameisturum framhaldsskóla munu þeir fyrst og fremst raða einkunnum umsækjenda eftir bókstöfum við innritun í vor. Úr leiðaranum má einnig lesa að inntaka í framhaldsskóla verði hugsanlega flóknari og erfiðari en verið hefur. Svo er ekki. Þvert á móti ætti framhaldsskólum að reynast auðveldara að innrita nemendur eftir nýja matskvarðanum þar sem einkunnir á honum eru sambærilegri milli skóla en var í gamla kerfinu. Svo dæmi sé tekið þurfa nemendur með einkunnina B að hafa hæfni til að geta hafið nám á hæfniþrepi tvö í framhaldsskóla. Þetta er mikil bót frá því sem var, þar sem mismunandi forsendur lágu að baki einkunnagjöf í gamla kerfinu og einkunnir úr ólíkum skólum þýddu ekki endilega það sama. Til dæmis gat mismunandi hæfni legið að baki einkunnarinnar 8 á milli skóla og má því nærri geta að samanburður á meðaltalseinkunnum, þar sem ekki er gengið út frá sömu forsendum, er ekki góður grunnur til inntöku nemenda.Auðveldar samanburðÍ nýrri aðalnámskrá er öllum gert að ganga út frá sömu forsendum í einkunnagjöf. Það auðveldar samanburð á einkunnum nemenda milli skóla og þar með inntöku nemanda í framhaldsskóla þar sem fleiri umsóknir eru um skólavist en skólar geta tekið við. Auðveldara er fyrir nemendur að átta sig á því hvaða hæfni liggur að baki útskriftareinkunnum þeirra en áður. Þeir geta einfaldlega flett upp hæfniviðmiðum í viðkomandi námsgrein til að átta sig á því hvaða hæfni er krafist til að fá einkunnina B, svo dæmi sé tekið. Framhaldsskólarnir eru flestir, ef ekki allir búnir að setja sér viðmið um inntöku nemenda í framhaldsskóla út frá bókstafseinkunnum og birta á heimasíðum sínum. Þeir munu standa vel að innritun líkt og þeir hafa gert hingað til. Vert er að geta þess að langstærstur hluti nemenda fær þá skólavist á framhaldsskólastigi sem hann óskar eftir. Þannig fá 85 prósent nemenda inni í þeim skóla sem þeir tiltaka sem fyrsta val og 13 prósent til viðbótar í þeim sem þeir tiltaka í annað val. Á því verður engin breyting þótt nýr matskvarði hafi verið tekinn upp. Til að auðvelda kennurum að gefa einkunnir eftir nýja námsmatskvarðanum með áreiðanlegum og réttmætum hætti mun starfsfólk Menntamálastofnunar og mennta -og menningarmálaráðuneytis funda með kennurum og skólastjórnendum um land allt í febrúar og gefa ráð um hvernig best sé að standa að einkunnagjöf í vor. Samtímis verður birt fræðsluefni á heimasíðu Menntamálastofnunar sem ætlað er kennurum. Einnig verður gefið út kynningarefni fyrir nemendur og foreldra. Kjósi Fréttablaðið að kynna sér málið betur verða frekari upplýsingar fúslega veittar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun