Ísland og góðu verkin Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu sýndi RÚV breska mynd undir heitinu „Gengið á ný“. Myndin fjallaði um vissa tegund tilraunameðferðar við mænuskaða og sýndi þá miklu áhættu, fórnir og vinnu sem lagt er í til að finna lækningu. RÚV á þakkir skilið fyrir að sýna myndina og vekja nú sem oftar athygli Íslendinga á einu erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Eins og fram kemur í myndinni fjármagnaði breskur sjóður meðferðina. Sjóðurinn var stofnaður af föður hvers sonur hálsbrotnaði og lamaðist í sjósundi. Hlutverk þeirra feðga og pólska mannsins sem undirgekkst tilraunameðferðina eru jafn ómetanleg fyrir veröldina og merkilegt frumkvöðlastarf læknanna. Framfarirnar verða þegar læknavísindin og almenningur vinna saman með hugrekki og góðvild að leiðarljósi. Hér á landi er ekki mikið um rannsóknir á mænunni né heldur framkvæmdar tilraunameðferðir á henni enda þjóðin of fámenn til að starfa á öllum sviðum vísindanna. En eitt gerum við Íslendingar fyrir taugakerfið sem við getum verið afar stolt af. Við tölum pólitískt máli þess á alþjóðavettvangi. Með þeirri aðferð höfum við fengið mænuskaðann flokkaðan sem forgangsmál á Norðurlöndum. Hafin er norræn samskráning á meðferð við nýjum og gömlum mænusköðum undir forystu Noregs. Markmiðið er að samnýta norræna þekkingu meðferð og lækningu til framdráttar. Einnig höfum við náð því fram á Norðurlandavettvangi að mænuskaða hefur verið skipað í flokk sjúkdóma og skaða sem þarfnast hátæknimeðferðar. Sú viðurkenning skiptir miklu máli og er viðhorfsbreyting til tilraunameðferða á mænuskaða sem lengst af hafa þótt guðlast í hinum vestræna heimi. Árið 2014 hafði Ísland forystu í Norrænu ráðherranefndinni. Þá kölluðum við saman norræna lækna og aðra sem höfðu það hlutverk að semja leiðarvísi fyrir norrænu ráðherranefndina um hvernig taka beri á málefnum mænuskaðans. Heilbrigðisráðherra hefur nú kynnt leiðarvísinn hjá Norðurlandaráði og byrjað er að styðjast við hann. Árið 2015 lögðum við í það stórvirki að óska eftir því hjá Sameinuðu þjóðunum að taugakerfið yrði gert að einu af heimsmarkmiðum stofnunarinnar. Það leiddi til þess að taugakerfið var samþykkt inn í stefnuyfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem eitt af þeim málum sem þjóðum heims bæri að taka á næstu 15 árin svo að heimurinn yrði sjálfbærari. Nú hefur Mænuskaðastofnun Íslands skrifað bréf til framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar og farið þess á leit að ráðherranefndin taki upp ákvæði Sameinuðu þjóðanna um taugakerfið og láti greina gagnabanka á norrænu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar með nýjustu tölvutækni. Markmiðið er að freista þess að finna í rannsóknunum sameiginlegt mynstur sem vísindamenn geti nýtt sér til að hraðar gangi að því að finna betri meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, flogaveiki, Parkinsonveiki, Alzheimer, MS, MND og öðru ólagi í taugakerfinu. Svarið frá framkvæmdastjóranum lofar góðu. Einnig hefur Mænuskaðastofnun skrifað bréf til forseta Norðurlandaráðs og leitað eftir því að taugakerfið verði tekið inn í samstarfsverkefni Norðurlandaráðs og UN City í Kaupmannahöfn um framkvæmd heimsmarkmiðanna. Auk þessa hefur Mænuskaðastofnun skrifað framkvæmdastjóra Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, í Kaupmannahöfn og óskað eftir liðsinni hans við verkefnið. Með verkefni þessu erum við Íslendingar að vinna veröldinni mikið gagn og um leið að bæta ímynd landsins. Til að leggja alþjóðlegu taugavísindasviði lið við að komast upp úr rannsóknarkreppunni, sem er helsta orsök þess hve erfiðlega gengur að finna lækningu í taugakerfinu, biður greinarhöfundur heilbrigðisráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra, ásamt samstarfsráðherra Norðurlanda, að beita áhrifum sínum sem áður af fullum þunga innan Norrænu ráðherranefndarinnar, innan Sameinuðu þjóðanna og innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun