Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 13:00 Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. Landsvirkjunarmenn telja þó allar líkur á því að nægileg orka finnist í tæka tíð. Þetta kom í frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum en þar var rætt við Einar Erlingsson, staðarverkfræðing Landsvirkjunar. Eins og nafnið bendir til eru Þeistareykir jarðhitasvæði og þar sem bóndabær var á nítjándu öld er nú leitarmannaskáli sem meðal annars nýtist ferðaþjónustu í hestaferðum. Tveim kílómetrum fjær er stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar að rísa. Ólíkt vatnsaflsvirkjun þá ríkir meiri óvissa um orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjun. Á Þeistareykjum telja Landsvirkjunarmenn sig þegar hafa 58 megavött en þeir þurfa 90 megavött. Eftir rannsóknir undanfarna tvo áratugi telja þeir sig þó þekkja nokkuð vel jarðhitageymi Þeistareykja.Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er búið að vera að rannsaka svæðið í tæp tuttugu ár og fyrsta hola boruð hér árið 2002. Við erum með sjö holur sem gefa okkur 58 megavött í gufu,” segir Einar. Sú orka dugar í fyrri áfanga virkjunarinnar, upp á 45 megavött. Jarðboranir eru hins vegar með 25 starfsmenn og borana Óðinn og Sleipni til að finna það sem upp á vantar. „Verkefni ársins er að bora fjórar holur. Framkvæmdir hófust í byrjun maí og við erum að hefja forborun á holu númer tvö,” segir staðarverkfræðingurinn.Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þessar fjórar holur duga ekki, þá hafa þeir nokkrar í viðbót upp á að hlaupa. „Og erum með verkefni að bora allt að átta holur fyrir annan áfanga virkjunarinnar til að koma okkur upp í þau 90 megavött sem við þurfum. Við teljum allar líkur á því að þær skili okkur því sem við væntum,” segir Einar Erlingsson.Sjö holur, sem gefa alls 58 megavöttt, hafa þegar verið boraðar á Þeistareykjum. Áformað er að bora allt að átta holur til viðbótar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. Landsvirkjunarmenn telja þó allar líkur á því að nægileg orka finnist í tæka tíð. Þetta kom í frétt Stöðvar 2 frá Þeistareykjum en þar var rætt við Einar Erlingsson, staðarverkfræðing Landsvirkjunar. Eins og nafnið bendir til eru Þeistareykir jarðhitasvæði og þar sem bóndabær var á nítjándu öld er nú leitarmannaskáli sem meðal annars nýtist ferðaþjónustu í hestaferðum. Tveim kílómetrum fjær er stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar að rísa. Ólíkt vatnsaflsvirkjun þá ríkir meiri óvissa um orkuöflun fyrir jarðgufuvirkjun. Á Þeistareykjum telja Landsvirkjunarmenn sig þegar hafa 58 megavött en þeir þurfa 90 megavött. Eftir rannsóknir undanfarna tvo áratugi telja þeir sig þó þekkja nokkuð vel jarðhitageymi Þeistareykja.Einar Erlingsson, staðarverkfræðingur Landsvirkjunar á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Það er búið að vera að rannsaka svæðið í tæp tuttugu ár og fyrsta hola boruð hér árið 2002. Við erum með sjö holur sem gefa okkur 58 megavött í gufu,” segir Einar. Sú orka dugar í fyrri áfanga virkjunarinnar, upp á 45 megavött. Jarðboranir eru hins vegar með 25 starfsmenn og borana Óðinn og Sleipni til að finna það sem upp á vantar. „Verkefni ársins er að bora fjórar holur. Framkvæmdir hófust í byrjun maí og við erum að hefja forborun á holu númer tvö,” segir staðarverkfræðingurinn.Jarðborinn Óðinn á Þeistareykjum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og ef þessar fjórar holur duga ekki, þá hafa þeir nokkrar í viðbót upp á að hlaupa. „Og erum með verkefni að bora allt að átta holur fyrir annan áfanga virkjunarinnar til að koma okkur upp í þau 90 megavött sem við þurfum. Við teljum allar líkur á því að þær skili okkur því sem við væntum,” segir Einar Erlingsson.Sjö holur, sem gefa alls 58 megavöttt, hafa þegar verið boraðar á Þeistareykjum. Áformað er að bora allt að átta holur til viðbótar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Þeistareykjavirkjun felld inn í landið með mosa og lyngi Dregið verður úr sýnileika nýrra mannvirkja á Þeistareykjum með því að þekja vegkanta og sjónmanir með lynggróðri. 28. september 2014 19:15
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00