Til hamingju Ísland Halla Tómasdóttir skrifar 16. júní 2016 13:15 Engin orð fá lýst þeirri upplifun sem það var að fylgjast með landsliði karla keppa í fyrsta sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu og mæta ekki minni fótboltaþjóð en Portúgal, með sjálfan Ronaldo í broddi fylkingar. Það er sigur í sjálfu sér fyrir okkar þjóð að komast á þetta mót, en jafntefli við Portúgal sýndi og sannaði að við eigum fullt erindi á meðal þeirra stórþjóða sem þarna keppa. Ég hef lengi fylgst með góðum gangi bæði karla- og kvennalandsliða okkar í knattspyrnu, og tel að við sem samfélag getum lært heilmikið af þeirra vegferð og takist okkur að heimfæra þann lærdóm yfir á okkar samfélag, þá verða okkur allir vegir færir. Bæði landslið okkar hafa orðið þess láns aðnjótandi að fá til sín þjálfara sem vissulega kunnu ýmislegt fyrir sér hvað knattspyrnu varðar, en voru einnig afburða leiðtogar, auðmjúkir og þannig færir um að fá aðra með sér. Þeir lögðu af stað í vegferð með langtímasýn um að liðin myndu skipa sér á bekk meðal þeirra sem skara frammúr. Þeir lögðu uppúr því að hver liðsmaður vissi til hvers var ætlast, og einnig hverskonar hegðun var óásættanleg. Þeir lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu með það að markmiði að bæta sig alltaf örlítið meira. Það var ekki gert út á eina eða tvær stórstjörnur, það var unnið með liðsheildina og liðsandann og lögð á það áhersla að allir skipti máli, allir hafi mikilvægt framlag til árangurs liðsins. Það var settur metnaður í alla umgjörð, fagmennska í forgrunni og stuðningsmönnum var veitt verðskulduð og mikilvæg viðurkenning. Saman myndaði þetta grunn að árangursríkum liðum, sem hafa nú vakið eftirtekt um allan heim. Þegar ég stóð í stúkunni á St. Etienne helltist yfir mig þakklæti og stolt, tilfinningar sem eru svo jákvæðar og góðar. Ég var einnig afar hrærð yfir þeirri samstöðu Íslendinga sem ég skynjaði á þessum merkilegu tímamótum. Ég get ekki komist hjá því að hugsa hvers við værum megnug ef okkur tækist að draga af þessum árangri lærdóm og hefjast handa við að byggja upp okkar samfélag í þeim anda sem þessi lið gerðu. Að við legðum línurnar um það hverskonar hegðun er í lagi, og hverskonar hegðun er ekki í lagi, að við settum okkur metnaðarfull markmið um að vera öðrum til fyrirmyndar á þeim sviðum sem við eigum raunverulega innistæðu fyrir. Síðast en ekki síst hugsaði ég, hvað ef við kæmum saman af jafn miklum krafti fyrir framtíð Íslands og rétti barna okkar til að njóta þess að búa í samfélagi sem við getum verið stolt af og þakklát fyrir. Hvers vegna ekki? Förum þangað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Engin orð fá lýst þeirri upplifun sem það var að fylgjast með landsliði karla keppa í fyrsta sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu og mæta ekki minni fótboltaþjóð en Portúgal, með sjálfan Ronaldo í broddi fylkingar. Það er sigur í sjálfu sér fyrir okkar þjóð að komast á þetta mót, en jafntefli við Portúgal sýndi og sannaði að við eigum fullt erindi á meðal þeirra stórþjóða sem þarna keppa. Ég hef lengi fylgst með góðum gangi bæði karla- og kvennalandsliða okkar í knattspyrnu, og tel að við sem samfélag getum lært heilmikið af þeirra vegferð og takist okkur að heimfæra þann lærdóm yfir á okkar samfélag, þá verða okkur allir vegir færir. Bæði landslið okkar hafa orðið þess láns aðnjótandi að fá til sín þjálfara sem vissulega kunnu ýmislegt fyrir sér hvað knattspyrnu varðar, en voru einnig afburða leiðtogar, auðmjúkir og þannig færir um að fá aðra með sér. Þeir lögðu af stað í vegferð með langtímasýn um að liðin myndu skipa sér á bekk meðal þeirra sem skara frammúr. Þeir lögðu uppúr því að hver liðsmaður vissi til hvers var ætlast, og einnig hverskonar hegðun var óásættanleg. Þeir lögðu á sig gríðarlega mikla vinnu með það að markmiði að bæta sig alltaf örlítið meira. Það var ekki gert út á eina eða tvær stórstjörnur, það var unnið með liðsheildina og liðsandann og lögð á það áhersla að allir skipti máli, allir hafi mikilvægt framlag til árangurs liðsins. Það var settur metnaður í alla umgjörð, fagmennska í forgrunni og stuðningsmönnum var veitt verðskulduð og mikilvæg viðurkenning. Saman myndaði þetta grunn að árangursríkum liðum, sem hafa nú vakið eftirtekt um allan heim. Þegar ég stóð í stúkunni á St. Etienne helltist yfir mig þakklæti og stolt, tilfinningar sem eru svo jákvæðar og góðar. Ég var einnig afar hrærð yfir þeirri samstöðu Íslendinga sem ég skynjaði á þessum merkilegu tímamótum. Ég get ekki komist hjá því að hugsa hvers við værum megnug ef okkur tækist að draga af þessum árangri lærdóm og hefjast handa við að byggja upp okkar samfélag í þeim anda sem þessi lið gerðu. Að við legðum línurnar um það hverskonar hegðun er í lagi, og hverskonar hegðun er ekki í lagi, að við settum okkur metnaðarfull markmið um að vera öðrum til fyrirmyndar á þeim sviðum sem við eigum raunverulega innistæðu fyrir. Síðast en ekki síst hugsaði ég, hvað ef við kæmum saman af jafn miklum krafti fyrir framtíð Íslands og rétti barna okkar til að njóta þess að búa í samfélagi sem við getum verið stolt af og þakklát fyrir. Hvers vegna ekki? Förum þangað!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar