Hvernig getur samfélagið grætt á skipulagi? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 9. mars 2016 13:00 Ef skipulag felur í sér skýra og raunhæfa áætlun um það hvernig auka má lífsgæði á tilteknum stað verða strax til verðmæti, þótt framkvæmdir séu ekki hafnar. Þetta er eins og skyndileg verðhækkun hlutabréfa í fyrirtæki sem tilkynnir vel heppnaða vöruþróun og raunhæfar væntingar um arðsama framleiðslu vörunnar, þótt framleiðslan sé ekki hafin. Í fyrirtækinu njóta hluthafar ábatans, því stjórnendur sem starfa í þeirra umboði hafa ráðstafað hyggilega þeim verðmætum og tækifærum sem fyrirtækið hafði úr að spila. Á hinn bóginn felur skipulag í sér ráðstöfun á verðmætum og tækifærum sem samfélagið á sameiginlega og við felum kjörnum fulltrúum að vinna úr þeim sem best. Tökum dæmi. Það felur í sér lífsgæði að búa nálægt góðum almenningssamgöngum. Raunhæft er að ætla að íbúð sem þannig er staðsett sé umtalsvert verðmætari en sams konar íbúð annars staðar. Það er hins vegar samfélagið allt sem kostar uppsetningu og rekstur almenningssamgangnanna og einkaaðilar sjá til þess að íbúðin rísi og verði föl fyrir þá sem vilja njóta staðsetningarinnar. Háa verðið, sem Ása íbúðarkaupandi er tilbúin til að greiða Signýju byggingaverktaka fyrir svo vel staðsetta íbúð, þarf að hluta að renna til Helgu skattgreiðanda sem tekur á sig kostnaðinn við samgöngukerfið. Ef það tekst, má ætla að Helga vilji frekar kjósa fulltrúa sem skipuleggja þessi auknu gæði inn í byggðina, þótt hún njóti þeirra aðeins óbeint sjálf. Signý græðir e.t.v. ekki eins mikið og ef hún sæti að öllum hagnaðinum sjálf en á hinn bóginn er líklegra að verkefnið verði að veruleika yfirleitt. Ása fær það borgarumhverfi sem hún kýs að búa í. Samfélagið fjármagnar þannig almenningssamgöngurnar með greiðsluvilja íbúðarkaupenda. Í sæmilega þéttri byggð eru um 1.500 íbúðir innan 5 mínútna göngufjarlægðar frá viðkomustað almenningssamgangna. Fyrir hverjar 100 þúsund krónur, sem við giskum á að verð íbúðar hækki um vegna hinna auknu gæða, geta þá allt að 150 milljónir runnið í stofnkostnaðinn. Hvernig komum við þessu til leiðar? Sækja má reynslu til annarra þjóða en þar hafa ýmis form samstarfs milli opinberra aðila og einkaaðila verið reynd. Einnig þarf að huga að lagaheimildum stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ef skipulag felur í sér skýra og raunhæfa áætlun um það hvernig auka má lífsgæði á tilteknum stað verða strax til verðmæti, þótt framkvæmdir séu ekki hafnar. Þetta er eins og skyndileg verðhækkun hlutabréfa í fyrirtæki sem tilkynnir vel heppnaða vöruþróun og raunhæfar væntingar um arðsama framleiðslu vörunnar, þótt framleiðslan sé ekki hafin. Í fyrirtækinu njóta hluthafar ábatans, því stjórnendur sem starfa í þeirra umboði hafa ráðstafað hyggilega þeim verðmætum og tækifærum sem fyrirtækið hafði úr að spila. Á hinn bóginn felur skipulag í sér ráðstöfun á verðmætum og tækifærum sem samfélagið á sameiginlega og við felum kjörnum fulltrúum að vinna úr þeim sem best. Tökum dæmi. Það felur í sér lífsgæði að búa nálægt góðum almenningssamgöngum. Raunhæft er að ætla að íbúð sem þannig er staðsett sé umtalsvert verðmætari en sams konar íbúð annars staðar. Það er hins vegar samfélagið allt sem kostar uppsetningu og rekstur almenningssamgangnanna og einkaaðilar sjá til þess að íbúðin rísi og verði föl fyrir þá sem vilja njóta staðsetningarinnar. Háa verðið, sem Ása íbúðarkaupandi er tilbúin til að greiða Signýju byggingaverktaka fyrir svo vel staðsetta íbúð, þarf að hluta að renna til Helgu skattgreiðanda sem tekur á sig kostnaðinn við samgöngukerfið. Ef það tekst, má ætla að Helga vilji frekar kjósa fulltrúa sem skipuleggja þessi auknu gæði inn í byggðina, þótt hún njóti þeirra aðeins óbeint sjálf. Signý græðir e.t.v. ekki eins mikið og ef hún sæti að öllum hagnaðinum sjálf en á hinn bóginn er líklegra að verkefnið verði að veruleika yfirleitt. Ása fær það borgarumhverfi sem hún kýs að búa í. Samfélagið fjármagnar þannig almenningssamgöngurnar með greiðsluvilja íbúðarkaupenda. Í sæmilega þéttri byggð eru um 1.500 íbúðir innan 5 mínútna göngufjarlægðar frá viðkomustað almenningssamgangna. Fyrir hverjar 100 þúsund krónur, sem við giskum á að verð íbúðar hækki um vegna hinna auknu gæða, geta þá allt að 150 milljónir runnið í stofnkostnaðinn. Hvernig komum við þessu til leiðar? Sækja má reynslu til annarra þjóða en þar hafa ýmis form samstarfs milli opinberra aðila og einkaaðila verið reynd. Einnig þarf að huga að lagaheimildum stjórnvalda.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar