Pontumajónes Ívar Halldórsson skrifar 10. janúar 2016 21:37 Ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...Desember. Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús. Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það. Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar. Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu. Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni. Flugan hreyfði veikburða vængina... Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn. Flugan var enn ekki alveg dauð... Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér. Alþingisvaktin..."...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess."...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði. Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig....að píra á þessa mælsku ofurhugaÍ pontunni með majónesið sitt(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ef ég væri orðin lítil fluga Ég inn í þingsal þreytti flugið mitt...Desember. Ég vaknaði við Justin Bieber vekjarann í símanum. Fann ekki símann. Snús út úr myndinni. Með Bíberinn í bakgrunninum gekk ég úfinn fram hjá speglinum. Ég þekkti ekki manninn í glerinu sem gretti sig með vanþóknun í áttina að mér. Ég gretti mig á móti og hélt áfram inn í eldhús. Ég hefði verið til í kókó pöffs með kekkjalausri mjólk, en það var ekki í boði. Nót tú self: Verð að fjölga búðarferðum í a.m.k. þrjár ferðir í mánuði. Fann 3/4 kremkex á botninum á Frón kexpakka, á bak við ristavélina. Lét mig hafa það. Ég þurfti að pissa en ákvað að halda í mér svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við óhreina þvottaskýjakljúfinn strax. Síminn hringdi. Engin heilafruma í kollinum var enn nægilega vöknuð til að átta sig á hvar hann var niðurkominn - en Darth Vader hringingin var kærkominn staðgengill Bieber, sem þurfti auðmjúkur að víkja fyrir mætti myrku hliðarinnar. Ég fann eldhúsið. Ég rambaði þar á rækjusamlokuna sem ég kláraði ekki í gærmorgun, þar sem hún flatmagaði í gluggasillunni, rétt hjá hálf-dauðri fiskiflugu. Fékk mér bita...þ.e. af samlokunni. Kúgaðist. Herbergisheitar rækjur í spenvolgu og súra majónesinu voru ekki kærkomin upplifun fyrir bragðlaukana, sem ulluðu umsvifalaust herlegheitunum út úr sér - beint í leirtausfullan vaskinn. Oj! Fann um leið svefn-marineraða morgunsvitalyktina af sjálfum mér og hugsaði tilverunni þegandi þörfina á meðan ég skolaði munninn með kranavatni. Flugan hreyfði veikburða vængina... Bieber meinti örugglega vel en hann hefði alveg mátt sleppa því að draga mig út úr draumalandinu í dag. Ég staulaðist inn í stofu. Söng sársaukalagið er önnur sokkalaus ilin kvartaði sárt undan glerharðri kókó pöffs kúlu á gólfinu sem hafði greinilega yfirgefið klíkuna sína tímanlega, sem ég borðaði um daginn. Flugan var enn ekki alveg dauð... Ég hlammaði mér í leisí bojinn, teygði mig í fjarstýringuna og kveikti á tuttugu og átta tommu sjónvarpinu mínu. Kannski var ástandið betra í imbanum. Georg Bjarnfreðarson myndi t.d. koma mér í betra skap. Skjárinn rankaði við sér. Alþingisvaktin..."...það er ekki einu sinni lýðræðislegt (Gripið fram í) að halda því fram. (Forseti hringir bjöllu) Ég vil biðja hæstvirtann utanríkisráðherra að róa sig á meðan ég útskýri mál mitt hérna. (Gripið fram í) Ég bið hæstvirtann utanríkisráðherra (Gripið fram í) um að hafa sig hægan (Forseti hringir bjöllu) og leyfa öðrum hér að lýsa skoðun sinni (Forseti hringir bjöllu) vegna þess að þetta er ekkert annað en rakinn dónaskapur. (Háreysti í þingsal)*..."Ég fékk súrt majónesbragðið aftur í munninn og varð um leið hugsað til flugunnar sem vafalaust suðaði næstum sitt síðasta vegna áhrifa þess."...Það er bara skömm að því að...(Gripið fram í) - Menn ættu að hlusta sem ættu að hlusta í þessum sal. (Gripið fram í) Já, það er ekki hægt að láta (Forseti hringir bjöllu) bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum. (Gripið fram í: Ha?) (Kliður í þingsal) Forseti: Ha?) (Kliður í þingsal)*Ég stóð upp, gekk inn í eldhús og tróð rækjusamlokunni niður niðurfallið í vaskinum. Ég reif bút af tóma kexpakkanum og fikraði flugunni varlega á hann. Ég lyfti bréfinu varlega, opnaði gluggann og gaf flugunni frelsi, sem hún fagnaði með sigrandi suði. Því næst slökkti ég á sjónvarpinu - og frelsaði sjálfan mig....að píra á þessa mælsku ofurhugaÍ pontunni með majónesið sitt(*Tilvitnanir teknar af vef alþingis 14. og 16. desember)
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun