Hækkandi aldur þjóðarinnar þrýstir á frjálst flæði vinnuafls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Hröð öldrun þjóðarinnar næstu áratugi kallar á breytingar á vinnumarkaði með aðstoð stjórnvalda að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/daníel Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira