Hækkandi aldur þjóðarinnar þrýstir á frjálst flæði vinnuafls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Hröð öldrun þjóðarinnar næstu áratugi kallar á breytingar á vinnumarkaði með aðstoð stjórnvalda að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/daníel Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn. Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum breytingum á samsetningu mannfjöldans á Íslandi á næstu áratugum. Í spá Hagstofu Íslands segir að árið 2049 verði landsmenn sem eru 65 ára eða eldri í fyrsta sinn fjölmennari en þeir sem eru yngri en tvítugir og að eftir einungis tuttugu ár verði 20 prósent þjóðarinnar orðin 65 ára og eldri. Ein af fyrirsjáanlegum afleiðingum öldrunar þjóðar er aukið álag á heilbrigðis- og umönnunarkerfið. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að til að mæta aukinni þörf fyrir mannafla sem fylgi þróuninni þurfi að hækka lífeyrisaldur hér á landi, breyta örorkumati yfir í starfsgetumat og stytta skólagöngu fólks, allt til að nýta alla starfskrafta á vinnumarkaði.Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsinsHækkun lífeyrisaldurs er einmitt eitt ákvæða almannatryggingafrumvarps húsnæðis- og félagsmálaráðherra. Frumvarpið hefur verið í vinnslu í ellefu ár. „Það er ljóst að vinnumarkaðurinn þarf að verða sveigjanlegri en kerfið þarf líka að styðja við breytingarnar og þar hafa stjórnvöld verið of svifasein til aðgerða,“ segir Þorsteinn. „Þetta er þriðja atlagan til að gera nauðsynlegar umbætur á almannatryggingakerfinu en það strandar alltaf einhvers staðar.“ Þorsteinn segir einnig ljóst að öldrun þjóðar fylgi aukinn innflutningur vinnuafls og líta þurfi á það jákvæðum augum að fólk utan EES komi til landsins í leit að vinnu. „Við höfum aðgang að stórum vinnumarkaði í Evrópu en sá markaður er að hluta til að glíma við sama vandamál og við.“Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur ViðskiptaráðsBjörn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, tekur undir orð Þorsteins. Hann segir fólk utan EES eiga of erfitt með að fá atvinnuleyfi á Íslandi, jafnvel þótt fyrirtæki vilji ráða það til starfa. „Bæði eru reglur um starfsleyfi fyrir erlenda sérfræðinga strangar og einnig ríkar hindranir í heilbrigðisstéttum. Við myndum vilja sjá aukið frjálsræði þegar kemur að þessum tveimur atriðum.“ Viðskiptaráð hefur áður bent á að Íslendingar eigi Norðurlandamet í lögverndun starfa, en lögverndun hér á landi er víðtækari, meira íþyngjandi og yfirgripsmeiri en í grannríkjunum. „Þetta dregur úr framboði á vinnuafli, sérstaklega í iðn- og heilbrigðisgreinum,“ segir Björn.
Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira