Auðvitað kýs ég Höllu Karl Sigfússon skrifar 22. júní 2016 11:25 Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar að bresta á og sú ábyrgð er í höndum okkar Íslendinga að velja nýjan forseta á Bessastaði. Þetta eru fyrir margra hluta sakir afar merkilegar kosningar, en þó helst af þeirri ástæðu að hátt í helmingur þjóðarinnar þekkir ekki til annars raunveruleika en að vera með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta – hann er því í huga margra orðinn samgróinn Bessastöðum eftir 20 ára setu í embætti forseta Íslands. Eftir svo langa samfellda setu í þessu æðsta embætti þjóðarinnar eru skilin milli einstaklingsins og embættisins orðin verulega óljós. Núverandi forseti hefur í 20 ár mótað embættið í samræmi við sína sannfæringu og gert embættið pólitískara en áður. Fyrir þá sem eldri eru og þekkja ólíkar áherslur fyrri forseta þá er þessi túlkun Ólafs á embættinu aðeins tímabundin og mun taka breytingum á ný með tilkomu nýs forseta. Fyrir þá sem yngri eru þá lúta hlutirnir öðrum lögmálum. Ég er sjálfur 39 ára gamall og var því rétt kominn með kosningarétt þegar Ólafur fór fyrst í framboð árið 1996. Ég man því vel eftir forvera Ólafs á Bessastöðum, henni Vigdísi okkar, sem eins og Ólafur mótaði embættið á sinn hátt. Ég hef því dálítinn samanburð á mismunandi áherslum, mótun og túlkun á forsetaembættinu hjá fleirum en núverandi forseta. Það er hins vegar ekki hægt að segja um 40% þeirra sem eru með kosningarétt í dag. Þessi stóri hópur hefur aldrei valið sér nýjan forseta áður – sem er alveg ótrúlega einkennilegt í lýðræðisríkinu Íslandi, svo vægt sé til orða tekið. Þessi langa viðvera Ólafs í forsetaembættinu hefur án efa haft þau áhrif á mörg okkar að við metum það svo að í embættinu geti aðeins setið miðaldra virðulegur karlmaður sem talar spekingslega. Þessi orð mín ber ekki að túlka sem neikvæðni í garð Ólafs Ragnars né miðaldra karlmanna – alls ekki – heldur sem áskorun um að sýna hugrekki og opna augun fyrir öðrum kostum í fari forsetaframbjóðenda en þeim sem falla best að þeirri ímynd sem Ólafur hefur skapað embættinu. Það hefur margt breyst í okkar samfélagi frá árinu 1996. Að mínu mati þarf nýr forseti Íslands því að hafa ríkulegt sjálfstraust, sannfæringu og reynslu til að geta mótað forsetaembættið til móts við þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í samfélaginu síðustu áratugi. Ég vil kjósa forseta sem hefur jákvæða og réttláta framtíðarsýn sem talar fyrir samfélagi þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta menntun, frumkvæði og sköpun. Ég vil kjósa forseta sem mun starfa með skýr grunngildi að leiðarljósi og gera Ísland að enn betra samfélagi en það er í dag. Auðvitað kýs ég Höllu.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun