Ferrari og Aston Martin sektuð vegna mengunarviðmiða ESB Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 11:39 Ferrari F60 America. Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent
Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent