Íbúð í miðbænum næstum tvöfaldast á fimm árum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. desember 2016 19:17 Íbúð í miðbæ Reykjavík hefur næstum tvöfaldast í verði á síðustu fimm árum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir innistæðu fyrir miklum hækkunum á fasteignaverði og gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram.11% hækkun árið 2016 Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð hér á höfuðborgarsvæðinu hækkað jafnt og þétt. 2011 hækkaði það um 5 prósent, 7 prósent 2012, sex prósent 2013, átta prósent 2014 og níu prósent 2015. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hækkunin í ár verði tæp 11 prósent en það yrði mesta hækkun frá árinu 2006. Á síðustu fimm árum hefur fjölbýli í miðborg Reykjavíkur hækkað um 93 prósent. Þetta þýðir að íbúð sem keypt var á þessu svæði 1. janúar 2011 á 25 milljónir króna hefur næstum tvöfaldast í verði, og kostar rúmar 48 milljónir í dag. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir fasteignaverð hafa hækkað hraðar síðustu mánuði en gert var ráð fyrir. Almennur uppgangur í samfélaginu og kaupmáttaraukning útskýri þessar hækkanir.Er innistæða fyrir öllum þessum hækkunum? „Já enn sem komið er held ég að það sé töluverð innistæða fyrir þessum hækkunum. Það náttúrulega skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi að það er væntanlega töluverður skortur á framboði, það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn,” segir Ari.Heilbrigðari markaður en áður Fyrstu merki um fasteignabólu séu hins vegar ekki komin fram. „Við erum ekki að sjá það eins og á árunum fyrir hrun þar sem að þetta var drifið áfram mikið með skuldsetningu. Við erum með allt aðrar aðstæður í skuldsetningu núna. Fólk hefur frekar verið að borga upp lán, þannig að eigið fé í öllum þessum massa sem fólk er að eignast er miklu meira heldur en áður. Að því leyti er þetta miklu heilbrigðara,” segir Ari. Þrátt fyrir skort á framboði af húsnæði segir Ari að töluvert meira sé í byggingu en verið hefur. Því sé von á áframhaldandi hækkunum næstu ár. „Ég held að næsta ár líti álíka út. Við spáum til dæmis 10 prósent hækkun á milli 2016 og 2017 og svo fari að draga frekar úr. En allt í allt, þá held ég að þróunin sem að hefur verið síðustu ár hún kemur til með að halda áfram,” segir Ari. Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Íbúð í miðbæ Reykjavík hefur næstum tvöfaldast í verði á síðustu fimm árum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir innistæðu fyrir miklum hækkunum á fasteignaverði og gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram.11% hækkun árið 2016 Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð hér á höfuðborgarsvæðinu hækkað jafnt og þétt. 2011 hækkaði það um 5 prósent, 7 prósent 2012, sex prósent 2013, átta prósent 2014 og níu prósent 2015. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hækkunin í ár verði tæp 11 prósent en það yrði mesta hækkun frá árinu 2006. Á síðustu fimm árum hefur fjölbýli í miðborg Reykjavíkur hækkað um 93 prósent. Þetta þýðir að íbúð sem keypt var á þessu svæði 1. janúar 2011 á 25 milljónir króna hefur næstum tvöfaldast í verði, og kostar rúmar 48 milljónir í dag. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir fasteignaverð hafa hækkað hraðar síðustu mánuði en gert var ráð fyrir. Almennur uppgangur í samfélaginu og kaupmáttaraukning útskýri þessar hækkanir.Er innistæða fyrir öllum þessum hækkunum? „Já enn sem komið er held ég að það sé töluverð innistæða fyrir þessum hækkunum. Það náttúrulega skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi að það er væntanlega töluverður skortur á framboði, það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn,” segir Ari.Heilbrigðari markaður en áður Fyrstu merki um fasteignabólu séu hins vegar ekki komin fram. „Við erum ekki að sjá það eins og á árunum fyrir hrun þar sem að þetta var drifið áfram mikið með skuldsetningu. Við erum með allt aðrar aðstæður í skuldsetningu núna. Fólk hefur frekar verið að borga upp lán, þannig að eigið fé í öllum þessum massa sem fólk er að eignast er miklu meira heldur en áður. Að því leyti er þetta miklu heilbrigðara,” segir Ari. Þrátt fyrir skort á framboði af húsnæði segir Ari að töluvert meira sé í byggingu en verið hefur. Því sé von á áframhaldandi hækkunum næstu ár. „Ég held að næsta ár líti álíka út. Við spáum til dæmis 10 prósent hækkun á milli 2016 og 2017 og svo fari að draga frekar úr. En allt í allt, þá held ég að þróunin sem að hefur verið síðustu ár hún kemur til með að halda áfram,” segir Ari.
Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent