Íbúð í miðbænum næstum tvöfaldast á fimm árum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. desember 2016 19:17 Íbúð í miðbæ Reykjavík hefur næstum tvöfaldast í verði á síðustu fimm árum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir innistæðu fyrir miklum hækkunum á fasteignaverði og gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram.11% hækkun árið 2016 Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð hér á höfuðborgarsvæðinu hækkað jafnt og þétt. 2011 hækkaði það um 5 prósent, 7 prósent 2012, sex prósent 2013, átta prósent 2014 og níu prósent 2015. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hækkunin í ár verði tæp 11 prósent en það yrði mesta hækkun frá árinu 2006. Á síðustu fimm árum hefur fjölbýli í miðborg Reykjavíkur hækkað um 93 prósent. Þetta þýðir að íbúð sem keypt var á þessu svæði 1. janúar 2011 á 25 milljónir króna hefur næstum tvöfaldast í verði, og kostar rúmar 48 milljónir í dag. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir fasteignaverð hafa hækkað hraðar síðustu mánuði en gert var ráð fyrir. Almennur uppgangur í samfélaginu og kaupmáttaraukning útskýri þessar hækkanir.Er innistæða fyrir öllum þessum hækkunum? „Já enn sem komið er held ég að það sé töluverð innistæða fyrir þessum hækkunum. Það náttúrulega skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi að það er væntanlega töluverður skortur á framboði, það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn,” segir Ari.Heilbrigðari markaður en áður Fyrstu merki um fasteignabólu séu hins vegar ekki komin fram. „Við erum ekki að sjá það eins og á árunum fyrir hrun þar sem að þetta var drifið áfram mikið með skuldsetningu. Við erum með allt aðrar aðstæður í skuldsetningu núna. Fólk hefur frekar verið að borga upp lán, þannig að eigið fé í öllum þessum massa sem fólk er að eignast er miklu meira heldur en áður. Að því leyti er þetta miklu heilbrigðara,” segir Ari. Þrátt fyrir skort á framboði af húsnæði segir Ari að töluvert meira sé í byggingu en verið hefur. Því sé von á áframhaldandi hækkunum næstu ár. „Ég held að næsta ár líti álíka út. Við spáum til dæmis 10 prósent hækkun á milli 2016 og 2017 og svo fari að draga frekar úr. En allt í allt, þá held ég að þróunin sem að hefur verið síðustu ár hún kemur til með að halda áfram,” segir Ari. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira
Íbúð í miðbæ Reykjavík hefur næstum tvöfaldast í verði á síðustu fimm árum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir innistæðu fyrir miklum hækkunum á fasteignaverði og gerir ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram.11% hækkun árið 2016 Síðustu fimm ár hefur fasteignaverð hér á höfuðborgarsvæðinu hækkað jafnt og þétt. 2011 hækkaði það um 5 prósent, 7 prósent 2012, sex prósent 2013, átta prósent 2014 og níu prósent 2015. Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að hækkunin í ár verði tæp 11 prósent en það yrði mesta hækkun frá árinu 2006. Á síðustu fimm árum hefur fjölbýli í miðborg Reykjavíkur hækkað um 93 prósent. Þetta þýðir að íbúð sem keypt var á þessu svæði 1. janúar 2011 á 25 milljónir króna hefur næstum tvöfaldast í verði, og kostar rúmar 48 milljónir í dag. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir fasteignaverð hafa hækkað hraðar síðustu mánuði en gert var ráð fyrir. Almennur uppgangur í samfélaginu og kaupmáttaraukning útskýri þessar hækkanir.Er innistæða fyrir öllum þessum hækkunum? „Já enn sem komið er held ég að það sé töluverð innistæða fyrir þessum hækkunum. Það náttúrulega skiptir mjög miklu máli í þessu sambandi að það er væntanlega töluverður skortur á framboði, það vantar fleiri íbúðir inn á markaðinn,” segir Ari.Heilbrigðari markaður en áður Fyrstu merki um fasteignabólu séu hins vegar ekki komin fram. „Við erum ekki að sjá það eins og á árunum fyrir hrun þar sem að þetta var drifið áfram mikið með skuldsetningu. Við erum með allt aðrar aðstæður í skuldsetningu núna. Fólk hefur frekar verið að borga upp lán, þannig að eigið fé í öllum þessum massa sem fólk er að eignast er miklu meira heldur en áður. Að því leyti er þetta miklu heilbrigðara,” segir Ari. Þrátt fyrir skort á framboði af húsnæði segir Ari að töluvert meira sé í byggingu en verið hefur. Því sé von á áframhaldandi hækkunum næstu ár. „Ég held að næsta ár líti álíka út. Við spáum til dæmis 10 prósent hækkun á milli 2016 og 2017 og svo fari að draga frekar úr. En allt í allt, þá held ég að þróunin sem að hefur verið síðustu ár hún kemur til með að halda áfram,” segir Ari.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Sjá meira