Árshátíð leikjaiðnaðar og sýndarveruleika gengin í garð Vignir Guðmundsson skrifar 28. september 2016 09:00 Slush PLAY ráðstefnan verður haldin í annað sinn hér á Íslandi í þessari viku, dagana 28.-29. september í Austurbæ. Búist er við um 350 ráðstefnugestum þetta árið, sem er töluverð fjölgun frá því í fyrra þegar rúmlega 200 ráðstefnugestir komu saman. Að mínu mati er ráðstefnan algjör lykilviðburður fyrir íslenskan leikjaiðnað. Við fáum hér tækifæri til þess að bjóða á okkar heimavöll vigtandi sérfræðingum, fyrirtækjum, fjárfestum og öðru áhugafólki á sviði leikjaiðnaðar og sýndarveruleika. Icelandic Startups hefur staðið sig frábærlega í að skipuleggja ráðstefnuna í ár og viðburði henni tengda, í samstarfi við fjölmarga samstarfsaðila. Þrátt fyrir að viðburðurinn fari nú einungis fram í annað sinn, þá laðar hann að sér alþjóðleg fyrirtæki og fjárfestingarsjóði sem eru mörg hver leiðandi á sviði leikjaiðnaðar og sýndarveruleika. Má þar nefna fyrirtækin Unity, Wargaming, King, Valve og Lionsgate og fjárfestingarsjóði hjá Goldman Sachs, Horizons Ventures og Beringer Finance. Það er í raun ótrúlegt hversu hratt Slush PLAY hefur vaxið sem eftirsóknarverður viðburður á þessu sviði. En hvað gerir það að verkum að svo margir alþjóðlegir lykilaðilar í leikjaiðnaði og sýndarveruleika sækjast eftir því að koma til Íslands til að taka þátt í Slush PLAY? Svarið við þeirri spurningu er tvískipt. Í fyrsta lagi er það vegna þess hve leiðandi íslensk fyrirtæki hafa verið á vaxtarskeiði sýndarveruleikatækni á heimsvísu. Fyrirtækin CCP, Sólfar og Aldin Dynamics hafa öll hlotið gífurlega góða dóma fyrir sínar upplifanir. Til að mynda er leikurinn Gunjack frá CCP mest selda upplifun í sýndarveruleika frá upphafi. Í öðru lagi er það vegna þess hversu góða ásýnd Ísland hefur byggt upp síðastliðin ár sem áhugaverður staður til að heimsækja. Afrakstur þess sést bersýnilega í gríðarlegum vexti í ferðaþjónustu síðastliðin ár. Slush PLAY hefur farið einstaklega vel af stað sem ráðstefna þessi fyrstu ár. Við höfum gullið tækifæri í höndunum til þess að móta Slush PLAY til framtíðar sem árshátíð leikjaiðnaðar og sýndarveruleika á heimsvísu. Ekki bara fyrir íslenskan iðnað. Ávinningurinn af því yrði gífurlegur fyrir íslenskt samfélag og hugverkaiðnað. Til þess að það geti gerst þarf sameiginlegt átak frá sprotasamfélagi, fyrirtækjum, stuðningsaðilum, ráðuneytum og stjórnsýslu. Tökum höndum saman og látum það gerast! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Slush PLAY ráðstefnan verður haldin í annað sinn hér á Íslandi í þessari viku, dagana 28.-29. september í Austurbæ. Búist er við um 350 ráðstefnugestum þetta árið, sem er töluverð fjölgun frá því í fyrra þegar rúmlega 200 ráðstefnugestir komu saman. Að mínu mati er ráðstefnan algjör lykilviðburður fyrir íslenskan leikjaiðnað. Við fáum hér tækifæri til þess að bjóða á okkar heimavöll vigtandi sérfræðingum, fyrirtækjum, fjárfestum og öðru áhugafólki á sviði leikjaiðnaðar og sýndarveruleika. Icelandic Startups hefur staðið sig frábærlega í að skipuleggja ráðstefnuna í ár og viðburði henni tengda, í samstarfi við fjölmarga samstarfsaðila. Þrátt fyrir að viðburðurinn fari nú einungis fram í annað sinn, þá laðar hann að sér alþjóðleg fyrirtæki og fjárfestingarsjóði sem eru mörg hver leiðandi á sviði leikjaiðnaðar og sýndarveruleika. Má þar nefna fyrirtækin Unity, Wargaming, King, Valve og Lionsgate og fjárfestingarsjóði hjá Goldman Sachs, Horizons Ventures og Beringer Finance. Það er í raun ótrúlegt hversu hratt Slush PLAY hefur vaxið sem eftirsóknarverður viðburður á þessu sviði. En hvað gerir það að verkum að svo margir alþjóðlegir lykilaðilar í leikjaiðnaði og sýndarveruleika sækjast eftir því að koma til Íslands til að taka þátt í Slush PLAY? Svarið við þeirri spurningu er tvískipt. Í fyrsta lagi er það vegna þess hve leiðandi íslensk fyrirtæki hafa verið á vaxtarskeiði sýndarveruleikatækni á heimsvísu. Fyrirtækin CCP, Sólfar og Aldin Dynamics hafa öll hlotið gífurlega góða dóma fyrir sínar upplifanir. Til að mynda er leikurinn Gunjack frá CCP mest selda upplifun í sýndarveruleika frá upphafi. Í öðru lagi er það vegna þess hversu góða ásýnd Ísland hefur byggt upp síðastliðin ár sem áhugaverður staður til að heimsækja. Afrakstur þess sést bersýnilega í gríðarlegum vexti í ferðaþjónustu síðastliðin ár. Slush PLAY hefur farið einstaklega vel af stað sem ráðstefna þessi fyrstu ár. Við höfum gullið tækifæri í höndunum til þess að móta Slush PLAY til framtíðar sem árshátíð leikjaiðnaðar og sýndarveruleika á heimsvísu. Ekki bara fyrir íslenskan iðnað. Ávinningurinn af því yrði gífurlegur fyrir íslenskt samfélag og hugverkaiðnað. Til þess að það geti gerst þarf sameiginlegt átak frá sprotasamfélagi, fyrirtækjum, stuðningsaðilum, ráðuneytum og stjórnsýslu. Tökum höndum saman og látum það gerast!
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar