Kennslukonan og kjarabaráttan Hulda María Magnúsdóttir skrifar 28. september 2016 15:43 Um daginn stóð ég uppi á borði, íklædd kjól, að reyna að koma skjávarpanum í kennslustofunni minni í lag. Á meðan ég dundaði við þetta grínaðist ég með það hvort þetta væri nú ekki lýsandi fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (ekki við sjálfa mig heldur foreldrana sem voru mættir á fund og fylgdust með mér). Það var hlegið, skjávarpinn hrökk í gang og ég gat haldið kynningarfund. Ég var samt ekki að segja neinn brandara. Þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að X mikið af peningum hafi verið sett í skólakerfið á undanförnum árum verða kennarar lítið sem ekkert varir við það. Það að eitthvað hafi mögulega skánað þýðir ekki að það sé komið í lag. Að tengja það saman að ekki sé hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi vegna kjarasamninga grunn- og leikskólakennara er hrein móðgun! Í alvöru talað! Get ég ekki fengið launahækkun nema þjónustan við barnið mitt verði skert? Í hvers konar veruleika á ég að fá samviskubit yfir því að vilja sanngjörn laun fyrir vinnuna mína? Krafan í stéttinni núna er 5 ára háskólanám til að fá réttindi sem grunnskólakennari, meistarapróf er skilyrði og það á einfaldlega að borga almennilega fyrir það, punktur. Fyrir þremur árum skrifaði ég opið bréf til borgarfulltrúa í Reykjavík og bauð þeim að koma í heimsókn til mín í kennslustofuna. Reyndar bætti ég um betur og bauð þeim að skipta við mig í eins og viku eða svo, aðeins að leyfa þeim að prófa kennslustofuna (og mér að prófa ráðhúsið). Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki neinn borgarfulltrúi heimsótt kennslustofuna mína (eða kaffistofuna í skólanum) eða reynt sig við kennsluna. Það er greinilega mun auðveldara að tala um hlutina en að finna þá á eigin skinni. Svo ég leyfi mér að sletta: „If you can´t walk the walk, don´t talk the talk!“ Ekki segja mér að þið vitið af álagi á kennurum, að það þurfi að bæta hitt og þetta og alls konar. Ég veit þetta allt saman og það þarf ekki að segja mér frá því, það þarf ekki að segja neinum kennara frá því. Það sem þarf er að gera eitthvað í því! Hvernig væri að kjörnir fulltrúar myndu leggja það á sig að koma skipulega í heimsóknir í skólana? Þá er ég ekki að tala um tyllidagaheimsóknir með ræðuhöldum og myndatökum heldur alvörunni heimsóknir þar sem talað við kennara og staðan á gólfinu skoðuð! Ég veit að skólakerfið er ekki það eina í borginni sem þarf að reka en ég veit líka að það er hlutfallslega mjög stór hluti og það mætti því væntanlega eyða hlutfallslega góðum tíma borgarfulltrúa í að tala við fólkið sem heldur því uppi! Það er líka ekkert sem bannar sveitarfélögunum að semja hvert við sína kennara og þannig skapa sína eigin stefnu í skólamálum. Að verða sveitarfélagið sem er eftirsóttur vinnustaður fyrir að leggja metnað í að vera í fremstu röð á landinu. Þá er ég ekki að vísa í einhver meðaltöl úr samræmdu prófunum heldur að þörfum nemenda sé sinnt á viðunandi hátt og kennurum búnar aðstæður til að geta mætt þessum þörfum. Það er því miður ekki staðan í dag og ég leyfi mér hér með að skora á minn vinnuveitanda, stærsta sveitarfélag landsins, að fara á undan með góðu fordæmi og sýna í verki að Reykjavík vill raunverulega eiga og viðhalda góðu skólastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um daginn stóð ég uppi á borði, íklædd kjól, að reyna að koma skjávarpanum í kennslustofunni minni í lag. Á meðan ég dundaði við þetta grínaðist ég með það hvort þetta væri nú ekki lýsandi fyrir fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar (ekki við sjálfa mig heldur foreldrana sem voru mættir á fund og fylgdust með mér). Það var hlegið, skjávarpinn hrökk í gang og ég gat haldið kynningarfund. Ég var samt ekki að segja neinn brandara. Þrátt fyrir yfirlýsingar borgarstjóra um að X mikið af peningum hafi verið sett í skólakerfið á undanförnum árum verða kennarar lítið sem ekkert varir við það. Það að eitthvað hafi mögulega skánað þýðir ekki að það sé komið í lag. Að tengja það saman að ekki sé hægt að halda uppi ákveðnu þjónustustigi vegna kjarasamninga grunn- og leikskólakennara er hrein móðgun! Í alvöru talað! Get ég ekki fengið launahækkun nema þjónustan við barnið mitt verði skert? Í hvers konar veruleika á ég að fá samviskubit yfir því að vilja sanngjörn laun fyrir vinnuna mína? Krafan í stéttinni núna er 5 ára háskólanám til að fá réttindi sem grunnskólakennari, meistarapróf er skilyrði og það á einfaldlega að borga almennilega fyrir það, punktur. Fyrir þremur árum skrifaði ég opið bréf til borgarfulltrúa í Reykjavík og bauð þeim að koma í heimsókn til mín í kennslustofuna. Reyndar bætti ég um betur og bauð þeim að skipta við mig í eins og viku eða svo, aðeins að leyfa þeim að prófa kennslustofuna (og mér að prófa ráðhúsið). Það er skemmst frá því að segja að enn hefur ekki neinn borgarfulltrúi heimsótt kennslustofuna mína (eða kaffistofuna í skólanum) eða reynt sig við kennsluna. Það er greinilega mun auðveldara að tala um hlutina en að finna þá á eigin skinni. Svo ég leyfi mér að sletta: „If you can´t walk the walk, don´t talk the talk!“ Ekki segja mér að þið vitið af álagi á kennurum, að það þurfi að bæta hitt og þetta og alls konar. Ég veit þetta allt saman og það þarf ekki að segja mér frá því, það þarf ekki að segja neinum kennara frá því. Það sem þarf er að gera eitthvað í því! Hvernig væri að kjörnir fulltrúar myndu leggja það á sig að koma skipulega í heimsóknir í skólana? Þá er ég ekki að tala um tyllidagaheimsóknir með ræðuhöldum og myndatökum heldur alvörunni heimsóknir þar sem talað við kennara og staðan á gólfinu skoðuð! Ég veit að skólakerfið er ekki það eina í borginni sem þarf að reka en ég veit líka að það er hlutfallslega mjög stór hluti og það mætti því væntanlega eyða hlutfallslega góðum tíma borgarfulltrúa í að tala við fólkið sem heldur því uppi! Það er líka ekkert sem bannar sveitarfélögunum að semja hvert við sína kennara og þannig skapa sína eigin stefnu í skólamálum. Að verða sveitarfélagið sem er eftirsóttur vinnustaður fyrir að leggja metnað í að vera í fremstu röð á landinu. Þá er ég ekki að vísa í einhver meðaltöl úr samræmdu prófunum heldur að þörfum nemenda sé sinnt á viðunandi hátt og kennurum búnar aðstæður til að geta mætt þessum þörfum. Það er því miður ekki staðan í dag og ég leyfi mér hér með að skora á minn vinnuveitanda, stærsta sveitarfélag landsins, að fara á undan með góðu fordæmi og sýna í verki að Reykjavík vill raunverulega eiga og viðhalda góðu skólastarfi.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun