Rukka meira í Bláa lónið á álagstímum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. júní 2016 09:00 Stakur miði kostar frá 7.100 kr upp í 8.500 krónur. Þá eru dýrari pakkar í boði. vísir/bláa lónið Verð fyrir hvern einstakling ofan í Bláa lónið miðast nú við framboð og eftirspurn eftir verðbreytingar sem gerðar voru í síðasta mánuði. Þannig getur stakur miði kostað frá 7.100 krónum upp í 8.500 krónur, eftir því á hvaða tíma dags viðkomandi bókar sig í lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar til þess fallnar að dreifa gestum betur yfir daginn. Þannig sé hægt að veita hverjum og einum betri þjónustu.Ákveðnir tímar vannýttir „Það er þannig að ákveðnir tímar dagsins eru vinsælli en aðrir. Sumir tímar voru að seljast illa og voru vannýttir og við höfðum verið að lenda í því á vissum dögum að allt að helmingur gestanna kom kannski bara á þriggja klukkustunda tímabili. Þess vegna breyttum við þessu og í raun snýst þetta um að veita betri þjónustu þannig að hver gestur nái að njóta sín betur,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bláa lónið hagnast um milljarða Aðsókn í lónið er mikil, svo mjög að nauðsynlegt er að bóka miða fyrir fram í gegnum bókunarkerfi á vefsíðu þess. Dagný segir að til þess að mæta þessum aukna fjölda gesta hafi lónið verið stækkað, fleiri starfsmenn ráðnir inn og þjónustustig aukið. „Við erum í fyrsta sinn með yfir 500 manns á launaskrá þannig að það eru mun fleiri starfsmenn á hvern gest en áður,“ segir hún. Dagný segir breytingarnar ekki svo frábrugðnar því sem tíðkast almennt í ferðaþjónustu, til dæmis hjá flugfélögum, þar sem takmarkað magn sé í boði. „Við erum í raun bara í svipuðum aðstæðum og flugfélögin, þar sem ákveðinn fjöldi sæta er í boði og verðið breytilegt.“Líkt og sjá má hér er verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dags bókað er.mynd/bláa lóniðUm lúxusþjónustu að ræða Verð í Bláa lónið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2011 kostaði miðinn að sumarlagi 4.800 krónur og á síðasta ári var hann kominn upp í 6.800 krónur. Þá var starfsemi Bláa lónsins undanþegin skatti, eða til 1. janúar 2016, þegar stakur miði hækkaði enn frekar. Dagný segist ekki sammála því að dýrt sé að fara í lónið. „Virði heimsóknarinnar er persónuleg og byggir á persónugildi hvers og eins. Við gerum könnun á meðal gesta í hverjum mánuði um ánægju þeirra og ítrekað sjáum við það að þeir sem kaupa dýrustu pakkanna eru ánægðastir. Við erum að búa til lúxusþjónustu á Íslandi.“ Aðspurð hvort frekari verðhækkanir séu í vændum segir hún slíka ákvörðun ekki hafa verið tekna. „Við leyfum sumrinu bara að líða áður en við tökum ákvörðun um það.“ Ekki hafa verið gerðar verðbreytingar á svokölluðu heimsóknargjaldi, sem er 10 evrur eða um 1.400 íslenskar krónur. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Allir sem vilja heimsækja Bláa Lónið þurfa að greiða svonefnt heimsóknargjald sem nemur 10 evrum á mann. Þetta gjald er umreiknað í íslenskar krónur við komu, m.v gengi dagsins. Athugið að heimsóknargjaldið er innifalið í baðgjaldinu.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Verð fyrir hvern einstakling ofan í Bláa lónið miðast nú við framboð og eftirspurn eftir verðbreytingar sem gerðar voru í síðasta mánuði. Þannig getur stakur miði kostað frá 7.100 krónum upp í 8.500 krónur, eftir því á hvaða tíma dags viðkomandi bókar sig í lónið. Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir breytingarnar til þess fallnar að dreifa gestum betur yfir daginn. Þannig sé hægt að veita hverjum og einum betri þjónustu.Ákveðnir tímar vannýttir „Það er þannig að ákveðnir tímar dagsins eru vinsælli en aðrir. Sumir tímar voru að seljast illa og voru vannýttir og við höfðum verið að lenda í því á vissum dögum að allt að helmingur gestanna kom kannski bara á þriggja klukkustunda tímabili. Þess vegna breyttum við þessu og í raun snýst þetta um að veita betri þjónustu þannig að hver gestur nái að njóta sín betur,“ segir Dagný í samtali við Vísi.Sjá einnig:Bláa lónið hagnast um milljarða Aðsókn í lónið er mikil, svo mjög að nauðsynlegt er að bóka miða fyrir fram í gegnum bókunarkerfi á vefsíðu þess. Dagný segir að til þess að mæta þessum aukna fjölda gesta hafi lónið verið stækkað, fleiri starfsmenn ráðnir inn og þjónustustig aukið. „Við erum í fyrsta sinn með yfir 500 manns á launaskrá þannig að það eru mun fleiri starfsmenn á hvern gest en áður,“ segir hún. Dagný segir breytingarnar ekki svo frábrugðnar því sem tíðkast almennt í ferðaþjónustu, til dæmis hjá flugfélögum, þar sem takmarkað magn sé í boði. „Við erum í raun bara í svipuðum aðstæðum og flugfélögin, þar sem ákveðinn fjöldi sæta er í boði og verðið breytilegt.“Líkt og sjá má hér er verðið misjafnt eftir því á hvaða tíma dags bókað er.mynd/bláa lóniðUm lúxusþjónustu að ræða Verð í Bláa lónið hefur hækkað jafnt og þétt í gegnum árin. Árið 2011 kostaði miðinn að sumarlagi 4.800 krónur og á síðasta ári var hann kominn upp í 6.800 krónur. Þá var starfsemi Bláa lónsins undanþegin skatti, eða til 1. janúar 2016, þegar stakur miði hækkaði enn frekar. Dagný segist ekki sammála því að dýrt sé að fara í lónið. „Virði heimsóknarinnar er persónuleg og byggir á persónugildi hvers og eins. Við gerum könnun á meðal gesta í hverjum mánuði um ánægju þeirra og ítrekað sjáum við það að þeir sem kaupa dýrustu pakkanna eru ánægðastir. Við erum að búa til lúxusþjónustu á Íslandi.“ Aðspurð hvort frekari verðhækkanir séu í vændum segir hún slíka ákvörðun ekki hafa verið tekna. „Við leyfum sumrinu bara að líða áður en við tökum ákvörðun um það.“ Ekki hafa verið gerðar verðbreytingar á svokölluðu heimsóknargjaldi, sem er 10 evrur eða um 1.400 íslenskar krónur. Á vefsíðu Bláa lónsins segir: „Allir sem vilja heimsækja Bláa Lónið þurfa að greiða svonefnt heimsóknargjald sem nemur 10 evrum á mann. Þetta gjald er umreiknað í íslenskar krónur við komu, m.v gengi dagsins. Athugið að heimsóknargjaldið er innifalið í baðgjaldinu.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira