Allar líkur eru á að stýrivextir í Bandaríkjunum verði áfram lágir næstu misseri vegna óstöðugleika í alþjóðlegum fjármálaheimi og óvissu vegna kosninga um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, á fundi í dag.
Yellen sagðist reikna með því að seðlabanki Bandaríkjanna myndi hækka stýrivexti á ný í september. Á þeim tíma má áætla að öflugri vöxtur verði á vinnumarkaði. Yellen sér einnig fram á hækkun í desember. Búist er við vaxandi verðbólgu á næsta ári og því muni Seðlabankinn þurfa að bregðast við.
Yellen sagði að Seðlabankinn hafi þurft að breyta áætlunum sínum eftir fyrstu hækkun stýrivaxta í mörg ár í desember í ljósi sveiflna sem áttu sér í stað á alþjóðafjármálamarkaði í janúar. Á sama tíma hafi hægt á hagvexti innanlands og hrávöruverð olíu lækkaði.
Yellen sagðist reikna með því að seðlabanki Bandaríkjanna myndi hækka stýrivexti á ný í september. Á þeim tíma má áætla að öflugri vöxtur verði á vinnumarkaði. Yellen sér einnig fram á hækkun í desember. Búist er við vaxandi verðbólgu á næsta ári og því muni Seðlabankinn þurfa að bregðast við.
Yellen sagði að Seðlabankinn hafi þurft að breyta áætlunum sínum eftir fyrstu hækkun stýrivaxta í mörg ár í desember í ljósi sveiflna sem áttu sér í stað á alþjóðafjármálamarkaði í janúar. Á sama tíma hafi hægt á hagvexti innanlands og hrávöruverð olíu lækkaði.