Evrópska handknattleikssambandið, EHF, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni vegna fyrirkomulagsins á EM í Póllandi.
Það liðu aðeins 20 tímar frá leik Dana og Svía þar til Danir voru mættir í leikinn gegn Þjóðverjum í gær. Þjóðverjar fengu að hvíla sólarhring lengur og landsliðsþjálfari þeirra, Dagur Sigurðsson, fann til með Dönunum.
„Þar sem við fengum aukadaga til þess að hvíla okkur þá vorum við ferskari síðasta korterið í leiknum. Það er engin spurning að það hjálpaði okkur,“ sagði Dagur en hans lið hvíldi í þrjá daga fyrir leikinn.
„Það er erfitt að glíma við svona aðstæður. Danir gerðu fleiri mistök síðasta korterið en þeir gera venjulega. Þegar slíkt gerist er það oftar en ekki þreytu um að kenna.“
Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld

Tengdar fréttir

Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart
Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld.

Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit
Ótrúleg úrslit á EM í Póllandi í slag íslensku þjálfaranna. Danir verða að bíða til kvölds til að sjá hvort að þeir fara áfram í undanúrslit.

„Guðmundur á að halda starfinu“
Sérfræðingur TV 2 segir að þrátt fyrir skelfilegan árangur á EM í Póllandi eigi Guðmundur Guðmundsson að fá tækifæri til að koma Dönum til Ríó.

Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu
Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld.

Guðmundur: Vorum einfaldlega of þreyttir
Danir spiluðu tvo leiki innan sólahrings og það reyndist þeim dýrkeypt í kvöld.

Guðmundur við blaðamann: Þú ert sérfræðingurinn, ekki satt?
"Þú kannski heldur að Svíþjóð sé með ömurlegt lið,“ sagði pirraður landsliðsþjálfari Danmerkur eftir tapið gegn Þýskalandi í kvöld.