Alþýðufylkingin valkostur í komandi kosningum Ægir Björgvinsson skrifar 24. október 2016 00:00 Nú er komið að kosningum og ég er búinn að finna mína hillu, svo blöskrar mér framganga ráðandi flokka og annarra sem staðið hafa að stjórnun Íslands síðustu áratugi, (og tel enga batavon hjá neinum þeirra), að ég hef tekið stöðu með Alþýðufylkingunni. Hún er afl sem er með réttláta stefnuskrá sem er miðuð við þarfir hins almenna borgara í því að sjá sér og sínum farborða. Ég á börn og barnabörn sem eru að takast á við mjög erfiða fjárhagslega framtíð er varðar eignamyndun í íbúðahúsnæði og að takast á við heilsufarsleg vandamál. Ég tel fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar vera plagg sem tekur á málunum eins og þau ættu að vera, þess vegna gef ég kost á mér í 3ja sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi (Kraganum). Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar tekur af miklum metnaði á helstu málum er varðar íslenskt samfélag og þá einstaklinga sem búa landið. Þegar við komumst til áhrifa verður neyðaráætlun virkt, þ.e. Landspítalinn fær a.m.k. einn milljarð strax, áður en byrjað verður á kerfisbreytingum, sala ríkiseigna verður stöðvuð strax og bætur öryrkja verða uppfærðar strax, þær hafa verið frystar frá hruni. Hvað er Alþýðufylkingin? Hún er fjöldahreyfing sem berst fyrir hagsmunum alþýðunnar, en hennar hagsmunir eru grundvöllurinn að öllum okkar baráttumálum. Við tökum ekki undir áróður um að bæta megi lífskjör með auknum hagvexti, í samfélagi eins og byggst hefur upp á Íslandi fylgir auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu, lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagsins, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi. Í áætluninni er gerð grein fyrir helstu baráttumarkmiðum Alþýðufylkingarinnar á næstu árum, innra samhengi þeirra og samhengi þeirra við framtíðarsýn flokksins um betra samfélag. Þessi áætlun er ekki listi af loforðum heldur ábending um að ef við viljum betra þjóðfélag þar sem við erum okkar eigin gæfu smiðir, þá þurfum við að berjast fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að kosningum og ég er búinn að finna mína hillu, svo blöskrar mér framganga ráðandi flokka og annarra sem staðið hafa að stjórnun Íslands síðustu áratugi, (og tel enga batavon hjá neinum þeirra), að ég hef tekið stöðu með Alþýðufylkingunni. Hún er afl sem er með réttláta stefnuskrá sem er miðuð við þarfir hins almenna borgara í því að sjá sér og sínum farborða. Ég á börn og barnabörn sem eru að takast á við mjög erfiða fjárhagslega framtíð er varðar eignamyndun í íbúðahúsnæði og að takast á við heilsufarsleg vandamál. Ég tel fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar vera plagg sem tekur á málunum eins og þau ættu að vera, þess vegna gef ég kost á mér í 3ja sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi (Kraganum). Fjögurra ára áætlun Alþýðufylkingarinnar tekur af miklum metnaði á helstu málum er varðar íslenskt samfélag og þá einstaklinga sem búa landið. Þegar við komumst til áhrifa verður neyðaráætlun virkt, þ.e. Landspítalinn fær a.m.k. einn milljarð strax, áður en byrjað verður á kerfisbreytingum, sala ríkiseigna verður stöðvuð strax og bætur öryrkja verða uppfærðar strax, þær hafa verið frystar frá hruni. Hvað er Alþýðufylkingin? Hún er fjöldahreyfing sem berst fyrir hagsmunum alþýðunnar, en hennar hagsmunir eru grundvöllurinn að öllum okkar baráttumálum. Við tökum ekki undir áróður um að bæta megi lífskjör með auknum hagvexti, í samfélagi eins og byggst hefur upp á Íslandi fylgir auknum hagvexti jafnan aukinn ójöfnuður og skuldsetning, enda taka auðmenn sér ríflegan hagnað út úr aukinni veltu, lykilatriði er félagsvæðing innviða samfélagsins, þar sem fjármálakerfið og nauðsynleg samfélagsþjónusta við alla er í fyrirrúmi. Í áætluninni er gerð grein fyrir helstu baráttumarkmiðum Alþýðufylkingarinnar á næstu árum, innra samhengi þeirra og samhengi þeirra við framtíðarsýn flokksins um betra samfélag. Þessi áætlun er ekki listi af loforðum heldur ábending um að ef við viljum betra þjóðfélag þar sem við erum okkar eigin gæfu smiðir, þá þurfum við að berjast fyrir því.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar