Hvar á menningin heima? Páll Rafnar Þorsteinsson og Birna Hafstein skrifar 24. október 2016 22:03 „Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun