Maríusystur – leyniregla með 7500 félaga Hanna Kristín Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar