Maríusystur – leyniregla með 7500 félaga Hanna Kristín Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun