Afleitar almennings- samgöngur á Álftanesi Eygló Ingadóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Opið bréf til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Ágæti bæjarstjóri. Nú eru tæp fjögur ár liðin frá því að Álftanes og Garðabær sameinuðust í eitt sveitarfélag. Fyrir okkur Álftnesinga hefur þetta að mörgu leyti haft marga kosti í för með sér enda geta stærri sveitarfélög veitt íbúum sínum betri og fjölbreyttari þjónustu en lítil og fámenn. Þrátt fyrir að Álftnesingar sæki í auknum mæli þjónustu inn í Garðabæ, þá hefur eitt ekki breyst og það eru almenningssamgöngur út á Álftanes. Við búum enn þá við það að strætó sé ekki raunhæfur samgöngumáti þar sem fáar sem engar strætóferðir eru út á Álftanes á kvöldin og á helgi- og sunnudögum. Á Álftanesi búa 2.500 manns sem eru ekki í göngufæri við stofnleiðir strætó. Það þarf betri þjónustu við íbúa í slíkum hverfum. Almenningssamgöngur eru í sókn um þessar mundir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi telur ekki eftir sér að ferðast með strætó. Tæknin hefur líka auðveldað notkun á almenningsvögnum og gert ferðir ánægjulegri. Með svokölluðu strætóappi má sjá hvenær von er á vagninum og því þurfa farþegar ekki lengur að bíða á biðstöðinni í öllum veðrum. Einnig er hægt að nýta sér netið meðan á ferð stendur. Í ársskýrslu Strætó bs. segir að farþegum fjölgi jafnt og þétt og að sveitarfélögin hafi sett sér það markmið að auka hlutfall þeirra sem nota strætó enn frekar eða úr 4% í 12% árið 2040. Þetta er frábært markmið, en því verður ekki náð meðan takmarkaðar og jafnvel engar ferðir eru í boði um kvöld og helgar.Hagkvæmara að flytja í burtu Þess eru mörg dæmi að Álftnesingar flytji burtu þegar börnin stálpast og fara að sækja skóla utan nessins, enda þá tvennt í boði; endalaus keyrsla um langan veg eða að kaupa aukabíl á heimilið. Þá er hagkvæmara að flytja í burtu og komast í tengsl við góðar almenningssamgöngur. Þessi þróun getur hvorki verið jákvæð né hagkvæm fyrir sveitarfélagið. Okkur Álftnesingum er það gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að almenningssamgöngur batni sem allra fyrst. Lágmarkskrafan er að strætó gangi á 30 mínútna fresti allan daginn og að vagninn gangi á minnst klukkustundarfresti á kvöldin og á sunnu- og helgidögum. Mér er kunnugt um að það standi ekki á Strætó bs. að koma til móts við okkur Álftnesinga, hins vegar dragi bæjarstjórn Garðabæjar lappirnar. Því spyr ég fyrir hönd okkar „vesturbæinga“: hvenær hyggst bæjarstjórnin bæta almenningssamgöngur á Álftanesi?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra Garðabæjar. Ágæti bæjarstjóri. Nú eru tæp fjögur ár liðin frá því að Álftanes og Garðabær sameinuðust í eitt sveitarfélag. Fyrir okkur Álftnesinga hefur þetta að mörgu leyti haft marga kosti í för með sér enda geta stærri sveitarfélög veitt íbúum sínum betri og fjölbreyttari þjónustu en lítil og fámenn. Þrátt fyrir að Álftnesingar sæki í auknum mæli þjónustu inn í Garðabæ, þá hefur eitt ekki breyst og það eru almenningssamgöngur út á Álftanes. Við búum enn þá við það að strætó sé ekki raunhæfur samgöngumáti þar sem fáar sem engar strætóferðir eru út á Álftanes á kvöldin og á helgi- og sunnudögum. Á Álftanesi búa 2.500 manns sem eru ekki í göngufæri við stofnleiðir strætó. Það þarf betri þjónustu við íbúa í slíkum hverfum. Almenningssamgöngur eru í sókn um þessar mundir. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi telur ekki eftir sér að ferðast með strætó. Tæknin hefur líka auðveldað notkun á almenningsvögnum og gert ferðir ánægjulegri. Með svokölluðu strætóappi má sjá hvenær von er á vagninum og því þurfa farþegar ekki lengur að bíða á biðstöðinni í öllum veðrum. Einnig er hægt að nýta sér netið meðan á ferð stendur. Í ársskýrslu Strætó bs. segir að farþegum fjölgi jafnt og þétt og að sveitarfélögin hafi sett sér það markmið að auka hlutfall þeirra sem nota strætó enn frekar eða úr 4% í 12% árið 2040. Þetta er frábært markmið, en því verður ekki náð meðan takmarkaðar og jafnvel engar ferðir eru í boði um kvöld og helgar.Hagkvæmara að flytja í burtu Þess eru mörg dæmi að Álftnesingar flytji burtu þegar börnin stálpast og fara að sækja skóla utan nessins, enda þá tvennt í boði; endalaus keyrsla um langan veg eða að kaupa aukabíl á heimilið. Þá er hagkvæmara að flytja í burtu og komast í tengsl við góðar almenningssamgöngur. Þessi þróun getur hvorki verið jákvæð né hagkvæm fyrir sveitarfélagið. Okkur Álftnesingum er það gríðarlega mikilvægt hagsmunamál að almenningssamgöngur batni sem allra fyrst. Lágmarkskrafan er að strætó gangi á 30 mínútna fresti allan daginn og að vagninn gangi á minnst klukkustundarfresti á kvöldin og á sunnu- og helgidögum. Mér er kunnugt um að það standi ekki á Strætó bs. að koma til móts við okkur Álftnesinga, hins vegar dragi bæjarstjórn Garðabæjar lappirnar. Því spyr ég fyrir hönd okkar „vesturbæinga“: hvenær hyggst bæjarstjórnin bæta almenningssamgöngur á Álftanesi?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun