

Ég spyr þig Illugi!
Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu.
Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns.
Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi.
Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín.
Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá.
Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig.
Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar