Ég spyr þig Illugi! Ólafur Haukur Johnson skrifar 7. júní 2016 07:00 Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins er sumum ráðherrum flokksins mikil áþján. Það er áhyggjuefni að slíkir einstaklingar hafi valist til forystu. Oft heyrist sagt að þátttaka í stjórnmálum sé vandasöm. Það er rangt. Allir langlífir og farsælir stjórnmálamenn eiga eitt sameiginlegt. Þeir fylgja samviskusamlega stefnu- og hugsjónarmálum flokksins síns. Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir m.a. að flokknum sé ætlað: „Að vinna ... að þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis ...“ og í landsfundarályktun 2015 segir m.a.: „Tryggja ber ... fjölbreytt rekstrarform skóla og tekið verði tillit til ólíkra þarfa nemenda.“ Stefnan er því skýr sem þér er ætlað að vinna eftir Illugi. Í upphafi kjörtímabilsins, í september 2013, hitti ég þig á fundi. Þá fórst þú mörgum orðum um ódrengilega framkomu Katrínar Jakobsdóttur gagnvart skólanum. Þar hafi verið unnið gott starf og vinda yrði ofan af rangindum fyrri ríkisstjórnar. Síðan lofaðir þú að styðja það að gerður yrði nýr þjónustusamningur við Hraðbraut svo skólinn tæki til starfa haustið 2014. Málið velktist síðan hjá þér lengi og þú lést ekki ná í þig þrátt fyrir óteljandi tilraunir. Síðan sveikst þú öll fallegu loforðin þín. Í janúar 2015 hittumst við á fundi. Þá lofaðir þú að gert yrði mat á fjárhagslegri hagkvæmni þess fyrir ríkið að gera þjónustusamning við Hraðbraut. Það leist mér vel á enda enginn skóli í landinu sem nálgast það að ná þeirri fjárhaglegu hagkvæmni fyrir ríkið sem tveggja ára nám í Hraðbraut býður. Þegar svar þitt barst kom í ljós að allt var svikið að nýju og engir útreikningar höfðu verið gerðir á fjárhagslegri hagkvæmni Hraðbrautar. Í það minnsta lagðir þú ekki í að birta þá. Í febrúar á þessu ári hittumst við enn á fundi. Þá lofaðir þú mér því að gera þjónustusamning við Hraðbraut ef við gætum fengið stuðning Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við málið. Sá stuðningur hefur legið fyrir í nokkurn tíma en ekkert heyrist í þér vegna málsins og engin leið er að ná sambandi við þig. Nú spyr ég þig Illugi Gunnarsson: Ætlar þú að standa við loforð þitt um að gera þjónustusamning við Menntaskólann Hraðbraut svo hann geti tekið til starfa í haust? Hefur þú kjark til að fylgja grunngildum og stefnu Sjálfstæðisflokksins?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar