Dagur: Við gefumst ekki upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2016 08:00 Dagur Sigurðsson. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Dagur Sigurðsson hefur náð ótrúlegum árangri með þýska landsliðið á EM í handbolta þrátt fyrir að margir lykilmenn eru frá vegna meiðsla. Fyrir mótið duttu þeir Uwe Gensheimer, Patrick Groetzki, Patrick Wiencek, Michael Allendorf og Paul Drux allir úr leik vegna meiðsla. Engu að síður hafa Þjóðverjar nú afrekað að vinna fjóra leiki í röð eftir að hafa tapað fyrir Spánverjum í fyrsta leik. Þýskaland á fyrir vikið möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en má ekki við því að tapa fyrir Danmörku, liði Guðmundar Guðmundssonar, á miðvikudag. En enn og aftur urðu Þjóðverjar fyrir áfalli þegar þeir fyrirliðinn Steffen Weinhold og stórskyttan Christian Dissinger meiddust báðir í leik liðsins gegn Rússlandi í fyrradag. Þeir spila ekki meira á EM og hefur Dagur kallað á þá Julius Kuhn og Kai Häfner í þeirra stað.Sjá einnig: Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi „Þetta er einfaldlega minniháttar áfall fyrir okkur,“ sagði Dagur við þýska fjölmiðla í gær. „Í sannleika sagt er þetta skref til baka fyrir okkur.“ Hann hefur misst út nánast heilt byrjunarlið vegna meiðsla. „Það er rétt, við erum að fara í leikinn gegn Danmörku með hálfgert B-lið. Danmörk er eitt sigurstranglegasta liðið á EM og hefur enn ekki tapað leik. Staðreyndin er sú að við höfum misst að minnsta kosti einn mann í hverri einustu stöðu.“ Dagur ákvað strax í lok desember að hann myndi ekki ræða meira um meiðsli leikmanna sinna og einbeita sér að því jákvæða. Og þrátt fyrir allt heldur hann enn í vonina. „Við höldum áfram að reyna og gerum okkar allra besta. Við munum ekki gefast upp.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira