Formaður hundaræktarfélagsins: Ofnæmi á ekki að takmarka rétt gæludýraeigenda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2016 18:45 Mikilvægt er að gæludýraeigendur fái leyfi til að ferðast með dýrin sín í strætó. Þetta segir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Allir borgara eigi jafnan rétt á að nýta sér strætó sem samgöngutæki þar sem þeir séu reknir fyrir almannafé. Stjórn Strætó bs. er með það til skoðunar að leyfa fólki að koma með gæludýr með sér í strætisvagna. Slíkt er ekki leyfilegt í dag en hugsanlega verður farið af stað með tilraunaverkefni í haust. Hundaeigendur fagna þessu. „Þetta er mikilvægt enda er þetta eðlilegur þáttur af mannlífinu og það er eðlilegt að mega taka gæludýrið sitt með sér,“ segir Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggst gegn því að dýrunum verði hleypt í strætisvagna enda telja þau slíkt vera hættulegt fyrir þá sem eru með ofnæmi. Hér á landi er áætlað að allt að 8% ungs fólks séu með hundaofnæmi og 12% kattaofnæmi. Stjórn Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna hefur fundað og ályktað um málið.Sjá einnig:Vill meina að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi „Við lögðust gegn því vegna þess að það er fræðilegur möguleiki á því að fá slæmt astmakast ef maður er með gæludýraofnæmi. Slæmt ofnæmi sem getur jafnvel verið hættulegt,“ segir Unnur Steina Björnsdóttir formaður Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna. Unnur Steina segir að ofnæminu fylgi oft astmi sem geti verið lífshættulegur. Það sé hins vegar sjaldgæft að fólk deyi úr ofnæmisastma þó það hafi gerst. „Óþægindin eru mjög mikil og þetta getur leitt til þess að barn eða fullorðinn sé frá vinnu eða skóla í einhvern tíma eftir að hafa komist í tæri við gæludýr,“ segir Unnur Steina. „Þessir aðilar vissulega búa við sína fötlun, það er að segja ofnæmi, við höfum einfaldlega bara ekki fengið fram þau rök að þeirra ofnæmi eigi að verða til þess að það þurfi að takmarka og banna fólki og ferðast um í strætisvögnum með gæludýrin sín enda eru ofnæmisvakarnir alls staðar. Þeir hópar sem glíma við þessa erfiðleika verða einfaldlega að bregðast við þeim með öðrum hætti,“ segir Herdís. Herdís segir mikilvægt að hafa í huga að kannanir sýni að gæludýr séu á fjörutíu prósent heimila landsins og því um stóran hóp að ræða. „Ein stærstu rökin líka eru að strætisvagnar Reykjavíkur eru reknir fyrir almannafé, að stærstum hluta, það þýðir að allir borgarar hvort sem þeir eru gæludýraeigendur eða ekki eiga jafnan rétt á að nýta strætó sem samgöngutæki,“ segir Herdís. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Mikilvægt er að gæludýraeigendur fái leyfi til að ferðast með dýrin sín í strætó. Þetta segir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Allir borgara eigi jafnan rétt á að nýta sér strætó sem samgöngutæki þar sem þeir séu reknir fyrir almannafé. Stjórn Strætó bs. er með það til skoðunar að leyfa fólki að koma með gæludýr með sér í strætisvagna. Slíkt er ekki leyfilegt í dag en hugsanlega verður farið af stað með tilraunaverkefni í haust. Hundaeigendur fagna þessu. „Þetta er mikilvægt enda er þetta eðlilegur þáttur af mannlífinu og það er eðlilegt að mega taka gæludýrið sitt með sér,“ segir Herdís Hallmarsdóttir formaður Hundaræktarfélags Íslands. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að Astma- og ofnæmisfélag Íslands leggst gegn því að dýrunum verði hleypt í strætisvagna enda telja þau slíkt vera hættulegt fyrir þá sem eru með ofnæmi. Hér á landi er áætlað að allt að 8% ungs fólks séu með hundaofnæmi og 12% kattaofnæmi. Stjórn Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna hefur fundað og ályktað um málið.Sjá einnig:Vill meina að strætóferð geti orðið rússnesk rúlletta fyrir fólk með ofnæmi „Við lögðust gegn því vegna þess að það er fræðilegur möguleiki á því að fá slæmt astmakast ef maður er með gæludýraofnæmi. Slæmt ofnæmi sem getur jafnvel verið hættulegt,“ segir Unnur Steina Björnsdóttir formaður Félags íslenskra ofnæmis- og ónæmislækna. Unnur Steina segir að ofnæminu fylgi oft astmi sem geti verið lífshættulegur. Það sé hins vegar sjaldgæft að fólk deyi úr ofnæmisastma þó það hafi gerst. „Óþægindin eru mjög mikil og þetta getur leitt til þess að barn eða fullorðinn sé frá vinnu eða skóla í einhvern tíma eftir að hafa komist í tæri við gæludýr,“ segir Unnur Steina. „Þessir aðilar vissulega búa við sína fötlun, það er að segja ofnæmi, við höfum einfaldlega bara ekki fengið fram þau rök að þeirra ofnæmi eigi að verða til þess að það þurfi að takmarka og banna fólki og ferðast um í strætisvögnum með gæludýrin sín enda eru ofnæmisvakarnir alls staðar. Þeir hópar sem glíma við þessa erfiðleika verða einfaldlega að bregðast við þeim með öðrum hætti,“ segir Herdís. Herdís segir mikilvægt að hafa í huga að kannanir sýni að gæludýr séu á fjörutíu prósent heimila landsins og því um stóran hóp að ræða. „Ein stærstu rökin líka eru að strætisvagnar Reykjavíkur eru reknir fyrir almannafé, að stærstum hluta, það þýðir að allir borgarar hvort sem þeir eru gæludýraeigendur eða ekki eiga jafnan rétt á að nýta strætó sem samgöngutæki,“ segir Herdís.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“