Aðgát skal höfð... Ívar Halldórsson skrifar 19. maí 2016 11:16 Hér vil ég aðeins, í ljósi gagnrýni á orðaval í umræðunni um múslima í fjölmiðlum, leggja til að allt venjulegt fólk njóti sama vafa, óháð hverju það trúir eða hvar það býr. Gagnrýni í bítið Það virtist fara fyrir brjóstið á Semu Erlu Serdar þegar þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni töluðu um „uppgang múslima“ í Evrópu í einu innslaginu sínu. Henni fannst orðalag þeirra jaðra við fordóma í garð múslima almennt, en þáttarstjórnendur fengu veður af þessu og höfðu samband við hana til að fá nánari skýringu á umkvörtunarefni hennar. Þau tókust góðlátlega á um hvaða orðaval væri best í almennri umfjöllun um viðkvæm og umdeild mál. Engin endanleg niðurstaða, en allt í góðu. Friðsamleg fjöldarefsingÞað er þó eitt sem mér finnst skjóta örlítið skökku við í þessu samhengi. Sema hefur verið mikill talsmaður sniðgöngu ísraelskra vara, en hún kennir hugmyndafræði þeirra sem hún kallar síonista, um að stuðla að aðskilnaði, hernámi, þjóðernishreinsun o.fl. svo ég vitni í skrif hennar í DV um þessi mál. Hún segir í grein sinni réttlætanlegt að nota þá umdeildu friðsamlegu aðferð að sniðganga ísraelskar vörur vegna meintra áforma þessara síonista um að standa fyrir myndun „Stór-Ísrael". Óvandað orðaval Hún kemur með fullyrðingar án þess að vitna í einhverja fyrirliggjandi stefnuskrá þeirra sem hún kallar síonista, um meint áform. Hún útskýrir heldur ekki af hverju hún sakar eina landið í Mið-Austurlöndum, sem fagnar opinberlega og óspart fjölbreytileika fólks og ólíkum trúarbrögðum (og sendir með stolti transgender mann í Júróvisjón), um að vera með aðskilnaðarstefnu. Hún byggir grein sína á skoðun sem hún hefur fullan rétt á, en sú skoðun er þó ekki einhliða álit almennings né viðurkennd staðreynd. Henni er umhugað um að óákjósanlegt orðaval fjölmiðla bitni ekki á venjulegu fólki. Orðaval hennar og ásakanir í sniðgönguherferðinni bitna þó óhjákvæmilega á venjulegum ísraelskum borgurum. Ekki svo ólík málÞað er ákveðinn samhljómur á milli þessara tveggja mála. Öfgamúslimar hafa ekki leynt ásetningi sínum að mynda "Íslamskt ríki" í Evrópulöndum - og Sema segir að einhvers konar "öfga-ísraelar" hyggjast mynda "Stór-Ísrael" fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki held ég þó að sniðganga á múslimskum vörum myndi þykja sanngjarnt framtak í dag, ef sá möguleiki væri fyrir hendi, til að refsa umræddum öfgamúslimum. Slík herferð myndi bitna á venjulegum, friðelskandi múslimum og ala á fordómum í þeirra garð, og er það óásættanlegt með öllu.Það liggur þá í hlutarins eðli að venjulegt ísraelskt fólk tekur því persónulega þegar það fær sér meðferð og er sett í "sniðgöngu-skammarkrók" – hversu friðsamlegar sem slíkar herferðir eiga að vera. Enda ala slíkar aðgerðir á fordómum gegn þjóðinni.Allir undir sama hattSema virðist gera nákvæmlega það sama og hún gagnrýnir þáttarstjórnendur og fjölmiðla fyrir að gera. Þetta er kannski óvart. Hún skellir meintri skuld minnihlutahóps á heila þjóð. Saklausir og sekir ísraelskir borgarar eru settir undir sama skoðanahatt - einmitt það sem henni finnst óréttlátt í umræðunni um múslima. Sema er eðlilega ekki sátt við að umræða um öfgamúslima bitni á saklausum og venjulegum múslimum, og er það virðingarvert. En þá finnst manni að hið sama eigi að gilda um allar aðrar þjóðir, kynþætti og mismunandi trúarbrögð. Neikvæðar aðgerðir í garð Ísraela, til að refsa einhverju úrtaki þjóðarinnar eða stjórnvöldum hennar, bitna nefnilega á saklausu og ósköp venjulegu fólki sem vill ekkert vesen - og er meira að segja hluti þessara ísraelsku borgara múslimar!Velvild til venjulegraÞað er ekkert að því að Sema standi með þeim sem aðhyllast friðsamlegar íslamskar kenningar. Á hún hrós skilið fyrir að sýna velvild í garð þeirra og tel ég næsta víst að henni gangi gott eitt til. Það væri þá rétt af henni að standa einnig opinberlega með þeim fjölmenna hópi gyðinga og Ísraela sem sýna í verki og vilja að þeir aðhyllast frið - fordómalausan frið. Sniðgönguframtak hennar er að mínu mati á skjön við annars vel meinta gagnrýni hennar í garð fjölmiðla. Að láta meint brot einhvers hóps innan ísraelsku þjóðarinnar bitna á heildinni, er það sama og að láta brot ákveðins hóps múslima bitna á öllum múslimum. Slíkt framtak er hægt að misskilja sem fordóma í garð venjulegs fólks í Ísrael; fólks sem vill ekkert illt vita.Ég er sammála Semu um að við eigum að forðast allar tegundir fordóma eins og heitan eldinn. En við þurfum þá að vera sammála um að vinna sameiginlega gegn hvers kyns persónulegum fordómum; óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarhætti og trúarbrögðum fólks.Að taka upp hanskannÉg tek skýrt fram að ég ber mikla virðingu fyrir Semu - hún virðist geðþekk og kurteis manneskja sem þægilegt er að umgangast og vona ég að hún taki þessum vangaveltum mínum ekki stinnt upp. Ég vona henni finnist athugasemdir mínar eigi jafn mikinn rétt á sér og hennar eigin. Á meðan Sema tekur upp hanskan fyrir múslimum finn ég mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir því fólki í Ísrael, sem á það sameiginlegt með múslimum, að vera gagnrýnt í fjölmiðlum. Fagmannleg umfjöllunÉg vil þá einnig þakka þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni fyrir að stuðla að málefnalegri umræðu um viðkvæm og erfið mál. Það er vandasamt verk og hefur þeim að mínu mati tekist að ræða flókin mál á fagmannlegan og friðsamlegan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Hér vil ég aðeins, í ljósi gagnrýni á orðaval í umræðunni um múslima í fjölmiðlum, leggja til að allt venjulegt fólk njóti sama vafa, óháð hverju það trúir eða hvar það býr. Gagnrýni í bítið Það virtist fara fyrir brjóstið á Semu Erlu Serdar þegar þáttarstjórnendur Bítisins á Bylgjunni töluðu um „uppgang múslima“ í Evrópu í einu innslaginu sínu. Henni fannst orðalag þeirra jaðra við fordóma í garð múslima almennt, en þáttarstjórnendur fengu veður af þessu og höfðu samband við hana til að fá nánari skýringu á umkvörtunarefni hennar. Þau tókust góðlátlega á um hvaða orðaval væri best í almennri umfjöllun um viðkvæm og umdeild mál. Engin endanleg niðurstaða, en allt í góðu. Friðsamleg fjöldarefsingÞað er þó eitt sem mér finnst skjóta örlítið skökku við í þessu samhengi. Sema hefur verið mikill talsmaður sniðgöngu ísraelskra vara, en hún kennir hugmyndafræði þeirra sem hún kallar síonista, um að stuðla að aðskilnaði, hernámi, þjóðernishreinsun o.fl. svo ég vitni í skrif hennar í DV um þessi mál. Hún segir í grein sinni réttlætanlegt að nota þá umdeildu friðsamlegu aðferð að sniðganga ísraelskar vörur vegna meintra áforma þessara síonista um að standa fyrir myndun „Stór-Ísrael". Óvandað orðaval Hún kemur með fullyrðingar án þess að vitna í einhverja fyrirliggjandi stefnuskrá þeirra sem hún kallar síonista, um meint áform. Hún útskýrir heldur ekki af hverju hún sakar eina landið í Mið-Austurlöndum, sem fagnar opinberlega og óspart fjölbreytileika fólks og ólíkum trúarbrögðum (og sendir með stolti transgender mann í Júróvisjón), um að vera með aðskilnaðarstefnu. Hún byggir grein sína á skoðun sem hún hefur fullan rétt á, en sú skoðun er þó ekki einhliða álit almennings né viðurkennd staðreynd. Henni er umhugað um að óákjósanlegt orðaval fjölmiðla bitni ekki á venjulegu fólki. Orðaval hennar og ásakanir í sniðgönguherferðinni bitna þó óhjákvæmilega á venjulegum ísraelskum borgurum. Ekki svo ólík málÞað er ákveðinn samhljómur á milli þessara tveggja mála. Öfgamúslimar hafa ekki leynt ásetningi sínum að mynda "Íslamskt ríki" í Evrópulöndum - og Sema segir að einhvers konar "öfga-ísraelar" hyggjast mynda "Stór-Ísrael" fyrir botni Miðjarðarhafs. Ekki held ég þó að sniðganga á múslimskum vörum myndi þykja sanngjarnt framtak í dag, ef sá möguleiki væri fyrir hendi, til að refsa umræddum öfgamúslimum. Slík herferð myndi bitna á venjulegum, friðelskandi múslimum og ala á fordómum í þeirra garð, og er það óásættanlegt með öllu.Það liggur þá í hlutarins eðli að venjulegt ísraelskt fólk tekur því persónulega þegar það fær sér meðferð og er sett í "sniðgöngu-skammarkrók" – hversu friðsamlegar sem slíkar herferðir eiga að vera. Enda ala slíkar aðgerðir á fordómum gegn þjóðinni.Allir undir sama hattSema virðist gera nákvæmlega það sama og hún gagnrýnir þáttarstjórnendur og fjölmiðla fyrir að gera. Þetta er kannski óvart. Hún skellir meintri skuld minnihlutahóps á heila þjóð. Saklausir og sekir ísraelskir borgarar eru settir undir sama skoðanahatt - einmitt það sem henni finnst óréttlátt í umræðunni um múslima. Sema er eðlilega ekki sátt við að umræða um öfgamúslima bitni á saklausum og venjulegum múslimum, og er það virðingarvert. En þá finnst manni að hið sama eigi að gilda um allar aðrar þjóðir, kynþætti og mismunandi trúarbrögð. Neikvæðar aðgerðir í garð Ísraela, til að refsa einhverju úrtaki þjóðarinnar eða stjórnvöldum hennar, bitna nefnilega á saklausu og ósköp venjulegu fólki sem vill ekkert vesen - og er meira að segja hluti þessara ísraelsku borgara múslimar!Velvild til venjulegraÞað er ekkert að því að Sema standi með þeim sem aðhyllast friðsamlegar íslamskar kenningar. Á hún hrós skilið fyrir að sýna velvild í garð þeirra og tel ég næsta víst að henni gangi gott eitt til. Það væri þá rétt af henni að standa einnig opinberlega með þeim fjölmenna hópi gyðinga og Ísraela sem sýna í verki og vilja að þeir aðhyllast frið - fordómalausan frið. Sniðgönguframtak hennar er að mínu mati á skjön við annars vel meinta gagnrýni hennar í garð fjölmiðla. Að láta meint brot einhvers hóps innan ísraelsku þjóðarinnar bitna á heildinni, er það sama og að láta brot ákveðins hóps múslima bitna á öllum múslimum. Slíkt framtak er hægt að misskilja sem fordóma í garð venjulegs fólks í Ísrael; fólks sem vill ekkert illt vita.Ég er sammála Semu um að við eigum að forðast allar tegundir fordóma eins og heitan eldinn. En við þurfum þá að vera sammála um að vinna sameiginlega gegn hvers kyns persónulegum fordómum; óháð kyni, kynhneigð, þjóðerni, litarhætti og trúarbrögðum fólks.Að taka upp hanskannÉg tek skýrt fram að ég ber mikla virðingu fyrir Semu - hún virðist geðþekk og kurteis manneskja sem þægilegt er að umgangast og vona ég að hún taki þessum vangaveltum mínum ekki stinnt upp. Ég vona henni finnist athugasemdir mínar eigi jafn mikinn rétt á sér og hennar eigin. Á meðan Sema tekur upp hanskan fyrir múslimum finn ég mig knúinn til að taka upp hanskann fyrir því fólki í Ísrael, sem á það sameiginlegt með múslimum, að vera gagnrýnt í fjölmiðlum. Fagmannleg umfjöllunÉg vil þá einnig þakka þáttarstjórnendum Bítisins á Bylgjunni fyrir að stuðla að málefnalegri umræðu um viðkvæm og erfið mál. Það er vandasamt verk og hefur þeim að mínu mati tekist að ræða flókin mál á fagmannlegan og friðsamlegan hátt.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun