Skoðanakannanir og skoðanamyndandi kannanir Guðjón Jensson skrifar 14. júní 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum var hringt í heimasíma minn og eg beðinn um að svara nokkrum spurningum. Eg svaraði þeim framan af en brátt rann á mig tvær grímur þegar eg fékk framan í mig spurningu sem mér þótti bæði tortryggilega leiðandi. Þar sem eg færðist undan að svara spurningu viðkomandi hvaða stjórnmálaflokk eg hygðist velja við næstu kosningar. Var eg þá spurður að því hvort líklegt væri eg kysi Sjálfstæðisflokkinn fremur en aðra flokka! Eðlileg viðbrögð mín voru að vita hver spyrjandinn væri og á hvers vegum hann væri. Þannig leiðandi eða veiðandi spurningar eru bannaðar fyrir dómstólum landsins og er það hlutverk dómara sem og lögmanna að vera á varðbergi og koma í veg fyrir slíka lögleysu. Spurningar sem þessar með fyrirfram svarmöguleika virðast vera heimilar hvað viðhorfskannanir varða enda engin lög eða reglur um þær. Þegar hringt er í fólk og spurt óviðeigandi spurninga kann það ekki aðeins að vera móðgun við borgara, heldur einnig jafnvel ógn við lýðræðið. Í flestum lýðræðislöndum eru mjög strangar reglur um gerð skoðanakannana, hverjir megi gera þær, framkvæmd þeirra og kynningu. Gerðar eru þær kröfur að þær séu vandaðar og framkvæmdar af viðurkenndum aðilum þar sem farið er eftir vísindalegri aðferðafræði. Þar er jafnvel bannað að framkvæma skoðanakannanir ákveðinn tíma fyrir kjördag, oft er miðað við viku. Hér á Íslandi er þetta eins og í villta vestrinu þar sem allt á að vera svo frjálslegt og allt eigi að vera heimilt. Oft er vikið að því að fara eigi eftir íslenskum lögum sem oft eru ærið forneskjuleg og gjörsamlega úr takti við nútímaaðstæður og þjóðfélag nútímans. Hér virðist sem hvaða fúskari sem er geti gert það sem honum sýnist án þess að nokkur finni að. Nú er rétt að benda á að „skoðanakönnun“ er ekki alltaf skoðanakönnun. Ef fram er lögð leiðandi spurning eins og þá sem fram hefur komið er ekki um vísindalega aðferð að ræða heldur skoðanamyndandi könnun sem er einskis virði. Slíkar „kannanir“ eru oft settar fram af hagsmunaaðila sem hefur hag af því að beina athygli sérstaklega að þeim aðila sem viðkomandi vill fá fylgi. Þessar kannanir eru fremur til þess fallnar að móta skoðanir fremur en að mæla. Því ber að líta til annarra landa eftir góðum fyrirmyndum. Alþingi Íslendinga á að setja lög um skoðanakannanir og þá sérstaklega með kosningar til Alþingis, sveitarstjórna og forseta Íslands í huga. Það er mjög brýnt að tryggja að þjóðfélagið fái að þróast hér áfram þannig að mannréttindi og lýðræðið verði bætt eftir því sem skynsemi og rökhugsun byggist á. Rétt væri að leita til Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um faglega ráðgjöf en þar eru að líkindum framkvæmdar vönduðustu skoðanakannanir í dag. Sennilega náum við ekki að setja slík lög fyrir næstu kosningar vegna forseta lýðveldisins þann 25. júní en ætti að nægja fyrir næstu fyrirhuguðu kosningar til Alþingis eins og ríkisstjórnin hefur lofað landsmönnum að hausti komanda.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun