Sá sem fer með tögl og hagldir í dag er Ástþór Magnússon. Ástþór er nú þegar byrjaður að hlaða inn efni og stefnir í áhugaverðan og líflegan dag hjá frambjóðandanum. Þetta er í fjórða sinn sem hann býður sig fram og er hann því öllum hnútum kunnugur í baráttunni.
Sjá einnig: Fylgstu með degi í lífi forsetaframbjóðendanna á Snapchat
Fleiri forsetaframbjóðendur munu fylgja í kjölfar Ástþórs og geta áhugasamir fylgst með ævintýrum þeirra með því að bæta við Snapchat-reikningnum stod2frettir eins og fyrr segir.
