Danmörk í góðri stöðu eftir sigur á Spánverjum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. janúar 2016 21:21 Jorge Maqueda í vandræðum gegn Mikkel Hansen í kvöld. vísir/getty Danmörk er komið í ansi góða stöðu í milliriðli tvö á EM í handbolta sem fer fram í Póllandi. Danmörk vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Spáni í mikilvægum leik fyrr í kvöld. Spánverjarnir byrjuðu mjög vel og voru komnir í 6-2 eftir tíu mínútna leik. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti, en leiddu með þremur mörkum í hálfleik 14-11. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Dana. Þeir jöfnuðu metin í 18-18, en Spánn skoraði ekki á ellefu mínútna kafla frá 42. mínútu til 53. mínútu og á meðan gengu Danir á lagið. Þeir náðu fimm marka forskoti með frábærum varnarleik og Niklas Landin í miklu stuði í markinu. Hinu megin hélt Arpad Sterbik Spánverjum á floti, en hann var magnaður í marki Spánverja og var valinn maður leiksins. Lokatölur 27-23. Eftir sigurinn eru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar komnir í góð mál í milliriðli tvö. Þeir mæta Svíum á þriðjudag og svo Þjóðverjum á miðvikudag. Þeir eru nú á toppi riðilsins með sex stig, jafn mörg Þjóðverjar, en þeira eiga leik til góða á Þjóðverja. Spánverjar eru í þriðja sætinu með fjögur stig, en þeir mæta Ungverjalandi á þriðjudag og svo Rússlandi í lokaleiknum. Michael Damgaard var markahæstur hjá Dönum með sex mörk, en næstur kom Jesper Noddesbo með fimm mörk. Niklas Landin varði eins og berserkur, en hann varði 17 skot (43% markvarsla). Valero Rivera og Raul Entrerrios voru markahæstir hjá Spánverjum með fjögur mörk, en Arpad Sterbik var magnaður eins og fyrr segir. Hann varði 21 skot eða var með 45% markvörslu. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Æsispennandi sigur Þýskalands Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag. 24. janúar 2016 18:56 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Danmörk er komið í ansi góða stöðu í milliriðli tvö á EM í handbolta sem fer fram í Póllandi. Danmörk vann fjögurra marka sigur, 27-23, á Spáni í mikilvægum leik fyrr í kvöld. Spánverjarnir byrjuðu mjög vel og voru komnir í 6-2 eftir tíu mínútna leik. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti, en leiddu með þremur mörkum í hálfleik 14-11. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá til Dana. Þeir jöfnuðu metin í 18-18, en Spánn skoraði ekki á ellefu mínútna kafla frá 42. mínútu til 53. mínútu og á meðan gengu Danir á lagið. Þeir náðu fimm marka forskoti með frábærum varnarleik og Niklas Landin í miklu stuði í markinu. Hinu megin hélt Arpad Sterbik Spánverjum á floti, en hann var magnaður í marki Spánverja og var valinn maður leiksins. Lokatölur 27-23. Eftir sigurinn eru lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar komnir í góð mál í milliriðli tvö. Þeir mæta Svíum á þriðjudag og svo Þjóðverjum á miðvikudag. Þeir eru nú á toppi riðilsins með sex stig, jafn mörg Þjóðverjar, en þeira eiga leik til góða á Þjóðverja. Spánverjar eru í þriðja sætinu með fjögur stig, en þeir mæta Ungverjalandi á þriðjudag og svo Rússlandi í lokaleiknum. Michael Damgaard var markahæstur hjá Dönum með sex mörk, en næstur kom Jesper Noddesbo með fimm mörk. Niklas Landin varði eins og berserkur, en hann varði 17 skot (43% markvarsla). Valero Rivera og Raul Entrerrios voru markahæstir hjá Spánverjum með fjögur mörk, en Arpad Sterbik var magnaður eins og fyrr segir. Hann varði 21 skot eða var með 45% markvörslu.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Æsispennandi sigur Þýskalands Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag. 24. janúar 2016 18:56 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Æsispennandi sigur Þýskalands Þýskaland er á toppi milliriðils tvö eftir sigur á Rússlandi í æsispennandi leik, 30-29. Þjóðverjar eru í góðri stöðu að komast í undanúrslitin, en þeir mæta Danmörku í lokaumferð milliriðilsins á miðvikudag. 24. janúar 2016 18:56
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn