Bíl Queen Latifah stolið á bensínstöð Finnur Thorlacius skrifar 30. desember 2016 11:25 Queen Latifah og Benz bíll hennar í baksýn. Fræga fólkið verður ekki síður fyrir barðinu á þjófum en almenningur og á því fékk leikkonan og söngvarinn Queen Latifah að kenna á fyrir skömmu. Mercedes Benz bíl hennar var stolið af óprúttnum náungum á bensínstöð þann 20. desember. Latifah var þó ekki sjálf á bílnum þegar honum var stolið, heldur Keith nokkur Shephard. Keith var að fjarlægja bensíndæluna úr bílnum þegar hann fór allt í einu af stað og hvarf sýnum. Til allrar hamingju er búnaður í Mercedes Benz bíl Queen Latifah sem tryggir að ávallt má sjá staðsetningu bílsins og með aðstoð Mercedes Benz og lögreglunnar var haft uppá bílnum og hann því aftur kominn í hendurnar á drottningunni. Bíllinn fannst í bænum Mechanicsville í Georgíuríki. Rétt fyrir þjófnaðinn sáust þrír menn dökkir á hörund koma að bensínstöðinni á hvítum BMW og Dodge Charger bílum og reyndust þar fara þjófarnir. Engar skemmdir voru unnar á Mercedes bíl Latifah, en líklega sitja nú þjófarnir bak við lás og slá. Búnaður eins og sá sem er í bíl Latifah er nú í boði hjá sífellt fleiri bílaframleiðendum og reynist einkar hjálplegur til að finna stolna bíla. Ekki veitir víst af því í Bandaríkjunum og mun vonandi fækka þjófnuðum á bílum þar sem annarsstaðar. Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent
Fræga fólkið verður ekki síður fyrir barðinu á þjófum en almenningur og á því fékk leikkonan og söngvarinn Queen Latifah að kenna á fyrir skömmu. Mercedes Benz bíl hennar var stolið af óprúttnum náungum á bensínstöð þann 20. desember. Latifah var þó ekki sjálf á bílnum þegar honum var stolið, heldur Keith nokkur Shephard. Keith var að fjarlægja bensíndæluna úr bílnum þegar hann fór allt í einu af stað og hvarf sýnum. Til allrar hamingju er búnaður í Mercedes Benz bíl Queen Latifah sem tryggir að ávallt má sjá staðsetningu bílsins og með aðstoð Mercedes Benz og lögreglunnar var haft uppá bílnum og hann því aftur kominn í hendurnar á drottningunni. Bíllinn fannst í bænum Mechanicsville í Georgíuríki. Rétt fyrir þjófnaðinn sáust þrír menn dökkir á hörund koma að bensínstöðinni á hvítum BMW og Dodge Charger bílum og reyndust þar fara þjófarnir. Engar skemmdir voru unnar á Mercedes bíl Latifah, en líklega sitja nú þjófarnir bak við lás og slá. Búnaður eins og sá sem er í bíl Latifah er nú í boði hjá sífellt fleiri bílaframleiðendum og reynist einkar hjálplegur til að finna stolna bíla. Ekki veitir víst af því í Bandaríkjunum og mun vonandi fækka þjófnuðum á bílum þar sem annarsstaðar.
Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent