Margbreytileikinn – allra ávinningur Jóhanna Harpa Árnadóttir skrifar 21. desember 2016 00:00 Um þessar mundir fagna Landssamtökin Þroskahjálp fjörutíu ára starfsafmæli en samtökin hafa barist fyrir réttindum, og unnið að málefnum fólks með þroskahömlun og annarra fatlaðra – barna og fullorðinna til að tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Á þessum tíma hafa orðið miklar framfarir í löggjöf og framkvæmd þjónustu í átt til aukinna mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Því miður eru þó enn of mörg dæmi um að raunverulegur réttur sé bara í orði, en ekki á borði, og réttindi og tækifæri fatlaðs fólks eru langan veg frá því að vera til jafns við aðra. Í 27. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þær ráðstafanir sem aðildarríkin skulu gera til að tryggja og stuðla að því að rétturinn til vinnu verði að veruleika. Til að stuðla að því að fatlað fólk verði ráðið til starfa innan einkageirans eiga ríkin að marka sér stefnu við hæfi, gera áætlun um sértækar aðgerðir, skapa hvatningu og grípa til viðeigandi aðgerða til að auka þátttöku fatlaðs fólks á vinnumarkaðnum. Það eru einstaka íslensk fyrirtæki sem hafa gengið á undan með góðu fordæmi og ráðið til sín starfsfólk úr röðum þeirra sem ekki hafa sömu möguleika til starfa á almennum vinnumarkaði og flestir hafa. Vert er að vekja athygli á þessu framtaki fyrirtækjanna og það gefur neytendum kost á að velja að eiga viðskipti við þau fyrirtæki umfram önnur sem bjóða upp á sambærilega vöru eða þjónustu.Hvernig er hægt að ná til fleiri fyrirtækja? Það er ekki mjög langt síðan í árum talið að upplýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja kom fram á sjónarsviðið undir þeim formerkjum. Ýmsar leiðir eru fyrirtækjum færar í að koma upplýsingunum á framfæri og mörg hver kjósa að gera það í ársskýrslum sínum. Á alþjóðavísu er annar vettvangur eins og Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna. Með þátttöku sinni í verkefninu skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til þess að vinna að þeim grundvallarviðmiðum sem sett eru fram er varða samfélagslega ábyrgð og styðja markmið Sameinuðu þjóðanna varðandi: Mannréttindi, vinnumarkaðinn, umhverfið og vinnu gegn spillingu. Í verkefninu felst að skila árlega inn skýrslu og gera grein fyrir framvindunni. Á þessu ári skiluðu 20 íslensk fyrirtæki inn Global Compact framvinduskýrslu til Sameinuðu þjóðanna. Málaflokkurinn samfélagsábyrgð fyrirtækja er undir stöðugum breytingum og svigrúm er til staðar fyrir fyrirtæki varðandi hvaða upplýsingar það setur fram um frammistöðu sína. Það gæti einnig átt við um frammistöðu í ráðningum. En til þess að hafa frá einhverju að segja þarf ávinningurinn af því að auka margbreytileika í ráðningum starfsfólks að ná athygli fyrirtækjanna. Fyrirtæki er ekki annað en fólkið sem þar starfar. Og hluti af þeim hópi eru stjórnendur (og stjórnarmenn) fyrirtækjanna sem þurfa að setja málið á dagskrá ef starfsmannahópurinn er einsleitur. Samkeppnin um áherslur í fyrirtækjarekstri er mikil en til grundvallar er alltaf traustur efnahagur – öðruvísi geta fyrirtæki ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það hlýtur því að vera stjórnvalda og íslenska ríkisins að veita málaflokknum viðeigandi athygli. Að marka stefnu og hvetja fyrirtæki til að gera betur í ráðningum fatlaðs fólks. Það þarf að auka sýnileika fatlaðra einstaklinga í atvinnulífinu og skapa hvatningu fyrir fyrirtæki til að skoða sína starfsemi og sjá hvort það sé ekki tækifæri til að auka margbreytileikann. Frá því Landsvirkjun hóf að reka sína fyrstu aflstöð hefur það ráðið ungmenni til sumarstarfa við gróðursetningu og sáningu. Eitt af þeim markmiðum sem Landsvirkjun setti sér fyrir árið 2016, á sviði samfélagsábyrgðar, var að sinna betur hlutverki sínu í atvinnusköpun fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Hafinn er undirbúningur fyrir ráðningar sumarstarfsfólks komandi árs með það að markmiði að störfin höfði til breiðari hóps. Í upplýsingagjöf fyrirtækja, um frammistöðu sína á sviði samfélagsábyrgðar, felast tækifæri til að fjalla um störf fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði og auka sýnileikann. Hvort sem það er með sérstökum skýrslum fyrirtækja um samfélagsábyrgð, eða á öðrum vettvangi, tel ég að þar geti almenningur og hagsmunasamtök fengið í hendurnar verkfæri til breytinga. Að veita frammistöðu fyrirtækjanna athygli, og skapa aðhald, getur orðið það hreyfiafl sem flytur atvinnulífið á annan og betri stað. Við hljótum öll að vilja sjá fyrirtækin í landinu leitast við að endurspegla þá fjölbreyttu samfélagsgerð sem við búum við. Í mínum huga liggja í flestum fyrirtækjum vannýtt tækifæri til að skoða starfsemina og með athöfnum auka margbreytileika í röðum starfsmanna. Að ráða einstakling sem annars hefði verið án atvinnu er beggja hagur því vinnustaðurinn verður ríkari. Ríkari af samkennd, skilningi og stolti. Ávinningurinn er allra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fagna Landssamtökin Þroskahjálp fjörutíu ára starfsafmæli en samtökin hafa barist fyrir réttindum, og unnið að málefnum fólks með þroskahömlun og annarra fatlaðra – barna og fullorðinna til að tryggja þeim fulla jafnréttisstöðu á við aðra þjóðfélagsþegna. Á þessum tíma hafa orðið miklar framfarir í löggjöf og framkvæmd þjónustu í átt til aukinna mannréttinda fatlaðs fólks á Íslandi. Því miður eru þó enn of mörg dæmi um að raunverulegur réttur sé bara í orði, en ekki á borði, og réttindi og tækifæri fatlaðs fólks eru langan veg frá því að vera til jafns við aðra. Í 27. grein Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þær ráðstafanir sem aðildarríkin skulu gera til að tryggja og stuðla að því að rétturinn til vinnu verði að veruleika. Til að stuðla að því að fatlað fólk verði ráðið til starfa innan einkageirans eiga ríkin að marka sér stefnu við hæfi, gera áætlun um sértækar aðgerðir, skapa hvatningu og grípa til viðeigandi aðgerða til að auka þátttöku fatlaðs fólks á vinnumarkaðnum. Það eru einstaka íslensk fyrirtæki sem hafa gengið á undan með góðu fordæmi og ráðið til sín starfsfólk úr röðum þeirra sem ekki hafa sömu möguleika til starfa á almennum vinnumarkaði og flestir hafa. Vert er að vekja athygli á þessu framtaki fyrirtækjanna og það gefur neytendum kost á að velja að eiga viðskipti við þau fyrirtæki umfram önnur sem bjóða upp á sambærilega vöru eða þjónustu.Hvernig er hægt að ná til fleiri fyrirtækja? Það er ekki mjög langt síðan í árum talið að upplýsingagjöf um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja kom fram á sjónarsviðið undir þeim formerkjum. Ýmsar leiðir eru fyrirtækjum færar í að koma upplýsingunum á framfæri og mörg hver kjósa að gera það í ársskýrslum sínum. Á alþjóðavísu er annar vettvangur eins og Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna. Með þátttöku sinni í verkefninu skuldbinda fyrirtæki eða stofnanir sig til þess að vinna að þeim grundvallarviðmiðum sem sett eru fram er varða samfélagslega ábyrgð og styðja markmið Sameinuðu þjóðanna varðandi: Mannréttindi, vinnumarkaðinn, umhverfið og vinnu gegn spillingu. Í verkefninu felst að skila árlega inn skýrslu og gera grein fyrir framvindunni. Á þessu ári skiluðu 20 íslensk fyrirtæki inn Global Compact framvinduskýrslu til Sameinuðu þjóðanna. Málaflokkurinn samfélagsábyrgð fyrirtækja er undir stöðugum breytingum og svigrúm er til staðar fyrir fyrirtæki varðandi hvaða upplýsingar það setur fram um frammistöðu sína. Það gæti einnig átt við um frammistöðu í ráðningum. En til þess að hafa frá einhverju að segja þarf ávinningurinn af því að auka margbreytileika í ráðningum starfsfólks að ná athygli fyrirtækjanna. Fyrirtæki er ekki annað en fólkið sem þar starfar. Og hluti af þeim hópi eru stjórnendur (og stjórnarmenn) fyrirtækjanna sem þurfa að setja málið á dagskrá ef starfsmannahópurinn er einsleitur. Samkeppnin um áherslur í fyrirtækjarekstri er mikil en til grundvallar er alltaf traustur efnahagur – öðruvísi geta fyrirtæki ekki staðið við skuldbindingar sínar. Það hlýtur því að vera stjórnvalda og íslenska ríkisins að veita málaflokknum viðeigandi athygli. Að marka stefnu og hvetja fyrirtæki til að gera betur í ráðningum fatlaðs fólks. Það þarf að auka sýnileika fatlaðra einstaklinga í atvinnulífinu og skapa hvatningu fyrir fyrirtæki til að skoða sína starfsemi og sjá hvort það sé ekki tækifæri til að auka margbreytileikann. Frá því Landsvirkjun hóf að reka sína fyrstu aflstöð hefur það ráðið ungmenni til sumarstarfa við gróðursetningu og sáningu. Eitt af þeim markmiðum sem Landsvirkjun setti sér fyrir árið 2016, á sviði samfélagsábyrgðar, var að sinna betur hlutverki sínu í atvinnusköpun fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 16-20 ára. Hafinn er undirbúningur fyrir ráðningar sumarstarfsfólks komandi árs með það að markmiði að störfin höfði til breiðari hóps. Í upplýsingagjöf fyrirtækja, um frammistöðu sína á sviði samfélagsábyrgðar, felast tækifæri til að fjalla um störf fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði og auka sýnileikann. Hvort sem það er með sérstökum skýrslum fyrirtækja um samfélagsábyrgð, eða á öðrum vettvangi, tel ég að þar geti almenningur og hagsmunasamtök fengið í hendurnar verkfæri til breytinga. Að veita frammistöðu fyrirtækjanna athygli, og skapa aðhald, getur orðið það hreyfiafl sem flytur atvinnulífið á annan og betri stað. Við hljótum öll að vilja sjá fyrirtækin í landinu leitast við að endurspegla þá fjölbreyttu samfélagsgerð sem við búum við. Í mínum huga liggja í flestum fyrirtækjum vannýtt tækifæri til að skoða starfsemina og með athöfnum auka margbreytileika í röðum starfsmanna. Að ráða einstakling sem annars hefði verið án atvinnu er beggja hagur því vinnustaðurinn verður ríkari. Ríkari af samkennd, skilningi og stolti. Ávinningurinn er allra. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun