Ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur Snævar Ívarsson skrifar 21. desember 2016 00:00 Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi fyrirsögn er kannski skrýtin, en ég skal útskýra hana. Ég er lesblindur og hefðbundinn bóklestur hefur alltaf verið mér gríðarlega erfiður. Ég var kominn yfir þrítugt þegar ég fékk greiningu á lesblindunni og í kjölfarið fékk ég aðgang að Blindrabókasafni Íslands, sem nú heitir Hljóðbókasafn Íslands. Fram að því höfðu bækur verið mér lokaður heimur, en smátt og smátt opnuðu hljóðbækur mér áður hulda veröld. Framan af ævinni las ég ekki bækur, það var hreinlega of erfitt og ég var allt að því búinn að sætta mig við að heimur bókanna yrði mér lokaður. Lesblindugreiningin breytti þessu til hins betra. Það tók mig smá tíma að manna mig upp í að fara að nota hljóðbækur, en ég komst á bragðið og hef ekki litið til baka síðan. Fyrst um sinn voru þetta bækur á snældum, þeim fylgdi nokkurt umstang og utanumhald sem nú er blessunarlega að baki. Nú hef ég aðgang að öllu Hljóðbókasafninu hvar og hvenær sem mig lystir, þökk sé framförum í tækni. Tæknin hefur einnig gert það að verkum að ekki þarf lengur að bíða eftir að einhver annar skili bókinni sem mig langar að lesa. Með því að nota streymisþjónustu safnsins, annaðhvort í tölvunni minni eða símanum, er bókin alltaf á lausu fyrir mig. Allt er þetta til bóta í daglegu lífi, orðaforðinn hefur aukist, ég tek fullan þátt í umræðum um jólabækurnar í fjölskylduboðum og ekki sá ég fyrir sem ungur maður að einhvern daginn hefði ég sterkar skoðanir á hvað sé góður texti og hvað ekki. Nú hef ég um langt skeið verið í forsvari fyrir Félag lesblindra á Íslandi og sú vinna hefur gefið mér mikið. Ég get sagt stutta sögu því til staðfestingar. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í Kringlunni fyrir jólin. Ég var að selja jólakort til stuðnings félaginu, ung lesblind kona kom til mín og við tókum tal saman. Talið barst að Hljóðbókasafninu og þeirri staðreynd að stór hluti jólabókanna væri þegar kominn í útlán. Við vorum bæði búin að hlusta á bækur sem mikið voru í umræðunni á þeim tímapunkti og þá segir hún við mig þessa setningu sem hefur setið í mér síðan: „Við erum ekkert smá heppin að vera lesblind.“ Þetta viðhorf hennar fannst mér alveg til fyrirmyndar og þegar ég hugsa um það finn ég að þetta er alveg satt. Við erum heppin að fá góða þjónustu. Sjálfur hef ég sérstaklega gaman af ferðasögum og þar komum við að bókakaupunum. Þegar ég er að lesa ferðasögur sem heilla mig kaupi ég iðulega prentaða útgáfu af bókinni til að geta flett öllum staðarnöfnum upp á korti og fundið myndir frá viðkomandi stöðum á netinu til að skoða jafnhliða lestrinum. Ég kaupi einnig bækur sem ég heillast af til að gefa öðrum, sumar bækur eru einfaldlega þannig að ég vil að allir lesi þær. Þetta kemur mörgum til góða, bókaútgefendur og höfundar fá sitt, vinir mínir og ættingjar njóta góðs af gjöfunum og allir fá þannig eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig stendur nú á því í stuttu máli að ef ekki væri fyrir Hljóðbókasafnið myndi ég aldrei kaupa bækur. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar