Frumkvöðlar í matvælum Ingi Björn Sigurðsson skrifar 21. desember 2016 09:00 Matvælageirinn hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu misserum. Stóru matvælafyrirtækin hafa verið að tapa markaðshlutdeild á meðan minni aðilar hafa verið að komast inn á markaðinn fyrr en áður. Neysla á vörum eins og Coca Cola hefur til að mynda ekki verið minni síðan 1985, svo dæmi sé tekin. Ástæðan fyrir þessu eru neyslubreytingar, ásamt því þá hefur aldrei verið auðveldara fyrir ný vörumerki að hasla sér völl í matvælageiranum. Síðustu áratugi hefur verið lögð mest áhersla á að framleiða mat með hámarks rekstararhagkvæmni. En nýjar kynslóðir leggja meira upp úr gæðum, sjálfbærni og upplýsingum, neytendur eru að verða meira og meira meðvitaðir um hvað þeir kaupa. Þessar breytingar þýða gríðarleg tækifæri fyrir matvælafrumkvöðla á Íslandi. Við Íslendingar erum matvælaþjóð. Það er ekki bara að við séum að selja fisk og sjávarafurðir heldur hafa til að mynda opnast markaðir fyrir skyr og fleiri afurðir. En samkvæmt fréttum nýlega var markaður fyrir skyr metinn á átta milljarða Bandaríkjadala. Þó að matvæli séu okkar helsta útflutningsvara, hefur innanlandsmarkaður fyrir matvæli vaxið gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna á Íslandi. Auk þess hefur virði vörumerkisins Ísland verið að aukast gríðarlega á síðustu árum með tilkomu fleiri ferðamanna og aukinni vitneskju um landið. Það eru ótrúleg tækifæri fyrir okkur á sviði matvæla; tækifæri sem segja má að útlendingar hafi stundum komið auga á fyrr en við sjálf. Með okkar litlu matvælafyrirtæki og hreinu afurðir eigum við að efla ímynd okkar sem fyrirmyndarþjóð í matvælaframleiðslu. Á næstum misserum verður haldinn viðburður sem heitir LYST, sem undirritaður stendur fyrir ásamt Íslenska sjávarklasanum. Þar verður fjallað um þau gríðarlegu tækifæri sem matvælafrumkvöðlar standa frammi fyrir. Við munum leggja sérstaka áherslu á sérstöðu íslenskra matvæla og viðskipti með matvæli. Á LYST munum við fá til liðs við okkur einvalalið sérfræðinga í viðskiptum með matvæli. Samhliða LYST munum við halda FoodHackathon þar sem við ætlum örva nýsköpun í matvælageiranum. Hugtakið Hackathon hefur hingað til verið tengt við tæknigeirann, en það er samsett orð úr orðunum, að hakka og marathon. Á slíkum viðburði kemur fólk saman með það að markmiði að leysa tiltekin vandamál á fyrirfram ákveðnum tíma. Okkar markmið er að skapa nýjar lausnir og búa til fleiri matvælafrumkvöðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Matvælageirinn hefur verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu misserum. Stóru matvælafyrirtækin hafa verið að tapa markaðshlutdeild á meðan minni aðilar hafa verið að komast inn á markaðinn fyrr en áður. Neysla á vörum eins og Coca Cola hefur til að mynda ekki verið minni síðan 1985, svo dæmi sé tekin. Ástæðan fyrir þessu eru neyslubreytingar, ásamt því þá hefur aldrei verið auðveldara fyrir ný vörumerki að hasla sér völl í matvælageiranum. Síðustu áratugi hefur verið lögð mest áhersla á að framleiða mat með hámarks rekstararhagkvæmni. En nýjar kynslóðir leggja meira upp úr gæðum, sjálfbærni og upplýsingum, neytendur eru að verða meira og meira meðvitaðir um hvað þeir kaupa. Þessar breytingar þýða gríðarleg tækifæri fyrir matvælafrumkvöðla á Íslandi. Við Íslendingar erum matvælaþjóð. Það er ekki bara að við séum að selja fisk og sjávarafurðir heldur hafa til að mynda opnast markaðir fyrir skyr og fleiri afurðir. En samkvæmt fréttum nýlega var markaður fyrir skyr metinn á átta milljarða Bandaríkjadala. Þó að matvæli séu okkar helsta útflutningsvara, hefur innanlandsmarkaður fyrir matvæli vaxið gríðarlega í takt við fjölgun ferðamanna á Íslandi. Auk þess hefur virði vörumerkisins Ísland verið að aukast gríðarlega á síðustu árum með tilkomu fleiri ferðamanna og aukinni vitneskju um landið. Það eru ótrúleg tækifæri fyrir okkur á sviði matvæla; tækifæri sem segja má að útlendingar hafi stundum komið auga á fyrr en við sjálf. Með okkar litlu matvælafyrirtæki og hreinu afurðir eigum við að efla ímynd okkar sem fyrirmyndarþjóð í matvælaframleiðslu. Á næstum misserum verður haldinn viðburður sem heitir LYST, sem undirritaður stendur fyrir ásamt Íslenska sjávarklasanum. Þar verður fjallað um þau gríðarlegu tækifæri sem matvælafrumkvöðlar standa frammi fyrir. Við munum leggja sérstaka áherslu á sérstöðu íslenskra matvæla og viðskipti með matvæli. Á LYST munum við fá til liðs við okkur einvalalið sérfræðinga í viðskiptum með matvæli. Samhliða LYST munum við halda FoodHackathon þar sem við ætlum örva nýsköpun í matvælageiranum. Hugtakið Hackathon hefur hingað til verið tengt við tæknigeirann, en það er samsett orð úr orðunum, að hakka og marathon. Á slíkum viðburði kemur fólk saman með það að markmiði að leysa tiltekin vandamál á fyrirfram ákveðnum tíma. Okkar markmið er að skapa nýjar lausnir og búa til fleiri matvælafrumkvöðla.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar