Trúverðugleiki eða öfgar Halldór Kvaran skrifar 22. desember 2016 07:00 Ástæða er til að fagna því að landeigendur á fyrirhuguðu svæði háspennulínu í Mývatnssveit hafa ákveðið að hefja sig upp úr meðalmennsku þöggunar gagnvart öfgakenndum málflutningi Landverndar og óska eftir aðild að málarekstri samtakanna vegna línulagnar milli Þeistareykja og Húsavíkur. Landeigendur færa trúverðug rök fyrir málstað sínum. Þeir mæla af skynsemi, bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi og sýna það í verki. Hins vegar fæ ég ekki séð skynsemi í öfgum, þráhyggju og kærugleði Landverndar. Dýrmæt náttúran þarf á trúverðugri bandamanni að halda, það segi ég af eigin reynslu sem einn eigenda ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Afskipti Landverndar af málum þar eru ekki traustvekjandi en hafa orðið til þess að ég fylgist betur en áður með því hvernig samtökin hegða sér og beita kröftum sínum í öðrum málum, í öðrum héruðum. Flest ber að sama brunni, því miður. Samfélagið þarf á sterkum innviðum að halda til að ganga sómasamlega og áfallalítið. Öflugt og öruggt dreifikerfi raforku er þar ofarlega á blaði. Landvernd lætur flutningsmál raforku til sín taka og taldi árið 2007 að undirbúningur og framkvæmd mats á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar við Húsavík og tilheyrandi línulagnar, væri fullnægjandi og jafnvel til fyrirmyndar. Nú hefur Landvernd snúið við blaðinu, kærir sem mest hún má og setur milljarðaframkvæmdir í uppnám með tilheyrandi tjóni og óvissu, tjóni sem sennilega mun lenda á almenningi á einn eða annan hátt.Sinnaskipti Forstjóri Landsnets benti á þessi sinnaskipti Landverndar nýlega á fundi Verkfræðingafélags Íslands um undirbúning verklegra framkvæmda. Formaður Landverndar var á fundinum og brást við ummælunum með því að segja að Landvernd nú væri annar og fjölmennari félagsskapur en 2007 og með aðrar áherslur en þá. Hlálegt er að formanninum tekst ekki einu sinni að fylkja eigin félagsmönnum um áherslur og öfgastefnu forystusveitar sinnar. Landvernd hefur til dæmis staðið fyrir undirskriftasöfnun á Vefnum vegna kærumála félagsins. Þar höfðu á dögunum ríflega 2.000 manns skrifað upp á stuðning við málarekstur Landverndar en í samtökunum eru um 5.000 skráðir félagar. Stuðningurinn svarar því einungis til um 40% „heimafólks“ Landverndar sjálfrar! Formenn í slíkri stöðu ættu að skilja hana sem skýr skilaboð um að hugsa sinn gang. Fyrir liggur að tilteknir landshlutar þurfa á öflugri tengingu við dreifikerfi raforku að halda. Þar skal nefna helst til sögu Norðausturland og þá eru kostirnir að styrkja Byggðalínuna eða leggja línu yfir Sprengisand. Hvorug leiðin er fær fái Landvernd að ráða ferðinni. Samtökin leggjast gegn raflínu um Sprengisand og lögmaður þeirra, sem reyndar er landeigandi í Öxnadal, beitir sér gegn línulögn um lönd sín. Hvað er þá til ráða? Nú um stundir eru dísilvélar ræstar til að mæta álagstoppum í raforkukerfinu á Norðausturlandi. Að öðrum kosti verður að skammta raforku í sjálfu orkuríkinu Íslandi. Meiri innflutningur olíu til að framleiða raforku á Íslandi, takk fyrir! Þannig birtast afleiðingar þessa anga öfgastefnunnar í umhverfismálum. Gagnvart okkur, sem rekum ferðaþjónustu á hálendinu, birtast öfgar Landverndar meðal annars í stöðugu andófi samtakanna í seinni tíð gegn bráðnauðsynlegum endurbótum á Kjalvegi. Viðhorf samtakanna virðast illu heilli hafa áhrif á fjárveitingavaldið og Vegagerðin fær ekki það sem hún þarf til að gera það sem gera þarf. Álagið á samgöngukerfið eykst stöðugt á sama tíma. Hvað gera ökumenn? Þeir krækja fyrir polla og pytti á leið sinni um Kjöl og afleiðingin verður utanvegaakstur í boði þeirra sem þykjast vilja vernda umhverfið. Náttúruvernd í verki eða hvað? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ástæða er til að fagna því að landeigendur á fyrirhuguðu svæði háspennulínu í Mývatnssveit hafa ákveðið að hefja sig upp úr meðalmennsku þöggunar gagnvart öfgakenndum málflutningi Landverndar og óska eftir aðild að málarekstri samtakanna vegna línulagnar milli Þeistareykja og Húsavíkur. Landeigendur færa trúverðug rök fyrir málstað sínum. Þeir mæla af skynsemi, bera virðingu fyrir náttúru og umhverfi og sýna það í verki. Hins vegar fæ ég ekki séð skynsemi í öfgum, þráhyggju og kærugleði Landverndar. Dýrmæt náttúran þarf á trúverðugri bandamanni að halda, það segi ég af eigin reynslu sem einn eigenda ferðaþjónustu í Kerlingarfjöllum. Afskipti Landverndar af málum þar eru ekki traustvekjandi en hafa orðið til þess að ég fylgist betur en áður með því hvernig samtökin hegða sér og beita kröftum sínum í öðrum málum, í öðrum héruðum. Flest ber að sama brunni, því miður. Samfélagið þarf á sterkum innviðum að halda til að ganga sómasamlega og áfallalítið. Öflugt og öruggt dreifikerfi raforku er þar ofarlega á blaði. Landvernd lætur flutningsmál raforku til sín taka og taldi árið 2007 að undirbúningur og framkvæmd mats á umhverfisáhrifum, vegna fyrirhugaðrar iðnaðaruppbyggingar við Húsavík og tilheyrandi línulagnar, væri fullnægjandi og jafnvel til fyrirmyndar. Nú hefur Landvernd snúið við blaðinu, kærir sem mest hún má og setur milljarðaframkvæmdir í uppnám með tilheyrandi tjóni og óvissu, tjóni sem sennilega mun lenda á almenningi á einn eða annan hátt.Sinnaskipti Forstjóri Landsnets benti á þessi sinnaskipti Landverndar nýlega á fundi Verkfræðingafélags Íslands um undirbúning verklegra framkvæmda. Formaður Landverndar var á fundinum og brást við ummælunum með því að segja að Landvernd nú væri annar og fjölmennari félagsskapur en 2007 og með aðrar áherslur en þá. Hlálegt er að formanninum tekst ekki einu sinni að fylkja eigin félagsmönnum um áherslur og öfgastefnu forystusveitar sinnar. Landvernd hefur til dæmis staðið fyrir undirskriftasöfnun á Vefnum vegna kærumála félagsins. Þar höfðu á dögunum ríflega 2.000 manns skrifað upp á stuðning við málarekstur Landverndar en í samtökunum eru um 5.000 skráðir félagar. Stuðningurinn svarar því einungis til um 40% „heimafólks“ Landverndar sjálfrar! Formenn í slíkri stöðu ættu að skilja hana sem skýr skilaboð um að hugsa sinn gang. Fyrir liggur að tilteknir landshlutar þurfa á öflugri tengingu við dreifikerfi raforku að halda. Þar skal nefna helst til sögu Norðausturland og þá eru kostirnir að styrkja Byggðalínuna eða leggja línu yfir Sprengisand. Hvorug leiðin er fær fái Landvernd að ráða ferðinni. Samtökin leggjast gegn raflínu um Sprengisand og lögmaður þeirra, sem reyndar er landeigandi í Öxnadal, beitir sér gegn línulögn um lönd sín. Hvað er þá til ráða? Nú um stundir eru dísilvélar ræstar til að mæta álagstoppum í raforkukerfinu á Norðausturlandi. Að öðrum kosti verður að skammta raforku í sjálfu orkuríkinu Íslandi. Meiri innflutningur olíu til að framleiða raforku á Íslandi, takk fyrir! Þannig birtast afleiðingar þessa anga öfgastefnunnar í umhverfismálum. Gagnvart okkur, sem rekum ferðaþjónustu á hálendinu, birtast öfgar Landverndar meðal annars í stöðugu andófi samtakanna í seinni tíð gegn bráðnauðsynlegum endurbótum á Kjalvegi. Viðhorf samtakanna virðast illu heilli hafa áhrif á fjárveitingavaldið og Vegagerðin fær ekki það sem hún þarf til að gera það sem gera þarf. Álagið á samgöngukerfið eykst stöðugt á sama tíma. Hvað gera ökumenn? Þeir krækja fyrir polla og pytti á leið sinni um Kjöl og afleiðingin verður utanvegaakstur í boði þeirra sem þykjast vilja vernda umhverfið. Náttúruvernd í verki eða hvað? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar